< Psalms 44 >

1 TO THE OVERSEER. AN INSTRUCTION OF THE SONS OF KORAH. O God, we have heard with our ears, Our fathers have recounted to us, The work You worked in their days, In the days of old.
Guð, við höfum heyrt um máttarverk þín á dögum forfeðra okkar. Þeir hafa sagt:
2 You, [with] Your hand, have dispossessed nations. And You plant them. You afflict peoples, and send them away.
Hann rak heiðnu þjóðirnar úr landinu og gaf okkur það, lét Ísrael setjast hér að.
3 For they did not possess the land by their sword, And their arm did not give salvation to them, But Your right hand, and Your arm, And the light of Your countenance, Because You had accepted them.
Ekki sigruðu þeir af eigin krafti, heldur vegna máttar þíns og velþóknunar þinnar á þeim.
4 You [are] He, my King, O God, Command the deliverances of Jacob.
Þú ert konungur minn og Guð. Láttu þjóð þína vinna sigur!
5 By You we push our adversaries, By Your Name we tread down our withstanders,
Aðeins í þínum krafti og nafni sigrum við óvininn.
6 For I do not trust in my bow, And my sword does not save me.
Vopnin duga skammt, þau tryggja ekki sigur.
7 For You have saved us from our adversaries, And You have put to shame those hating us.
Aðeins með þinni hjálp getum við sigrað.
8 In God we have boasted all the day, And we thank Your Name for all time. (Selah)
Guð, aftur og aftur hrósa ég mér af þér. Hvernig get ég þakkað þér sem skyldi!
9 In anger You have cast off and cause us to blush, And do not go forth with our hosts.
En þó hefur þú, Drottinn, nú um stund yfirgefið okkur og ekki stutt í orustum.
10 You cause us to turn backward from an adversary, And those hating us, Have spoiled for themselves.
Já, þú hefur barist gegn okkur og við höfum flúið. Óvinir okkar gerðu árás. Þeir rændu og rupluðu.
11 You make us food like sheep, And You have scattered us among nations.
Þú hefur farið með okkur eins og sláturfé, tvístrað okkur meðal þjóðanna.
12 You sell Your people—without wealth, And have not become great by their price.
Þú selur þjóð þína fyrir lítið, metur hana einskis virði.
13 You make us a reproach to our neighbors, A scorn and a reproach to our surrounders.
Nágrannarnir hæða okkur og spotta vegna alls sem þú lætur á okkur dynja.
14 You make us an allegory among nations, A shaking of the head among peoples.
Þín vegna er „Gyðingur!“háðsyrði og hneyksli meðal þjóðanna, öllum til ama.
15 All the day my confusion [is] before me, And the shame of my face has covered me.
Ég verð fyrir stöðugum skömmum,
16 Because of the voice of a reproacher and reviler, Because of an enemy and a self-avenger.
mér er formælt og ég fyrirlitinn af hefnigjörnum óvinum.
17 All this met us, and we did not forget You, Nor have we dealt falsely in Your covenant.
Og þetta hefur gerst, Drottinn, þrátt fyrir tryggð okkar við þig. Sáttmála þinn höfum við ekki rofið.
18 We do not turn our heart backward, Nor turn aside our step from Your path.
Ekki höfum við snúið okkur gegn þér, ekki vikið eitt skref af vegi þínum!
19 But You have struck us in a place of dragons, And cover us over with death-shade.
Væri svo, gætum við skilið refsingu þína, landauðn og niðdimmu dauðans.
20 If we have forgotten the Name of our God, And spread our hands to a strange God,
Ef við hefðum hætt að tilbiðja Guð og snúið okkur að hjáguðadýrkun,
21 Does God not search this out? For He knows the secrets of the heart.
hefði honum þá ekki verið kunnugt um það? Hann sem þekkir alla hluti og leyndarmál mannanna.
22 Surely, for Your sake we have been slain all the day, Reckoned as sheep of the slaughter.
En það höfum við ekki gert. Við erum í dauðans hættu fyrir það eitt að þjóna þér! Við erum eins og lömb leidd til slátrunar!
23 Stir up—why do You sleep, O Lord? Awake, do not cast us off forever.
Vakna þú! Rís þú á fætur! Hvers vegna sefur þú, Drottinn? Hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt?
24 Why do You hide Your face? You forget our afflictions and our oppression,
Hvers vegna horfir þú í aðra átt? Af hverju er þér sama um sorg okkar og neyð?
25 For our soul has bowed to the dust, Our belly has cleaved to the earth.
Við erum fallnir og liggjum hér endilangir.
26 Arise, a help to us, And ransom us for your kindness’ sake.
Rís þú upp, Drottinn, komdu og hjálpaðu okkur! Frelsaðu okkur vegna eilífrar elsku þinnar.

< Psalms 44 >