< Romanos 1 >

1 Paulus, servus Iesu Christi, vocatus Apostolus, segregatus in Evangelium Dei,
Kæru vinir í Róm. Þetta bréf er frá mér, Páli, þjóni Jesú Krists. Guð hefur kallað mig til að boða trú og sent mig til að flytja gleðiboðskap Guðs.
2 quod ante promiserat per Prophetas suos in Scripturis Sanctis
Langt er nú liðið síðan spámenn Guðs hétu því að þessi gleðiboðskapur yrði kunngerður.
3 de Filio suo, qui factus est ei ex semine David secundum carnem,
Gleðiboðskapurinn er um son Guðs, Jesú Krist, Drottin okkar sem fæddist sem lítið barn af ætt Davíðs konungs.
4 qui prædestinatus est Filius Dei in virtute secundum Spiritum sanctificationis ex resurrectione mortuorum Iesu Christi Domini nostri:
Upprisa hans frá dauðum sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er hinn voldugi sonur Guðs, gæddur sama heilaga eðli og sjálfur Guð.
5 per quem accepimus gratiam, et Apostolatum ad obediendum fidei in omnibus Gentibus pro nomine eius,
Nú er svo komið, að vegna Krists, hefur Guð úthellt kærleika sínum yfir okkur óverðuga syndara. Eftir það hefur hann sent okkur út um allan heiminn, til að segja öllum, hvar sem þeir eru, frá því stórkostlega sem Guð hefur gert fyrir þá, svo að einnig þeir komist til trúar og læri að hlýða honum.
6 in quibus estis et vos vocati Iesu Christi:
Kæru vinir í Róm, þið eruð í hópi þeirra sem Guð elskar. Jesús Kristur hefur einnig kallað ykkur til að verða Guðs börn og tilheyra hans heilögu þjóð. Náð og friður Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum.
7 omnibus qui sunt Romæ, dilectis Dei, vocatis sanctis. Gratia vobis, et pax a Deo Patre nostro, et Domino Iesu Christo.
8 Primum quidem gratias ago Deo meo per Iesum Christum pro omnibus vobis: quia fides vestra annunciatur in universo mundo.
Fyrst vil ég segja ykkur að þið eruð á allra vörum! Hvarvetna ræða menn um traust ykkar á Guði. Ég þakka Guði vegna Jesú Krists fyrir þessar góðu fréttir og fyrir hvert og eitt ykkar.
9 Testis enim mihi est Deus, cui servio in spiritu meo in Evangelio Filii eius, quod sine intermissione memoriam vestri facio
Guð veit hversu oft ég bið fyrir ykkur. Dag og nótt legg ég ykkur og þarfir ykkar fram fyrir hann í bæn. Honum þjóna ég af heilum hug með því að flytja öðrum gleðifréttirnar um son hans.
10 semper in orationibus meis: obsecrans, si quomodo tandem aliquando prosperum iter habeam in voluntate Dei veniendi ad vos.
Ég vil að þið vitið að ég bið Guð stöðugt um að gefa mér tækifæri til að koma til ykkar.
11 Desidero enim videre vos: ut aliquid impertiar vobis gratiæ spiritualis ad confirmandos vos:
Ég þrái að hitta ykkur svo ég geti gefið ykkur eitthvað, sem styrkir trú ykkar á Drottin, og til að uppörvast með ykkur í trúnni.
12 id est, simul consolari in vobis per eam, quæ invicem est, fidem vestram, atque meam.
13 Nolo autem vos ignorare fratres: quia sæpe proposui venire ad vos, (et prohibitus sum usque adhuc) ut aliquem fructum habeam et in vobis, sicut et in ceteris Gentibus.
Kæru vinir, ég vil að þið vitið að oft hef ég ætlað að koma einhverju góðu til leiðar, á sama hátt og í öðrum kristnum söfnuðum meðal heiðinna þjóða.
14 Græcis ac barbaris, sapientibus, et insipientibus debitor sum:
Ég er í mikilli skuld við ykkur og alla aðra, hvort sem það eru menningarþjóðir eða ekki, bæði við menntaða og ómenntaða.
15 ita (quod in me) promptum est et vobis, qui Romæ estis, evangelizare.
Ég er því fyrir mitt leyti reiðubúinn að koma og boða fagnaðarerindið, einnig ykkur sem eruð í Róm.
16 Non enim erubesco Evangelium. Virtus enim Dei est in salutem omni credenti, Iudæo primum, et Græco.
Ég blygðast mín ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er leið Guðs til eilífs lífs fyrir hvern þann sem trúir honum og treystir á hann. Fyrst var þessi boðskapur einungis fluttur Gyðingum, en nú er öllum opið að koma til Guðs á þennan hátt.
17 Iustitia enim Dei in eo revelatur ex fide in fidem: sicut scriptum est: Iustus autem ex fide vivit.
Þetta eru gleðifréttir, því þær segja okkur að Guð geri okkur hæfa til að lifa með sér, eða með öðrum orðum – geri okkur réttláta. Þetta gerist þegar við trúum á Krist og treystum því að hann hafi frelsað okkur. Trúin á Krist er því leiðin til Guðs, enda segir Biblían: „Sá sem leitar lífsins, finnur það með því að trúa á Guð.“
18 Revelatur enim ira Dei de cælo super omnem impietatem, et iniustitiam hominum eorum, qui veritatem Dei in iniustitia detinent:
Guð sýnir reiði sína frá himni gegn öllum vondum og syndugum mönnum sem hafna sannleikanum.
