< Actuum Apostolorum 25 >

1 Festus ergo cum venisset in provinciam post triduum ascendit Hierosolymam a Caesarea
Þrem dögum eftir að Festus kom til Sesareu, til að taka við embætti, fór hann til Jerúsalem.
2 adieruntque eum principes sacerdotum et primi Iudaeorum adversus Paulum et rogabant eum
Þar náðu æðstu prestarnir og leiðtogar Gyðinga tali af honum og sögðu frá afskiptum sínum af Páli.
3 postulantes gratiam adversum eum ut iuberet perduci eum Hierusalem insidias tendentes ut eum interficerent in via
Þeir báðu hann að koma strax með Pál til Jerúsalem. (Ætlun þeirra var að gera honum fyrirsát á leiðinni og drepa hann.)
4 Festus autem respondit servari Paulum in Caesarea se autem maturius profecturum
Festus svaraði að þar sem Páll væri í Sesareu og hann sjálfur á leið þangað,
5 qui ergo in vobis ait potentes sunt descendentes simul si quod est in viro crimen accusent eum
væri best að þeir, sem afskipti hefðu af málinu, yrðu honum samferða til réttarhaldanna.
6 demoratus autem inter eos dies non amplius quam octo aut decem descendit Caesaream et altera die sedit pro tribunali et iussit Paulum adduci
Átta til tíu dögum síðar kom Festus til Sesareu og hófust réttarhöldin yfir Páli strax næsta dag.
7 qui cum perductus esset circumsteterunt eum qui ab Hierosolyma descenderant Iudaei multas et graves causas obicientes quas non poterant probare
Þegar Páll var leiddur inn í réttarsalinn, hópuðust Gyðingarnir frá Jerúsalem umhverfis hann og báru á hann margar alvarlegar sakir, sem þeir gátu þó ekki sannað.
8 Paulo autem rationem reddente quoniam neque in legem Iudaeorum neque in templum neque in Caesarem quicquam peccavi
Páll vísaði öllum þessum ásökunum á bug og sagði: „Ég er saklaus af öllu þessu. Hvorki hef ég brotið lög Gyðinga né vanhelgað musterið og því síður gert uppreisn gegn rómverskum yfirvöldum.“
9 Festus autem volens Iudaeis gratiam praestare respondens Paulo dixit vis Hierosolymam ascendere et ibi de his iudicari apud me
Festus, sem vildi þóknast Gyðingunum, spurði Pál: „Viltu fara til Jerúsalem og leyfa mér að taka upp málið þar?“
10 dixit autem Paulus ad tribunal Caesaris sto ubi me oportet iudicari Iudaeis non nocui sicut tu melius nosti
„Nei, “svaraði Páll. „Ég stend á rétti mínum og fer fram á að mál mitt verði rekið fyrir dómstóli keisarans. Þú veist vel að ég er saklaus. Hafi ég gert eitthvað, sem verðskuldar dauða, þá er ég reiðubúinn að deyja. En sé ég saklaus, þá hefur hvorki þú né nokkur annar rétt til að afhenda mig þessum mönnum, til þess að þeir geti drepið mig. Hér með áfrýja ég máli mínu til keisarans!“
11 si enim nocui aut dignum morte aliquid feci non recuso mori si vero nihil est eorum quae hii accusant me nemo potest me illis donare Caesarem appello
12 tunc Festus cum consilio locutus respondit Caesarem appellasti ad Caesarem ibis
Festus ræddi málið við ráðgjafa sína og svaraði síðan: „Allt í lagi. Þú hefur skotið máli þínu til keisarans og til keisarans skaltu fara!“
13 et cum dies aliquot transacti essent Agrippa rex et Bernice descenderunt Caesaream ad salutandum Festum
Skömmu síðar kom Agrippa konungur ásamt Berníke í nokkurra daga heimsókn til Festusar.
14 et cum dies plures ibi demorarentur Festus regi indicavit de Paulo dicens vir quidam est derelictus a Felice vinctus
Meðan þau dvöldust þar, ræddi Festus mál Páls við konunginn og sagði: „Hér hjá okkur er fangi sem á óútkljáð mál frá því Felix var hér.
