< Rómverjabréfið 5 >

1 Fyrst við erum sýknuð og réttlát í augum Guðs vegna trúarinnar á fyrirheit hans, þá getum við lifað í friði og sátt við hann vegna þess sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði fyrir okkur.
δικαιωθεντες ουν εκ πιστεως ειρηνην εχομεν προς τον θεον δια του κυριου ημων ιησου χριστου
2 Vegna trúar okkar hefur hann veitt okkur hin æðstu forréttindi og þannig er aðstaða okkar nú. Við horfum með djörfung og gleði fram til alls þess sem Guð ætlar okkur að verða.
δι ου και την προσαγωγην εσχηκαμεν τη πιστει εις την χαριν ταυτην εν η εστηκαμεν και καυχωμεθα επ ελπιδι της δοξης του θεου
3 Þegar við lendum í erfiðleikum og raunum þá getum við líka glaðst, því að við vitum að slíkt verður okkur til góðs. Það eflir þolgæði okkar,
ου μονον δε αλλα και καυχωμεθα εν ταις θλιψεσιν ειδοτες οτι η θλιψις υπομονην κατεργαζεται
4 styrkir persónuleikann og það auðveldar okkur að treysta Guði æ betur, eða þangað til trú okkar verður að lokum sterk og óhagganleg.
η δε υπομονη δοκιμην η δε δοκιμη ελπιδα
5 Þegar þessu marki er náð, getum við verið hughraust, hvað sem á dynur því að þá vitum við að allt muni fara vel. Við vitum að Guð elskar okkur og hann hefur gefið okkur heilagan anda og fyllt hjörtu okkar af kærleika sínum. Við finnum að við erum umvafin kærleika hans!
η δε ελπις ου καταισχυνει οτι η αγαπη του θεου εκκεχυται εν ταις καρδιαις ημων δια πνευματος αγιου του δοθεντος ημιν
6 Við vorum hjálparvana og sáum enga undankomuleið. Þá kom Kristur á réttum tíma og dó fyrir okkur syndarana, enda þótt við bæðum hann ekki um slíkt.
ετι γαρ χριστος οντων ημων ασθενων κατα καιρον υπερ ασεβων απεθανεν
7 Þess er varla að vænta að nokkur hafi viljað deyja fyrir okkur, jafnvel þótt við hefðum verið góðir menn, þó að það sé auðvitað hugsanlegt.
μολις γαρ υπερ δικαιου τις αποθανειται υπερ γαρ του αγαθου ταχα τις και τολμα αποθανειν
8 En Guð sýndi okkur takmarkalausan kærleika sinn, er hann sendi Krist í dauðann fyrir okkur meðan við vorum enn fjötruð í synd og aðskilin frá honum.
συνιστησιν δε την εαυτου αγαπην εις ημας ο θεος οτι ετι αμαρτωλων οντων ημων χριστος υπερ ημων απεθανεν
9 Allt þetta gerði Kristur fyrir okkur syndarana með dauða sínum og hversu miklu meira skyldi hann þá ekki vilja gera fyrir okkur nú, eftir að hann hefur sýknað okkur? Nú vill hann forða okkur undan dómi Guðs sem er í vændum.
πολλω ουν μαλλον δικαιωθεντες νυν εν τω αιματι αυτου σωθησομεθα δι αυτου απο της οργης
10 Við vorum óvinir Guðs, en fyrst hann, þrátt fyrir það, leiddi okkur aftur til sín fyrir dauða sonar síns, hvílíka blessun hlýtur hann þá ekki að hafa búið okkur nú, eftir að við erum orðnir vinir hans?
ει γαρ εχθροι οντες κατηλλαγημεν τω θεω δια του θανατου του υιου αυτου πολλω μαλλον καταλλαγεντες σωθησομεθα εν τη ζωη αυτου
11 Við gleðjumst vegna þessa nýja og undursamlega sambands okkar við Guð og allt er það að þakka því sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði, þegar hann dó fyrir syndir okkar og sætti okkur við Guð.
ου μονον δε αλλα και καυχωμενοι εν τω θεω δια του κυριου ημων ιησου χριστου δι ου νυν την καταλλαγην ελαβομεν
12 Þegar Adam syndgaði, kom syndin inn í líf allra manna. Með synd hans hélt dauðinn innreið sína í þennan heim og þar sem allir syndguðu, tók allt að hrörna og deyja.
