< Rómverjabréfið 6 >

1 Hvað er um þetta að segja? Eigum við að halda áfram að syndga svo að Guð geti sýnt okkur kærleika sinn og fyrirgefningu enn betur?
τι ουν ερουμεν επιμενουμεν τη αμαρτια ινα η χαρις πλεοναση
2 Nei, alls ekki! Hvaða vit er í því að syndga ef hægt er að komast hjá því? Valdið sem syndin hafði yfir okkur, var brotið á bak aftur þegar við urðum kristin og vorum skírð til að verða samgróin Kristi. Dauði Krists braut á bak aftur það afl sem syndin hafði í lífi okkar.
μη γενοιτο οιτινες απεθανομεν τη αμαρτια πως ετι ζησομεν εν αυτη
3
η αγνοειτε οτι οσοι εβαπτισθημεν εις χριστον ιησουν εις τον θανατον αυτου εβαπτισθημεν
4 Okkar gamla eðli, sem elskaði syndina, var grafið með honum í skírninni þegar hann dó. Og þegar Guð faðir reisti hann aftur til lífsins með dýrlegum krafti, þá eignuðumst við hlutdeild í lífi hans.
συνεταφημεν ουν αυτω δια του βαπτισματος εις τον θανατον ινα ωσπερ ηγερθη χριστος εκ νεκρων δια της δοξης του πατρος ουτως και ημεις εν καινοτητι ζωης περιπατησωμεν
5 Við erum orðin samgróin honum og þegar hann dó, þá dóum við með honum. Nú eigum við sameiginlega hlutdeild í nýja lífinu hans og munum rísa upp á sama hátt og hann.
ει γαρ συμφυτοι γεγοναμεν τω ομοιωματι του θανατου αυτου αλλα και της αναστασεως εσομεθα
6 Þegar Kristur var krossfestur, voru gömlu og illu hvatirnar okkar krossfestar með honum. Þessar hvatir sem þrá syndina, voru særðar til ólífis. Líkami okkar er því ekki lengur á valdi syndarinnar og þarf ekki að vera þræll hennar.
τουτο γινωσκοντες οτι ο παλαιος ημων ανθρωπος συνεσταυρωθη ινα καταργηθη το σωμα της αμαρτιας του μηκετι δουλευειν ημας τη αμαρτια
7 Þegar við dóum syndinni, vorum við leyst undan öllu því táli og valdi sem hún beitti okkur.
ο γαρ αποθανων δεδικαιωται απο της αμαρτιας
8 Fyrst löngunin til að elska syndina „dó“með Kristi, þá vitum við að við eigum hlutdeild í nýja lífinu sem birtist í upprisu hans.
ει δε απεθανομεν συν χριστω πιστευομεν οτι και συζησομεν αυτω
9 Kristur reis upp frá dauðum og hann mun aldrei aftur deyja. Dauðinn hefur ekki framar neitt vald yfir honum.
ειδοτες οτι χριστος εγερθεις εκ νεκρων ουκετι αποθνησκει θανατος αυτου ουκετι κυριευει
10 Hann dó í eitt skipti fyrir öll, til að brjóta á bak aftur vald syndarinnar og lifir nú í eilífu og órjúfanlegu samfélagi við Guð.
ο γαρ απεθανεν τη αμαρτια απεθανεν εφαπαξ ο δε ζη ζη τω θεω
11 Lítið því á ykkar gamla synduga eðli sem dautt og ónæmt fyrir syndinni og kröfum hennar, en lifið þess í stað fyrir Guð í samfélaginu við Drottin Jesú Krist.
ουτως και υμεις λογιζεσθε εαυτους νεκρους μεν ειναι τη αμαρτια ζωντας δε τω θεω εν χριστω ιησου τω κυριω ημων
12 Leyfið syndinni ekki framar að stjórna dauðlegum líkömum ykkar og látið ekki undan girnd þeirra.
μη ουν βασιλευετω η αμαρτια εν τω θνητω υμων σωματι εις το υπακουειν αυτη εν ταις επιθυμιαις αυτου
13 Látið engan hluta líkamans verða verkfæri í höndum hins illa, til að drýgja synd, en gefið ykkur algjörlega Guði á vald – hvern einasta líkamshluta – því þið hafið snúið baki við dauðanum. Nú þráið þið að verða verkfæri í höndum Guðs, svo að hann geti notað ykkur til að framkvæma góðar fyrirætlanir sínar.