15 de quo cum essem Hierosolymis adierunt me principes sacerdotum et seniores Iudaeorum postulantes adversus illum damnationem
Þegar ég var í Jerúsalem sögðu æðstu prestarnir, og aðrir leiðtogar Gyðinga, mér álit sitt á málinu og heimtuðu að ég léti drepa hann.
16 ad quos respondi quia non est consuetudo Romanis donare aliquem hominem priusquam is qui accusatur praesentes habeat accusatores locumque defendendi accipiat ad abluenda crimina
Að sjálfsögðu benti ég þeim strax á að samkvæmt rómverskum lögum væru menn ekki dæmdir til dauða fyrr en búið væri að rannsaka mál þeirra og þeir fengið að flytja vörn.
17 cum ergo huc convenissent sine ulla dilatione sequenti die sedens pro tribunali iussi adduci virum
Daginn eftir að þeir komu hingað tók ég málið fyrir og lét leiða Pál inn.
18 de quo cum stetissent accusatores nullam causam deferebant de quibus ego suspicabar malum
Sakirnar, sem bornar voru á hann, reyndust vera allt aðrar en þær sem ég hafði búist við.
19 quaestiones vero quasdam de sua superstitione habebant adversus eum et de quodam Iesu defuncto quem adfirmabat Paulus vivere
Þær snerust allar um trúarbrögð þeirra og einhvern Jesú, sem var dáinn, en Páll hélt fram að væri lifandi.
20 haesitans autem ego de huiusmodi quaestione dicebam si vellet ire Hierosolymam et ibi iudicari de istis
Ég var í stökustu vandræðum með hvernig ég ætti að dæma í málinu, svo ég spurði Pál hvort hann vildi ekki að málið yrði tekið fyrir í Jerúsalem,
21 Paulo autem appellante ut servaretur ad Augusti cognitionem iussi servari eum donec mittam eum ad Caesarem
en þá áfrýjaði hann til keisarans. Ég skipaði því svo fyrir að hann yrði að vera í fangelsinu þangað til ég gæti komið honum til keisarans.“
22 Agrippa autem ad Festum volebam et ipse hominem audire cras inquit audies eum
„Ég hefði gaman af að heyra í þessum manni, “sagði Agrippa. „Það skaltu fá, “svaraði Festus, „jafnvel strax á morgun.“
23 altera autem die cum venisset Agrippa et Bernice cum multa ambitione et introissent in auditorium cum tribunis et viris principalibus civitatis et iubente Festo adductus est Paulus
Daginn eftir kom konungurinn ásamt Berníke til réttarins með mikilli viðhöfn. Í fylgd með honum voru foringjar úr hernum og æðstu embættismenn borgarinnar. Þá gaf Festus skipun um að Páll skyldi leiddur í salinn.
24 et dixit Festus Agrippa rex et omnes qui simul adestis nobiscum viri videtis hunc de quo omnis multitudo Iudaeorum interpellavit me Hierosolymis petens et hic clamantes non oportere eum vivere amplius
Þegar allir voru komnir, tók Festus til máls og sagði: „Agrippa konungur og aðrir viðstaddir, þetta er maðurinn sem Gyðingar hér og í Jerúsalem heimta að verði tekinn af lífi.
25 ego vero conperi nihil dignum eum morte admisisse ipso autem hoc appellante Augustum iudicavi mittere
Ég lít svo á að hann hafi ekkert gert sem réttlæti dauðadóm. Nú hefur hann hins vegar skotið máli sínu til keisarans og á ég því engan annan kost en að senda hann þangað.
26 de quo quid certum scribam domino non habeo propter quod produxi eum ad vos et maxime ad te rex Agrippa ut interrogatione facta habeam quid scribam
Vandinn er hins vegar sá að ég veit ekki hvað ég á að skrifa keisaranum, því að engin kæra liggur frammi gegn manninum! Þess vegna hef ég leitt hann fyrir ykkur, og þó einkanlega þig, Agrippa konungur. Ég vil fá botn í málið, svo ég viti hvað ég á að skrifa.
27 sine ratione enim mihi videtur mittere vinctum et causas eius non significare
Það væri lítið vit í að senda fanga til keisarans án ákæru!“

< Actuum Apostolorum 25 >