< Lucam 10 >

1 post haec autem designavit Dominus et alios septuaginta duos et misit illos binos ante faciem suam in omnem civitatem et locum quo erat ipse venturus
Drottinn valdi nú aðra sjötíu lærisveina og sendi þá tvo og tvo saman til þorpanna, sem hann ætlaði síðar að heimsækja.
2 et dicebat illis messis quidem multa operarii autem pauci rogate ergo Dominum messis ut mittat operarios in messem
Hann sagði: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, biðjið því uppskerustjórann að senda fleiri verkamenn til uppskeru sinnar.
3 ite ecce ego mitto vos sicut agnos inter lupos
Farið nú og munið að ég sendi ykkur eins og lömb í úlfahóp.
4 nolite portare sacculum neque peram neque calciamenta et neminem per viam salutaveritis
Takið hvorki peninga með ykkur né nesti og heldur ekki skó til skiptanna, og munið svo að slóra ekki á leiðinni.
5 in quamcumque domum intraveritis primum dicite pax huic domui
Blessið hvert það heimili sem þið komið á.
6 et si ibi fuerit filius pacis requiescet super illam pax vestra sin autem ad vos revertetur
Sé það blessunarvert, mun blessunin koma yfir það, annars mun hún snúa aftur til ykkar.
7 in eadem autem domo manete edentes et bibentes quae apud illos sunt dignus enim est operarius mercede sua nolite transire de domo in domum
Þegar þið komið inn í þorp, gistið þá ekki á mörgum heimilum, dveljið heldur á sama stað. Borðið og drekkið það sem fyrir ykkur er sett. Verið ófeimnir við að njóta góðgerðanna, því að verður er verkamaður launa sinna.
8 et in quamcumque civitatem intraveritis et susceperint vos manducate quae adponuntur vobis
Taki þorpsbúar ykkur vel, farið þá eftir þessum tveimur reglum: Borðið það sem fyrir ykkur er sett og læknið þá sem sjúkir eru og segið um leið: „Nú standið þið nálægt guðsríkinu.“
9 et curate infirmos qui in illa sunt et dicite illis adpropinquavit in vos regnum Dei
10 in quamcumque civitatem intraveritis et non receperint vos exeuntes in plateas eius dicite
Ef þið komið í þorp sem ekki vill taka við ykkur, farið þá út á göturnar og segið:
11 etiam pulverem qui adhesit nobis de civitate vestra extergimus in vos tamen hoc scitote quia adpropinquavit regnum Dei
„Við þurrkum rykið, úr þorpi ykkar, af fótum okkar sem tákn um dóminn, sem yfir ykkur vofir. En vitið samt að guðsríki er í nánd.“
12 dico vobis quia Sodomis in die illa remissius erit quam illi civitati
Jafnvel Sódóma, borg spillingarinnar, mun fá skárri útreið á dómsdegi en það þorp!
13 vae tibi Corazain vae tibi Bethsaida quia si in Tyro et Sidone factae fuissent virtutes quae in vobis factae sunt olim in cilicio et cinere sedentes paeniterent
Þið Kórasín og Betsaída, miklar eru þrengingarnar sem ykkar bíða! Ef kraftaverkin, sem ég gerði í ykkur, hefðu gerst í Týrus og Sídon, þá hefðu íbúar þeirra borga gert iðrun fyrir löngu. Þeir hefðu klæðst tötrum og ausið sig ösku sem tákn um iðrun sína.
14 verumtamen Tyro et Sidoni remissius erit in iudicio quam vobis
Týrus og Sídon munu hljóta vægari hegningu á dómsdegi en þið.
15 et tu Capharnaum usque in caelum exaltata usque ad infernum demergeris (Hadēs g86)
Og hvað um ykkur, íbúar Kapernaum? Verðið þið hafnir til himins? Nei, ykkur verður varpað niður til heljar.“ (Hadēs g86)
16 qui vos audit me audit et qui vos spernit me spernit qui autem me spernit spernit eum qui me misit
Síðan sagði Jesús við lærisveina sína: „Þeir sem taka á móti ykkur, taka á móti mér, en þeir sem hafna ykkur, hafna mér. Þeir sem hafna mér, hafna Guði sjálfum sem sendi mig.“
17 reversi sunt autem septuaginta duo cum gaudio dicentes Domine etiam daemonia subiciuntur nobis in nomine tuo
Lærisveinarnir sjötíu komu aftur og sögðu sigri hrósandi: „Jafnvel illu andarnir hlýða okkur, þegar við notum nafn þitt.“
18 et ait illis videbam Satanan sicut fulgur de caelo cadentem
„Já, “sagði hann, „ég sá Satan falla af himni eins og eldingu!
19 ecce dedi vobis potestatem calcandi supra serpentes et scorpiones et supra omnem virtutem inimici et nihil vobis nocebit
Ég hef gefið ykkur vald yfir öllu óvinarins veldi. Þið getið stigið ofan á höggorma og sporðdreka og marið þá undir fótum ykkar – ekkert mun geta gert ykkur mein.
20 verumtamen in hoc nolite gaudere quia spiritus vobis subiciuntur gaudete autem quod nomina vestra scripta sunt in caelis
En gleðjist samt ekki yfir því að andarnir hlýða ykkur, heldur því að nöfn ykkar eru innrituð á himnum.“
21 in ipsa hora exultavit Spiritu Sancto et dixit confiteor tibi Pater Domine caeli et terrae quod abscondisti haec a sapientibus et prudentibus et revelasti ea parvulis etiam Pater quia sic placuit ante te
Um leið varð hann glaður í heilögum anda og sagði: „Ég lofa þig faðir, herra himins og jarðar. Að það sem hulið var fyrir spekingum og vitringum veraldar, hefur þú birt þeim sem treysta þér og trúa eins og lítil börn. Já, faðir, þannig vildir þú hafa það.
