< Psalmen 89 >

1 Een leerdicht van Etan, den Ezrachiet. Uw genade, o Jahweh, wil ik eeuwig bezingen, Uw trouw verkonden van geslacht tot geslacht!
Ég vil syngja um miskunn Drottins að eilífu! Ungir sem gamlir skulu fá að heyra um trúfesti þína.
2 Want Gij hebt gesproken: Mijn genade duurt eeuwig, Mijn trouw staat als de hemel onwankelbaar vast.
Elska þín og náð vara að eilífu og trúfesti þín stendur óhögguð eins og himinninn.
3 Ik heb een verbond met mijn uitverkorene gesloten, Een eed gezworen aan David, mijn dienaar:
Svo segir Drottinn Guð: „Ég hef gert sáttmála við Davíð, minn útvalda þjón.
4 Voor eeuwig zal Ik uw nazaat behouden, Uw troon doen staan van geslacht tot geslacht!
Ég hef unnið þann eið, að afkomendur hans skuli sitja á konungsstóli héðan í frá og að eilífu!“
5 De hemelen loven uw wondermacht, Jahweh, En uw trouw in de gemeenschap der heiligen;
Himinninn lofi máttarverk þín, Drottinn og herskarar englanna vegsami trúfesti þína.
6 Want wie in de wolken kan zich meten met Jahweh, Wie van Gods zonen is aan Jahweh gelijk?
Því að hver á himnum kemst í samjöfnuð við Guð? Hinn mesti meðal englanna, hver er hann við hlið Drottins?!
7 Geweldig is God in de gemeenschap der heiligen, Machtig, ontzaglijk boven allen om Hem heen!
Hinir voldugu englar nálgast hann með ótta og virðingu. Hann er ægilegur í þeirra augum.
8 God der heirscharen, Jahweh, wie komt U nabij; Uw almacht en trouw omringen U, Jahweh!
Drottinn, þú konungur hinna himnesku hersveita, enginn kemst í samjöfnuð við þig! Trúfestin er einkenni þitt!
9 Gij beheerst de onstuimige zee, En bedaart de bruisende golven;
Þú hefur hemil á ofstopa hafsins, stöðvar óveðursöldur. Með einu orði lægir þú þær.
10 Gij hebt Ráhab weggetrapt als een kreng, Uw vijanden uiteen gejaagd door uw machtige arm.
Þú rotaðir skrímslið, það lá marflatt – og tvístraðir óvinum þínum með undramætti.
11 Van U is de hemel, van U is de aarde; Gij hebt de wereld gegrond met wat ze bevat.
Himinninn og jörðin, allt er það þitt. Þú skapaðir það.
12 Het Noorden en Zuiden, Gij hebt ze geschapen; Tabor en Hermon prijzen uw Naam!
Þú skapaðir norðrið og suðrið líka. Tabor og Hermon kætast, hin háu fjöll, sem hönd þín gjörði.
13 Aan U de arm met heldenkracht; Uw hand is sterk, uw rechter verheven.
Mikill er máttur þinn! Hægri hönd þín er upphafin í mætti og dýrð!
14 Recht en gerechtigheid dragen uw troon, Genade en trouw gaan voor uw aangezicht uit!
Tvær eru undirstöður hásætis þíns: Réttvísi og réttlæti, og miskunn og trúfesti eru fylgdarsveinar þínir.
15 Gelukkig het volk, dat nog jubelen kan, En wandelen in het licht van uw aanschijn, o Jahweh;
Sælir eru þeir sem heyra fagnaðarópið – þeir sem ganga í ljósinu sem stafar frá Drottni.
16 Dat zich altijd verheugt in uw Naam, En in uw gerechtigheid roemt.
Þín vegna gleðjast þeir alla daga og fagna yfir þínum réttlátu verkum.
17 Want Gij zijt onze heerlijke schutse, Door uw goedheid heft onze hoorn zich omhoog:
Þú ert styrkur þeirra. Þetta er undursamlegt! Já, við hressumst og gleðjumst því við vitum að þú hefur velþóknun á okkur!
18 Want Jahweh is ons tot schild, Israëls Heilige tot Koning!
Sjálfur Drottinn er okkar vörn og hann, hinn heilagi í Ísrael – sjálfur Guð – hefur gefið okkur konung.
19 Eens hebt Gij in visioenen gesproken, En tot uw getrouwe gezegd: Ik heb een dapperen strijder gekroond, Hoog verheven een jongeman uit het volk.
Þú talaðir við spámann þinn í sýn og sagðir: „Ég hef fundið rétta manninn meðal fólksins, hann skal verða konungur!
20 Ik heb David, mijn dienaar, gevonden, Hem met mijn heilige olie gezalfd;
Það er Davíð, þjónn minn! Ég hef smurt hann minni heilögu olíu.
21 Mijn hand houdt hem vast, En mijn arm zal hem stutten!
Ég vil veita honum kraft og styrkja hann á göngunni.
22 Geen vijand zal hem bespringen, Geen booswicht benauwen;
Óvinir hans skulu ekki fella hann, né illmennin kúga hann.
23 Ik leg zijn vijanden voor hem neer, En sla zijn haters tegen de grond.
Ég mun láta hann sjá er ég eyði óvinum hans og þurrka út hatursmenn hans.
24 Mijn trouw en genade zullen hem steeds vergezellen, Door mijn Naam zal zijn hoorn zich verheffen;
Ég mun stöðugt vernda hann og blessa og umvefja hann elsku minni. Mín vegna mun hann verða mikill.