δια τουτο ωσπερ δι ενος ανθρωπου η αμαρτια εις τον κοσμον εισηλθεν και δια της αμαρτιας ο θανατος και ουτως εις παντας ανθρωπους ο θανατος διηλθεν εφ ω παντες ημαρτον
13 Við vitum að synd Adams var orsök alls þessa en þrátt fyrir syndir mannanna, allt frá dögum Adams og til Móse, þá dæmdi Guð þá ekki til dauða fyrir að brjóta lögin, því þá hafði hann ekki enn birt þeim þau né sagt þeim hvað hann vildi að þeir gerðu.
αχρι γαρ νομου αμαρτια ην εν κοσμω αμαρτια δε ουκ ελλογειται μη οντος νομου
14 Þegar þessir menn dóu, var það ekki vegna þess að þeir höfðu syndgað, því að þeir höfðu aldrei brotið það boðorð Guðs að borða forboðna ávöxtinn, eins og Adam hafði gert.
αλλ εβασιλευσεν ο θανατος απο αδαμ μεχρι μωυσεως και επι τους μη αμαρτησαντας επι τω ομοιωματι της παραβασεως αδαμ ος εστιν τυπος του μελλοντος
15 Hvílíkur reginmunur var á Adam og Kristi – honum sem koma átti. Hvílíkur munur einnig á synd mannsins og fyrirgefningu Guðs! Þessi eini maður, Adam, leiddi marga í dauðann með synd sinni. Jesús Kristur veitti mörgum fyrirgefningu vegna miskunnar Guðs.
αλλ ουχ ως το παραπτωμα ουτως και το χαρισμα ει γαρ τω του ενος παραπτωματι οι πολλοι απεθανον πολλω μαλλον η χαρις του θεου και η δωρεα εν χαριτι [ τη ] του ενος ανθρωπου ιησου χριστου εις τους πολλους επερισσευσεν
16 Annars vegar leiddi þessi eina synd Adams dauðadóm yfir marga, en hins vegar fjarlægir Kristur fúslega syndir hinna mörgu og gefur dýrlegt líf í staðinn.
και ουχ ως δι ενος αμαρτησαντος το δωρημα το μεν γαρ κριμα εξ ενος εις κατακριμα το δε χαρισμα εκ πολλων παραπτωματων εις δικαιωμα
17 Synd þessa eina manns, Adams, gerði dauðann að húsbónda í lífi mannanna en allir sem taka á móti gjöf Guðs – fyrirgefningu og sýknun – fá mátt til að lifa vegna hins eina manns, Jesú Krists.
ει γαρ τω του ενος παραπτωματι ο θανατος εβασιλευσεν δια του ενος πολλω μαλλον οι την περισσειαν της χαριτος και της δωρεας της δικαιοσυνης λαμβανοντες εν ζωη βασιλευσουσιν δια του ενος ιησου χριστου
18 Synd Adams leiddi hegningu yfir alla,
αρα ουν ως δι ενος παραπτωματος εις παντας ανθρωπους εις κατακριμα ουτως και δι ενος δικαιωματος εις παντας ανθρωπους εις δικαιωσιν ζωης
19 en réttlæti Krists leiddi hins vegar af sér, að margir verða þóknanlegir í augum Guðs.
ωσπερ γαρ δια της παρακοης του ενος ανθρωπου αμαρτωλοι κατεσταθησαν οι πολλοι ουτως και δια της υπακοης του ενος δικαιοι κατασταθησονται οι πολλοι
20 Boðorðin tíu voru gefin mönnunum til þess að þeir sæju að í eigin mætti er þeim ómögulegt að hlýða lögum Guðs, því betur sem við sjáum syndina – því ljósari verður okkur takmarkalaus miskunn Guðs og fyrirgefning.
νομος δε παρεισηλθεν ινα πλεοναση το παραπτωμα ου δε επλεονασεν η αμαρτια υπερεπερισσευσεν η χαρις
21 Áður fyrr ríkti syndin í lífi allra manna og dró þá til dauða, en nú ríkir gæska Guðs og hún veitir okkur á ný samfélag við Guð og hlut í eilífa lífinu sem fæst fyrir Jesú Krist, Drottin okkar og frelsara. (aiōnios g166)
ινα ωσπερ εβασιλευσεν η αμαρτια εν τω θανατω ουτως και η χαρις βασιλευση δια δικαιοσυνης εις ζωην αιωνιον δια ιησου χριστου του κυριου ημων (aiōnios g166)

< Rómverjabréfið 5 >