μηδε παριστανετε τα μελη υμων οπλα αδικιας τη αμαρτια αλλα παραστησατε εαυτους τω θεω ως εκ νεκρων ζωντας και τα μελη υμων οπλα δικαιοσυνης τω θεω
14 Syndin þarf ekki lengur að vera húsbóndi ykkar, því að nú eruð þið laus við lögin sem syndin þrælkaði ykkur með. Nú eruð þið frjáls vegna kærleika og miskunnar Guðs.
αμαρτια γαρ υμων ου κυριευσει ου γαρ εστε υπο νομον αλλ υπο χαριν
15 Þýðir þetta að við getum haldið áfram að syndga og kært okkur kollótt um afleiðingarnar? Vegna þess að hjálpræði okkar byggist ekki á því að hlýða lögunum heldur á því að taka á móti náð Guðs! Nei, auðvitað ekki!
τι ουν αμαρτησομεν οτι ουκ εσμεν υπο νομον αλλ υπο χαριν μη γενοιτο
16 Skiljið þið ekki að það er á ykkar valdi að velja ykkur húsbónda? Annars vegar getið þið valið syndina, og þar með dauðann, eða þá hlýðni og hlotið sýknun. Sá sem þið gefið ykkur á vald, hann mun taka við ykkur og verða húsbóndi ykkar og þið þrælar hans.
ουκ οιδατε οτι ω παριστανετε εαυτους δουλους εις υπακοην δουλοι εστε ω υπακουετε ητοι αμαρτιας εις θανατον η υπακοης εις δικαιοσυνην
17 Þakkið Guði, því að þótt þið væruð einu sinni þrælar syndarinnar, þá hafið þið nú hlýðnast þeim boðskap sem Guð flutti ykkur.
χαρις δε τω θεω οτι ητε δουλοι της αμαρτιας υπηκουσατε δε εκ καρδιας εις ον παρεδοθητε τυπον διδαχης
18 Nú eruð þið laus úr ánauð gamla húsbóndans, syndarinnar, og eruð þess í stað orðin þjónar nýs húsbónda: Réttlætisins!
ελευθερωθεντες δε απο της αμαρτιας εδουλωθητε τη δικαιοσυνη
19 Ég tala á þennan hátt og nota líkingar af þrælum og húsbændum til þess að þið skiljið þetta betur. Eins og þið eitt sinn voruð þrælar margs konar synda, þá verðið þið nú að gerast þjónar hins góða og heilaga.
ανθρωπινον λεγω δια την ασθενειαν της σαρκος υμων ωσπερ γαρ παρεστησατε τα μελη υμων δουλα τη ακαθαρσια και τη ανομια εις την ανομιαν ουτως νυν παραστησατε τα μελη υμων δουλα τη δικαιοσυνη εις αγιασμον
20 Þegar þið voruð þrælar syndarinnar þá skeyttuð þið lítið um hið góða.
οτε γαρ δουλοι ητε της αμαρτιας ελευθεροι ητε τη δικαιοσυνη
21 Hver var afleiðingin? Hún hefur áreiðanlega ekki verið af betra taginu, fyrst þið skammist ykkar jafnvel fyrir að hugsa um það sem þið voruð áður vön að gera, en allt leiddi það til eilífs dóms.
τινα ουν καρπον ειχετε τοτε εφ οις νυν επαισχυνεσθε το γαρ τελος εκεινων θανατος
22 Nú eruð þið hins vegar laus undan valdi syndarinnar og hafið gerst þjónar Guðs. Hlunnindin, sem Guð veitir ykkur, eru meðal annars helgun og eilíft líf. (aiōnios g166)
νυνι δε ελευθερωθεντες απο της αμαρτιας δουλωθεντες δε τω θεω εχετε τον καρπον υμων εις αγιασμον το δε τελος ζωην αιωνιον (aiōnios g166)
23 Laun syndarinnar eru dauði, en óverðskulduð gjöf Guðs til okkar er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni okkar og frelsara. (aiōnios g166)
τα γαρ οψωνια της αμαρτιας θανατος το δε χαρισμα του θεου ζωη αιωνιος εν χριστω ιησου τω κυριω ημων (aiōnios g166)

< Rómverjabréfið 6 >