25 Ik leg zijn hand op de zee, Zijn rechter op de rivieren.
Ríki hans mun ná frá Miðjarðarhafi til Evfratfljóts.
26 Hij mag tot Mij roepen: Mijn Vader zijt Gij, Mijn God en de Rots van mijn heil;
Hann mun segja við mig: „Þú ert faðir minn, Guð minn, klettur hjálpræðis míns.“
27 En Ik zal hem tot eerstgeborene verheffen, Hoog boven de koningen der aarde.
Ég mun líta á hann sem frumgetinn son minn og gera hann fremstan meðal konunga jarðarinnar.
28 Eeuwig zal Ik hem mijn genade behouden, Onverbreekbaar zal mijn verbond met hem zijn:
Ég mun elska hann að eilífu og vera honum góður. Ég mun halda sáttmála minn við hann að eilífu.
29 Ik zal zijn geslacht laten duren voor eeuwig, Zijn troon als de dagen des hemels!
Hann mun aldrei skorta erfingja og hásæti hans mun standa um eilífð eins og himinninn.
30 En mochten zijn zonen mijn wet verzaken, En niet wandelen naar mijn geboden,
Ef afkomendur hans hafna lögmáli mínu og óhlýðnast mér,
31 Mijn voorschriften schenden, Mijn bevel overtreden:
þá mun ég hegna þeim,
32 Dan zal Ik wel met de roede hun misdaad bestraffen, En met slagen hun schuld,
en aldrei mun ég þó hætta að miskunna þeim,
33 Maar hèm zal Ik mijn gunst niet onthouden, En mijn trouw niet verloochenen.
né bregðast loforði mínu.
34 Mijn verbond zal Ik nimmer verbreken, Nooit veranderen wat Ik eens heb gezegd;
Nei, sáttmála minn mun ég alls ekki rjúfa. Ekkert orða minna tek ég aftur.
35 Bij mijn heiligheid heb Ik het eens en voor altijd gezworen, En nooit breek Ik David mijn woord!
Ég hef heitið Davíð því (og hinn heilagi Guð talar sannleika)
36 Zijn geslacht zal eeuwig bestaan, En zijn troon als de zon voor mijn aanschijn;
að konungsætt hans mun vara um aldir alda, já rétt eins og sólin!
37 Als de maan, die stand houdt voor eeuwig, En trouw in de wolken blijft staan.
Konungdómur hans skal standa að eilífu eins og tunglið, – trúfasta vitnið á himninum!“
38 En nu hebt Gij toch uw Gezalfde versmaad en verstoten, Tegen hem uw gramschap ontstoken;
En, – hvers vegna hefur þú þá útskúfað mér?! Hafnað þeim sem þú valdir til konungs?
39 Het verbond met uw dienaar verbroken, Zijn kroon vertrapt op de grond.
Hefur þú rofið sáttmálann við hann? Þú sem kastaðir kórónu hans í skítinn!
40 Al zijn wallen hebt Gij geslecht, Zijn vestingen in puin gelegd;
Múra hans hefur þú brotið og rifið niður varnarvirkin.
41 Iedereen plundert hem, die er voorbij gaat, En zijn buren spotten met hem.
Allir vegfarendur ræna hann. Hann er til háðungar nágrönnum sínum.
42 Gij hebt de rechterhand van zijn verdrukkers verhoogd, En al zijn vijanden van blijdschap doen juichen,
Þú magnaðir óvini hans gegn honum, og nú kætast þeir!
43 Doen wijken de kling van zijn zwaard, Hem geen stand doen houden in de strijd.
Þú slóst sverð hans til jarðar og neitaðir honum um hjálp í bardaganum.
44 Gij hebt hem van zijn glorie beroofd, Zijn troon ter aarde geworpen;
Þú hefur bundið enda á vegsemd hans og hrint hásæti hans um koll.
45 De dagen verkort van zijn jeugdige kracht, En hem met schande bedekt.
Hann lítur út sem öldungur þótt ungur sé, og það er af þínum völdum. Þú hefur hulið hann skömm.
46 Hoe lang nog, Jahweh, zult Gij U maar altijd verbergen, En zal uw gramschap laaien als vuur?
Ó, Drottinn, hve lengi á þetta ástand að vara? Ætlar þú að fela þig fyrir mér að eilífu? Hve lengi á reiði þín að brenna?
47 Bedenk toch, wat het leven is, Hoe vergankelijk Gij den mens hebt gemaakt.
Mundu hve mannsævin er stutt og að verk okkar flestra eru hégómleg og smá.
48 Waar leeft de man, die de dood niet zal zien, Zijn leven kan redden uit de klauw van het graf? (Sheol h7585)
Enginn maður lifir endalaust. Öll deyjum við að lokum. Og hver getur stigið upp úr gröf sinni? (Sheol h7585)
49 Heer, waar zijn dan uw vroegere gunsten gebleven, Die Gij David bij uw trouw hadt bezworen?
Drottinn, hvar er nú kærleikur þinn til mín? Hvar er gæskan sem þú lofaðir Davíð með eiði?
50 Ach Heer, gedenk toch de smaad van uw dienaar, De hoon der volken, die ik in mijn boezem verkrop,
Veistu það, Drottinn, að öll þjóðin hæðist að mér!
51 Waarmee uw vijanden schimpen, o Jahweh, En uw Gezalfde tergen bij iedere stap!
Óvinir þínir spotta mig, manninn sem þú útvaldir til konungs.
52 Gezegend zij Jahweh in eeuwigheid; Amen, Amen!
En þrátt fyrir allt og allt, sé Drottinn lofaður um eilífð! Amen, amen.

< Psalmen 89 >