< Corinthios I 14 >

1 Sectamini charitatem, æmulamini spiritualia: magis autem ut prophetetis.
Keppið eftir kærleikanum og sækist eftir gjöfum og hæfileikum heilags anda, sér í lagi spádómsgjöfinni, en hún gerir okkur kleift að flytja öðrum boðskap og skilaboð frá Guði.
2 Qui enim loquitur lingua, non hominibus loquitur, sed Deo: nemo enim audit. Spiritu autem loquitur mysteria.
Hafir þú hlotið þá náðargjöf að tala tungum – tala orð sem heilagur andi leggur þér í munn – þá talar þú við Guð en ekki menn, því þeir munu ekkert skilja. Þú talar í krafti andans, en það er öðrum óskiljanlegt og leyndardómsfullt.
3 Nam qui prophetat, hominibus loquitur ad ædificationem, et exhortationem, et consolationem.
En sá sem spáir – það er flytur boðskap frá Drottni – hjálpar öðrum að vaxa í trúnni á Guð, hann uppörvar þá og huggar.
4 Qui loquitur lingua, semetipsum ædificat: qui autem prophetat, Ecclesiam Dei ædificat.
Sá sem talar tungum, hjálpar sjálfum sér til andlegs þroska, en sá sem flytur orð Guðs, spáir, hjálpar öllum söfnuðinum til að vaxa að helgun og gleði trúarinnar.
5 Volo autem omnes vos loqui linguis: magis autem prophetare. Nam maior est qui prophetat, quam qui loquitur linguis: nisi forte interpretetur ut Ecclesia ædificationem accipiat.
Ég vildi óska að þið gætuð öll talað tungum, þó vildi ég enn frekar að þið gætuð spáð, því að það er meiri og gagnlegri hæfileiki en að tala tungum – nema ef þið getið túlkað það fyrir öðrum, til að söfnuðurinn hafi gagn og fræðslu af.
6 Nunc autem, fratres, si venero ad vos linguis loquens: quid vobis prodero, nisi vobis loquar aut in revelatione, aut in scientia, aut in prophetia, aut in doctrina?
Kæru vinir, ef ég kæmi til ykkar og talaði tungumál sem þið skilduð ekki – hvaða gagn væri ykkur að því? Það sem kemur ykkur að raunverulegu gagni er að ég greini ykkur skilmerkilega frá því sem Guð hefur opinberað mér. Segi ykkur frá því sem ég þekki og líka því sem á eftir að gerast, hlutum sem verða ykkur til leiðbeiningar í trúnni.
7 Tamen quæ sine anima sunt vocem dantia, sive tibia, sive cithara: nisi distinctionem sonituum dederint, quomodo scietur id, quod canitur, aut quod citharizatur?
Ég ætla að taka dæmi: Ef dauðir hlutir eins og flauta eða harpa gefa frá sér óskýran eða falskan tón, hver þekkir þá lagið sem leikið er?
8 Etenim si incertam vocem det tuba, quis parabit se ad bellum?
Sama er að segja um herlúðurinn. Sé blásið rangt í hann, þá vita hermennirnir ekki hvort verið sé að kalla þá til orustu.
9 Ita et vos per linguam nisi manifestum sermonem dederitis: quomodo scietur id, quod dicitur? Eritis enim in aera loquentes.
Eins er ef þú talar við mann á máli sem hann skilur ekki, hann veit ekki hvað þú ert að segja. Þú gætir þá alveg eins talað út í bláinn!
10 Tam multa, ut puta genera linguarum sunt in hoc mundo: et nihil sine voce est.
Öll tungumál sem menn tala í heiminum eru gagnleg þeim sem þau skilja,
11 Si ergo nesciero virtutem vocis, ero ei, cui loquor, barbarus: et qui loquitur, mihi barbarus:
en þeim sem ekki skilur, eru þau algjörlega marklaus. Sá sem talaði við mig á slíku máli, væri jafn ókunnugur eftir sem áður.
12 Sic et vos, quoniam æmulatores estis spirituum, ad ædificationem Ecclesiæ quærite ut abundetis.
Fyrst þið sækist eftir gjöfum heilags anda, biðjið hann þá um þá mikilvægustu – þá sem getur orðið kirkjunni í heild að sem mestu gagni.
