< Psalmorum 107 >

1 alleluia confitemini Domino quoniam bonus quoniam in saeculum misericordia eius
Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.
2 dicant qui redempti sunt a Domino quos redemit de manu inimici de regionibus congregavit eos
Hafi Drottinn frelsað þig, þá segðu frá því! Segðu öðrum frá því að hann hafi frelsað þig frá óvinum þínum.
3 a solis ortu et occasu et ab aquilone et mari
Hann leiddi hina útlægu heim frá ystu endimörkum jarðarinnar.
4 erraverunt in solitudine in inaquoso viam civitatis habitaculi non invenerunt
Þeir ráfuðu heimilislausir um eyðimörkina,
5 esurientes et sitientes anima eorum in ipsis defecit
hungraðir og þyrstir og að niðurlotum komnir.
6 et clamaverunt ad Dominum cum tribularentur et de necessitatibus eorum eripuit eos
„Drottinn, hjálpaðu okkur!“hrópuðu þeir, og hann svaraði bæn þeirra!
7 et deduxit eos in viam rectam ut irent in civitatem habitationis
Hann leiddi þá í öruggt skjól, til byggilegrar borgar.
8 confiteantur Domino misericordiae eius et mirabilia eius filiis hominum
Ó, að þetta fólk vildi nú lofa Drottin fyrir miskunn hans og öll hans dásamlegu verk,
9 quia satiavit animam inanem et animam esurientem satiavit bonis
því að hann svalar þyrstri sál og mettar hungraðan gæðum.
10 sedentes in tenebris et umbra mortis vinctos in mendicitate et ferro
Hverjir eru þessir sem sitja í myrkri og skugga dauðans, þjáðir af eymd og volæði?
11 quia exacerbaverunt eloquia Dei et consilium Altissimi inritaverunt
Þeir gerðu uppreisn gegn Drottni, fyrirlitu hann, hinn hæsta Guð.
12 et humiliatum est in laboribus cor eorum infirmati sunt nec fuit qui adiuvaret
Þess vegna beygði hann þá með mæðu. Þeir hrösuðu og enginn gat hjálpað þeim á fætur.
13 et clamaverunt ad Dominum cum tribularentur et de necessitatibus eorum liberavit eos
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim!
14 et eduxit eos de tenebris et umbra mortis et vincula eorum disrupit
Hann leiddi þá út úr myrkri og skugga dauðans og braut fjötra þeirra.
15 confiteantur Domino misericordiae eius et mirabilia eius filiis hominum
Þeir skulu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans miskunnarverk!
16 quia contrivit portas aereas et vectes ferreos confregit
Því að hann mölvaði hlið dýflissunnar og braut sundur rimlana.
17 suscepit eos de via iniquitatis eorum propter iniustitias enim suas humiliati sunt
Sumir kölluðu yfir sig ógæfu með heimsku sinni.
18 omnem escam abominata est anima eorum et adpropinquaverunt usque ad portas mortis
Loks bauð þeim við öllum mat. Þeir sáu ekkert framundan nema dauðann.
19 et clamaverunt ad Dominum cum tribularentur et de necessitatibus eorum liberavit eos
Þá kölluðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr angist þeirra, kom þeim á réttan veg.
20 misit verbum suum et sanavit eos et eripuit eos de interitionibus eorum
Hann sendi út orð sitt og læknaði þá, hreif þá frá dyrum dauðans.
21 confiteantur Domino misericordiae eius et mirabilia eius filiis hominum
Ó, að menn þessir vildu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans dásemdarverk!
22 et sacrificent sacrificium laudis et adnuntient opera eius in exultatione
Þeir þakki honum heilshugar og kunngjöri verk hans með gleði.
23 qui descendunt mare in navibus facientes operationem in aquis multis
Og svo eru þeir sem sigla um höfin, kaupmenn sem flytja vörur milli landa.
24 ipsi viderunt opera Domini et mirabilia eius in profundo
Einnig þeir fá að reyna máttarverk Drottins.
25 dixit et stetit spiritus procellae et exaltati sunt fluctus eius
Hann kallar á storminn og lætur öldurnar rísa.
26 ascendunt usque ad caelos et descendunt usque ad abyssos anima eorum in malis tabescebat
Skipin sveiflast til himins og hverfa í öldudali – öllum um borð fellst hugur í neyðinni.
27 turbati sunt et moti sunt sicut ebrius et omnis sapientia eorum devorata est
Þeir ramba og skjögra eins og drukknir menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
28 et clamaverunt ad Dominum cum tribularentur et de necessitatibus eorum eduxit eos
Þá hrópa þeir til Drottins í neyð sinni og hann frelsar þá.
29 et statuit procellam eius in auram et siluerunt fluctus eius
Hann kyrrir bæði sjó og vind.
30 et laetati sunt quia siluerunt et deduxit eos in portum voluntatis eorum
Hvílík blessun að ná höfn og njóta lognsins!
31 confiteantur Domino misericordiae eius et mirabilia eius filiis hominum
Ó, að þessir menn vildu þakka Drottni miskunn hans og öll hans dásemdarverk.
32 exaltent eum in ecclesia plebis et in cathedra seniorum laudent eum
Þeir lofi hann upphátt í söfnuðinum og í áheyrn leiðtoga Ísraels.
33 posuit flumina in desertum et exitus aquarum in sitim
Hann þurrkar upp fljótin
34 terram fructiferam in salsuginem a malitia inhabitantium in ea
og gerir land óguðlegra að skorpinni saltsléttu.
35 posuit desertum in stagna aquarum et terram sine aqua in exitus aquarum
En hann kann líka að breyta auðninni í frjósama og vatnsríka vin.
36 et conlocavit illic esurientes et constituerunt civitatem habitationis
Þangað leiðir hann hungraða sem setjast þar að og byggja sér borgir,
37 et seminaverunt agros et plantaverunt vineas et fecerunt fructum nativitatis
sá í akra, gróðursetja víngarða og afla afurða.
38 et benedixit eis et multiplicati sunt nimis et iumenta eorum non minoravit
Þannig blessar hann! Og þeir margfaldast stórum og fénaði þeirra fjölgar.
39 et pauci facti sunt et vexati sunt a tribulatione malorum et dolore
Sumir missa allt í ofsókn, þjáningu og sorg,
40 effusa est contemptio super principes et errare fecit eos in invio et non in via
því að Guð sendir hrokafullum skömm og lætur tignarmenn ráfa um í rústum,
41 et adiuvit pauperem de inopia et posuit sicut oves familias
en hann bjargar fátæklingum sem honum treysta, gefur þeim fjölda afkomenda og mikla hagsæld.
42 videbunt recti et laetabuntur et omnis iniquitas oppilabit os suum
Þetta sjá hinir guðhræddu og þeir gleðjast, meðan óguðlegir þegja í skömm.
43 quis sapiens et custodiet haec et intellegent misericordias Domini
Þú sem ert vitur, hugleiddu þetta! Hugsaðu um miskunn og kærleika Drottins.

< Psalmorum 107 >