19 quia quod notum est Dei, manifestum est in illis. Deus enim illis manifestavit.
Þessir menn þekkja sannleikann um Guð hið innra með sér, því Guð hefur lagt þeim þá þekkingu í brjóst.
20 Invisibilia enim ipsius, a creatura mundi, per ea quæ facta sunt, intellecta, conspiciuntur: sempiterna quoque eius virtus, et divinitas: ita ut sint inexcusabiles. (aïdios g126)
Mennirnir hafa frá upphafi virt fyrir sér jörðina, himininn og allt sem Guð hefur gert. Þeir hafa því verið sér meðvitandi um tilveru hans og hans mikla, eilífa mátt. Þess vegna hafa þeir enga afsökun (þegar þeir standa frammi fyrir honum á degi dómsins). (aïdios g126)
21 Quia cum cognovissent Deum, non sicut Deum glorificaverunt, aut gratias egerunt: sed evanuerunt in cogitationibus suis, et obscuratum est insipiens cor eorum:
Mennirnir vissu af Guði, en þó vildu þeir hvorki viðurkenna hann né tilbiðja né heldur þakka honum fyrir daglega umhyggju hans. Ekki leið á löngu uns þeir fóru að gera sér heimskulegar hugmyndir um Guð og hvers hann vænti af þeim. Afleiðingin varð sú að þeir blinduðust í heimsku sinni og lentu á villigötum.
22 dicentes enim se esse sapientes, stulti facti sunt.
Þeir töldu sig ekki þurfa á þekkingu frá Guði að halda og urðu því heimskingjar.
23 Et mutaverunt gloriam incorruptibilis Dei in similitudinem imaginis corruptibilis hominis, et volucrum, et quadrupedum, et serpentium.
Í stað þess að tilbiðja hinn dýrlega, eilífa Guð, bjuggu þeir sér til goð sem líktust fuglum, ferfætlingum, skriðdýrum og dauðlegum mönnum.
24 Propter quod tradidit illos Deus in desideria cordis eorum, in immunditiam: ut contumeliis afficiant corpora sua in semetipsis:
Þess vegna hefur Guð gefið þeim lausan tauminn og leyft þeim að svala girndum sínum í afskræmdu kynlífi og gera hvað sem þá langaði til, einnig að meðhöndla líkama hvers annars á svívirðilegan og viðbjóðslegan hátt.
25 qui commutaverunt veritatem Dei in mendacium: et coluerunt, et servierunt creaturæ potius quam Creatori, qui est benedictus in sæcula. Amen. (aiōn g165)
Í stað þess að trúa því sem þeir vita að er sannleikurinn um Guð, kjósa þeir að trúa lyginni! Afleiðingin er sú að þeir tilbiðja það sem Guð hefur skapað, í stað þess að tilbiðja Guð, skaparann. (aiōn g165)
26 Propterea tradidit illos Deus in passiones ignominiæ. Nam feminæ eorum immutaverunt naturalem usum in eum usum, qui est contra naturam.
Þess vegna hefur Guð ofurselt mennina svívirðilegum girndum. Þeir ganga jafnvel svo langt að konurnar snúast gegn eðli sínu og leita kynferðislegrar fullnægju hver með annarri.
27 Similiter autem et masculi, relicto naturali usu feminæ, exarserunt in desideriis suis in invicem, masculi in masculos turpitudinem operantes, et mercedem, quam oportuit, erroris sui in semetipsis recipientes.
Sama er að segja um karlmennina. Í stað þess að hafa eðlileg mök við konurnar, brenna þeir af girnd hver til annars og lifa í skömm hver með öðrum. Af þessu hafa þeir uppskorið þá bölvun sem þeir eiga sannarlega skilið.
28 Et sicut non probaverunt Deum habere in notitia: tradidit illos Deus in reprobum sensum: ut faciant ea, quæ non conveniunt,
Þar eð mennirnir höfnuðu Guði með þessum hætti og vildu ekki við hann kannast, lét hann þá fara sína leið, svo að þeir gætu gert allt það sem illska þeirra gat fundið upp á.
29 repletos omni iniquitate, malitia, fornicatione, avaritia, nequitia, plenos invidia, homicidio, contentione, dolo, malignitate, susurrones,
Og þeir urðu ranglátir, vondir, ágjarnir, hatursfullir, öfundsjúkir, manndráparar, þrasgjarnir, lygnir og bitrir.
30 detractores, Deo odibiles, contumeliosos, superbos, elatos, inventores malorum, parentibus non obedientes,
Þeir tala illa hver um annan og hata Guð, eru hrokafullir, gorta af sjálfum sér, finna sífellt upp á nýjum leiðum til að syndga og eru foreldrum sínum óhlýðnir.
31 insipientes, incompositos, sine affectione, absque fœdere, sine misericordia.
Þeir misskilja hver annan, eru heimskir, óáreiðanlegir, kærleikslausir og miskunnarlausir.
32 Qui cum iustitiam Dei cognovissent, non intellexerunt quoniam qui talia agunt, digni sunt morte: et non solum qui ea faciunt, sed etiam qui consentiunt facientibus.
Þeir vita vel að fyrir þessa glæpi hefur Guð kveðið upp yfir þeim dauðadóm en samt halda þeir áfram á sömu braut og hvetja aðra til að gera hið sama.

< Romanos 1 >