13 Et ideo qui loquitur lingua: oret ut interpretetur.
Sá sem hefur hæfileika til að tala tungum, ætti líka að biðja um hæfileika til að túlka það sem hann hefur sagt, til þess að hann geti útskýrt það fyrir fólki, vel og greinilega.
14 Nam si orem lingua, spiritus meus orat, mens autem mea sine fructu est.
Ef ég bið í tungum, þá biður andi minn, en sjálfur skil ég ekki hvað ég segi.
15 Quid ergo est? Orabo spiritu, orabo et mente: psallam spiritu, psallam et mente.
Hvað á ég þá að gera? Hvort tveggja. Ég vil biðja í tungum og líka á venjulegu máli, sem allir skilja. Ég vil syngja í tungum, en líka á venjulegu máli, svo ég geti skilið lofgjörð þá sem ég flyt.
16 Ceterum si benedixeris spiritu: qui supplet locum idiotæ, quomodo dicet, Amen, super tuam benedictionem? Quoniam quid dicas, nescit.
Því ef þú aðeins lofar og þakkar Guði í andanum og talar tungum, hvernig geta þá þeir, sem ekki skilja þig, tekið þátt í lofgjörðinni? Hvernig geta þeir tekið undir þakkargjörð þína ef þeir vita ekki hvað þú ert að segja?
17 Nam tu quidem bene gratias agis: sed alter non ædificatur.
Þú myndir vissulega þakka afar fallega, en þeir sem heyra njóta þess ekki.
18 Gratias ago Deo meo, quod omnium vestrum lingua loquor.
Ég er þakklátur Guði fyrir að í einrúmi tala ég tungum meira en þið öll.
19 Sed in Ecclesia volo quinque verba sensu meo loqui, ut et alios instruam: quam decem millia verborum in lingua.
Í guðsþjónustu vil ég þó frekar segja fimm orð sem allir skilja og verða til gagns, en tíu þúsund á óskiljanlegu máli.
20 Fratres, nolite pueri effici sensibus, sed malitia parvuli estote: sensibus autem perfecti estote.
Kæru vinir, verið ekki barnaleg í skilningi ykkar á þessum hlutum. Verið sem saklaus börn þegar ráðið er illráðum, en fullþroska að dómgreind í þessum málum.
21 In lege scriptum est: Quoniam in aliis linguis et labiis aliis loquar populo huic: et nec sic exaudient me, dicit Dominus.
Í Biblíunni er sagt að Guð muni senda þjóð sinni útlenda menn, sem tala óskiljanleg mál, en samt muni þjóð hans ekki hlusta.
22 Itaque linguæ in signum sunt non fidelibus, sed infidelibus: prophetiæ autem non infidelibus, sed fidelibus.
Af þessu sjáið þið að tungutalið er tákn þeim sem ekki trúa – þeir skilja ekki það sem Guðs er. Spádómsgáfan er hins vegar það sem kristnir menn þurfa sérstaklega á að halda. Hún er þeirra tákn. Hún opinberar þeim vilja Guðs.
23 Si ergo conveniat universa Ecclesia in unum, et omnes linguis loquantur, intrent autem idiotæ, aut infideles: nonne dicent quod insanitis?
Segjum að einhver, sem ekki trúir eða þekkir þessa hæfileika sem Guðs andi gefur, kæmi til guðsþjónustu og heyrði ykkur öll tala tungum, þá myndi hann líklega halda að þið væruð gengin af vitinu!
24 Si autem omnes prophetent, intret autem quis infidelis, vel idiota, convincitur ab omnibus, diiudicatur ab omnibus:
En ef allir flyttu opinberun frá Guði – spádómsorð og einhver sem ekki trúir eða fáfróður kæmi þangað inn, þá mundi boðskapurinn sannfæra hann um synd hans og vekja samvisku hans.
25 occulta cordis eius manifesta fiunt: et ita cadens in faciem adorabit Deum, pronuncians quod vere Deus in vobis sit.
Hann mundi finna augu Guðs rannsaka hjarta sitt, falla á kné og vegsama Guð og segja, að Guð væri sannarlega á meðal ykkar.
