< Psalmorum 81 >
1 in finem pro torcularibus Asaph exultate Deo adiutori nostro iubilate Deo Iacob
Guð er okkar styrkur! Syngið lofsöng og fagnið fyrir Guði Ísraels!
2 sumite psalmum et date tympanum psalterium iucundum cum cithara
Syngið lofsöng og berjið bumbur, sláið strengi hörpunnar og látið gígjurnar hljóma!
3 bucinate in neomenia tuba in insigni die sollemnitatis nostrae
Lúðurinn hvelli! Komið til fagnaðar þegar tunglið er fullt og fjölmennið á hátíðir Drottins.
4 quia praeceptum Israhel est et iudicium Dei Iacob
Þetta er regla í Ísrael; boðorð frá Guði Jakobs.
5 testimonium in Ioseph posuit illud cum exiret de terra Aegypti linguam quam non noverat audivit
Við höldum hátíð og minnumst sigurs Drottins á Egyptum þegar við vorum þrælar þar í landi. Ég heyrði ókunna rödd sem sagði:
6 devertit ab oneribus dorsum eius manus eius in cofino servierunt
„Ég vil varpa af þér byrðinni, losa af þér ánauðarfjötrana.“
7 in tribulatione invocasti me et liberavi te exaudivi te in abscondito tempestatis probavi te apud aquam Contradictionis diapsalma
Og hann hélt áfram: „Þú hrópaðir í neyðinni og ég frelsaði þig. Ég svaraði þér úr þrumuskýi. Ég reyndi trú þína hjá Meríba, þar sem þorstinn var sár.
8 audi populus meus et contestabor te Israhel si audias me
Hlustaðu nú á mig, þjóð mín, þegar ég áminni þig. Ísrael, ó, að þú vildir hlýða mér.
9 non erit in te deus recens nec adorabis deum alienum
Engum öðrum guðum mátt þú þjóna og ekki tilbiðja neina útlenda guði.
10 ego enim sum Dominus Deus tuus qui eduxi te de terra Aegypti dilata os tuum et implebo illud
Því að það var ég, Drottinn, Drottinn Guð þinn sem leiddi þig út úr Egyptalandi. Prófa þú mig einu sinni enn. Opnaðu munninn og sjáðu hvort ég muni ekki fylla hann. Þú munt vissulega fá hjá mér hverja þá blessun sem þú þarft!
11 et non audivit populus meus vocem meam et Israhel non intendit mihi
Nei, annars – þjóð mín vill ekki hlusta á mig. Ísrael kærir sig ekki um mig.
12 et dimisi illos secundum desideria cordis eorum ibunt in adinventionibus suis
Þess vegna leyfi ég þeim að ráfa í blindni á vegum þrjósku sinnar og lifa eftir sínum eigin girndum.
13 si populus meus audisset me Israhel si in viis meis ambulasset
Aðeins ef þjóð mín vildi hlusta á mig! Ó, að Ísrael kysi nú að fylgja mér, ganga á mínum vegum!
14 pro nihilo forsitan inimicos eorum humiliassem et super tribulantes eos misissem manum meam
Þá mundi ég skjótlega brjóta óvini þeirra á bak aftur – reiða hnefann gegn kúgurum þeirra.
15 inimici Domini mentiti sunt ei et erit tempus eorum in saeculo
Þá mundu hatursmenn Drottins skríða fyrir honum og ógæfa þeirra vara við.
16 et cibavit illos ex adipe frumenti et de petra melle saturavit illos
En ykkur mundi hann ala vel! Já, gefa ykkur hunang úr klettaskoru!“