22 omnia mihi tradita sunt a Patre meo et nemo scit qui sit Filius nisi Pater et qui sit Pater nisi Filius et cui voluerit Filius revelare
Faðir minn hefur lagt allt í mínar hendur. Soninn þekkir enginn nema faðirinn og föðurinn þekkir enginn nema sonurinn, og þeir sem sonurinn vill að sjái hann.“
23 et conversus ad discipulos suos dixit beati oculi qui vident quae videtis
Síðan sneri hann sér að lærisveinunum og sagði lágt: „Þið eigið gott að hafa fengið að sjá það sem þið sjáið.
24 dico enim vobis quod multi prophetae et reges voluerunt videre quae vos videtis et non viderunt et audire quae auditis et non audierunt
Margir spámenn og konungar fyrri alda þráðu að sjá og heyra það sem þið hafið séð og heyrt.“
25 et ecce quidam legis peritus surrexit temptans illum et dicens magister quid faciendo vitam aeternam possidebo (aiōnios g166)
Dag nokkurn kom fræðimaður í lögum Móse til Jesú og vildi prófa rétttrúnað hans. „Meistari, “sagði hann, „hvað þarf maður að gera til að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
26 at ille dixit ad eum in lege quid scriptum est quomodo legis
„Hvað segja lög Móse um það?“svaraði Jesús.
27 ille respondens dixit diliges Dominum Deum tuum ex toto corde tuo et ex tota anima tua et ex omnibus viribus tuis et ex omni mente tua et proximum tuum sicut te ipsum
„Þar stendur: Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og af öllum huga þínum, og meðbróður þinn eins og sjálfan þig, “sagði fræðimaðurinn.
28 dixitque illi recte respondisti hoc fac et vives
„Rétt, “svaraði Jesús, „gerðu þetta og þá muntu lifa.“
29 ille autem volens iustificare se ipsum dixit ad Iesum et quis est meus proximus
En maðurinn vildi afsaka sig og spurði því: „Hver er þá meðbróðir minn?“
30 suscipiens autem Iesus dixit homo quidam descendebat ab Hierusalem in Hiericho et incidit in latrones qui etiam despoliaverunt eum et plagis inpositis abierunt semivivo relicto
Jesús svaraði með þessari sögu: „Maður var á leið frá Jerúsalem til Jeríkó og lenti í höndum ræningja. Þeir rændu fötum hans og peningum, og börðu hann. Síðan skildu þeir hann eftir hálfdauðan við vegarbrúnina.
31 accidit autem ut sacerdos quidam descenderet eadem via et viso illo praeterivit
Af tilviljun fór prestur þarna um. Þegar hann sá manninn, leit hann undan og hélt áfram.
32 similiter et Levita cum esset secus locum et videret eum pertransiit
Skömmu síðar kom musterisþjónn þar að og er hann sá hinn slasaða, flýtti hann sér fram hjá.
33 Samaritanus autem quidam iter faciens venit secus eum et videns eum misericordia motus est
Síðan kom þar að lítilsmetinn útlendingur – Samverji. Hann sá manninn og kenndi í brjósti um hann.
34 et adpropians alligavit vulnera eius infundens oleum et vinum et inponens illum in iumentum suum duxit in stabulum et curam eius egit
Hann gekk til hans, hreinsaði sárin og batt um þau. Að því loknu setti hann særða manninn upp á asnann sinn og studdi hann að næsta gistihúsi, þar sem hann veitti honum aðhlynningu um nóttina.
35 et altera die protulit duos denarios et dedit stabulario et ait curam illius habe et quodcumque supererogaveris ego cum rediero reddam tibi
Morguninn eftir rétti hann gestgjafanum ríflega upphæð og bað hann að annast manninn. „Ef reikningurinn verður hærri, “sagði hann, „þá borga ég mismuninn næst þegar ég kem.“
36 quis horum trium videtur tibi proximus fuisse illi qui incidit in latrones
Hver finnst þér nú hafa verið sannur meðbróðir mannsins sem lenti í höndum ræningjanna?“
37 at ille dixit qui fecit misericordiam in illum et ait illi Iesus vade et tu fac similiter
„Sá sem hjálpaði honum, “svaraði maðurinn. „Já, “sagði Jesús, „farðu og gerðu slíkt hið sama.“
38 factum est autem dum irent et ipse intravit in quoddam castellum et mulier quaedam Martha nomine excepit illum in domum suam
Á leið sinni til Jerúsalem, komu Jesús og lærisveinar hans við hjá konu sem Marta hét. Tók hún vel á móti þeim.
39 et huic erat soror nomine Maria quae etiam sedens secus pedes Domini audiebat verbum illius
María systir hennar sat á gólfinu og hlustaði á Jesú,
40 Martha autem satagebat circa frequens ministerium quae stetit et ait Domine non est tibi curae quod soror mea reliquit me solam ministrare dic ergo illi ut me adiuvet
en Marta var önnum kafin við matreiðslu. Hún gekk þá til Jesú og sagði: „Herra, finnst þér ekki ranglátt af systur minni að sitja hér, en láta mig eina um alla vinnuna? Segðu henni að koma og hjálpa mér.“
41 et respondens dixit illi Dominus Martha Martha sollicita es et turbaris erga plurima
„Marta mín, “sagði Drottinn við hana, „Þú ert önnum kafin og áhyggjufull!
42 porro unum est necessarium Maria optimam partem elegit quae non auferetur ab ea
Eitt er nauðsynlegt og það hefur María komið auga á, ég mun ekki taka það frá henni.“

< Lucam 10 >