26 Quid ergo est, fratres? Cum convenitis, unusquisque vestrum psalmum habet, doctrinam habet, apocalypsim habet, linguam habet, interpretationem habet: omnia ad ædificationem fiant.
Jæja, vinir mínir, við skulum þá draga saman þetta sem ég hef verið að segja. Þegar þið komið saman þá mun einhver syngja, annar kenna, einhver segja frá hlutum sem Guð hefur opinberað honum, annar mun tala tungum og einn annar túlka tungutalið. Munið að allt sem þið gerið verður að vera til uppbyggingar í trúnni.
27 Sive lingua quis loquitur, secundum duos, aut ut multum tres, et per partes, et unus interpretatur.
Ekki ættu fleiri en tveir eða þrír að tala tungum, og þá aðeins einn í einu, og einhver verður að vera þar til að túlka.
28 Si autem non fuerit interpres, taceat in ecclesia, sibi autem loquatur, et Deo.
Sé enginn viðstaddur sem getur túlkað tungutalið, mega þeir sem tala tungum ekki gera það upphátt, heldur skulu þeir þá aðeins tala lágt við sjálfa sig og Guð.
29 Prophetæ autem duo, aut tres dicant, et ceteri diiudicent.
Tveir eða þrír mega spá á samkomunni, og þá einn í einu en allir aðrir hlusti. Sé einn að spá og einhver annar fær boðskap á meðan, eða sérstaka innsýn í eitthvað frá Guði, þá má hann ekki grípa fram í, heldur skal hann leyfa þeim sem er að tala að ljúka máli sínu.
30 Quod si alii revelatum fuerit sedenti, prior taceat.
31 Potestis enim omnes per singulos prophetare: ut omnes discant, et omnes exhortentur:
Þannig geta allir, sem hafa fengið spádóm, talað og þá hver á eftir öðrum og allir munu læra af og hljóta uppörvun og hjálp.
32 et spiritus prophetarum prophetis subiecti sunt.
Munið að sá sem fær boðskap frá Guði, hefur líka mátt til að halda aftur af sér uns röðin er komin að honum.
33 Non enim est dissensionis Deus, sed pacis: sicut et in omnibus Ecclesiis sanctorum doceo.
Guð vill ekki skipulagsleysi í söfnuði ykkar, heldur að þar ríki friður og regla. Þannig er það líka í öllum kristnum söfnuðum.
34 Mulieres in Ecclesiis taceant, non enim permittitur eis loqui, sed subditas esse, sicut et lex dicit.
Konur skulu ekki tala í guðsþjónustunum. Það er regla alls staðar. Þær skulu vera mönnum sínum undirgefnar eins og Biblían kennir.
35 Si quid autem volunt discere, domi viros suos interrogent. Turpe est enim mulieri loqui in Ecclesia.
En þurfi þær að spyrja um eitthvað sem fram fer í guðsþjónustunni, þá spyrji þær eiginmenn sína heima, því það er ekki viðeigandi að konur tali í guðsþjónustu.
36 An a vobis Verbum Dei processit? Aut in vos solos pervenit?
Eruð þið ósammála? Haldið þið kannski að orð Guðs komi frá ykkur, Korintumenn, eða sé ykkur einum ætlað?
37 Si quis videtur propheta esse, aut spiritualis, cognoscat quæ scribo vobis, quia Domini sunt mandata.
Þið sem teljið ykkur geta spáð eða hafa aðra sérstaka hæfileika frá heilögum anda, ættuð manna fyrstir að gera ykkur grein fyrir því að það sem ég segi, eru fyrirmæli frá Drottni sjálfum.
38 Si quis autem ignorat, ignorabitur.
Ef einhver er enn ósammála, þá hann um það.
39 Itaque fratres æmulamini prophetare: et loqui linguis nolite prohibere.
Vinir mínir, sækist því eftir spádómsgáfunni til þess að þið getið boðað orð Guðs hreint og ómengað, og ekkert fari milli mála. Komið ekki í veg fyrir að talað sé í tungum og
40 Omnia autem honeste, et secundum ordinem fiant.
gætið þess að allt fari skipulega og sómasamlega fram.

< Corinthios I 14 >