< Hebreabréfið 5 >
1 Æðsti prestur Gyðinga er aðeins venjulegur maður, eins og hver annar, en hann er valinn til að tala máli þeirra við Guð. Hann ber gjafir þeirra fram fyrir Guð og einnig blóð dýra, sem fórnað er til að hylja syndir fólksins og hans sjálfs. Hann er maður og því getur hann tekið vægt á öðrum, jafnvel þótt þeir séu heimskir og fáfróðir, því að hann mætir sömu freistingunum og þeir og skilur því vandamál þeirra mæta vel.
πας γαρ αρχιερευς εξ ανθρωπων λαμβανομενος υπερ ανθρωπων καθισταται τα προς τον θεον ινα προσφερη δωρα τε και θυσιας υπερ αμαρτιων
μετριοπαθειν δυναμενος τοις αγνοουσιν και πλανωμενοις επει και αυτος περικειται ασθενειαν
και δια ταυτην οφειλει καθως περι του λαου ουτως και περι εαυτου προσφερειν υπερ αμαρτιων
4 Annað, sem vert er að muna, er að enginn getur orðið æðsti prestur vegna þess eins að hann hafi áhuga á því. Hann verður að hafa fengið köllun frá Guði, engu síður en Aron.
και ουχ εαυτω τις λαμβανει την τιμην αλλα ο καλουμενος υπο του θεου καθαπερ και ο ααρων
5 Þess vegna tók Kristur sér ekki sjálfur þann heiður að verða æðsti prestur. Það var Guð, sem útnefndi hann. Guð sagði við hann: „Sonur minn, ég er faðir þinn.“
ουτως και ο χριστος ουχ εαυτον εδοξασεν γενηθηναι αρχιερεα αλλ ο λαλησας προς αυτον υιος μου ει συ εγω σημερον γεγεννηκα σε
6 Í annað sinn sagði Guð við hann: „Þú ert kjörinn til að vera prestur að eilífu og fá sömu tign og Melkísedek.“ (aiōn )
καθως και εν ετερω λεγει συ ιερευς εις τον αιωνα κατα την ταξιν μελχισεδεκ (aiōn )
7 Þrátt fyrir þetta, bað Kristur til Guðs meðan hann var hér á jörðu. Grátandi og angistarfullur bað hann til Guðs, sem einn gat frelsað sál hans frá dauða. Bænir hans voru heyrðar, vegna þess að hann kappkostaði að hlýða Guði í einu og öllu.
ος εν ταις ημεραις της σαρκος αυτου δεησεις τε και ικετηριας προς τον δυναμενον σωζειν αυτον εκ θανατου μετα κραυγης ισχυρας και δακρυων προσενεγκας και εισακουσθεις απο της ευλαβειας
8 En þótt Jesús væri sonur Guðs, varð hann samt að þola þjáningar, því að þannig lærði hann hlýðni.
καιπερ ων υιος εμαθεν αφ ων επαθεν την υπακοην
9 Og þegar Jesús hafði staðist próf hlýðninnar, varð hann öllum þeim, sem honum hlýða, gjafari eilífs hjálpræðis. (aiōnios )
και τελειωθεις εγενετο τοις υπακουουσιν αυτω πασιν αιτιος σωτηριας αιωνιου (aiōnios )
10 Munum að Guð útnefndi hann til æðsta prests með sömu tign og Melkísedek.
προσαγορευθεις υπο του θεου αρχιερευς κατα την ταξιν μελχισεδεκ
11 Ég gæti sagt margt fleira um þetta, en það er ekki auðvelt að útskýra það fyrir ykkur, því að þið eruð svo skilningssljó.
περι ου πολυς ημιν ο λογος και δυσερμηνευτος λεγειν επει νωθροι γεγονατε ταις ακοαις
12 Nú hafið þið verið kristin í langan tíma og ættuð þar af leiðandi að geta kennt öðrum. Þess í stað hefur ykkur farið aftur, svo að nú þurfið þið á kennara að halda, til þess að rifja upp með ykkur undirstöðuatriði Guðs orðs. Þið eruð eins og börn, sem aðeins geta drukkið mjólk en þola ekki venjulegan mat. Sá sem heldur áfram að lifa á „mjólk“sýnir þar með að hann er stutt kominn á vegi trúarinnar og þekkir illa muninn á réttu og röngu. Slíkur maður er ungbarn í trúnni.
και γαρ οφειλοντες ειναι διδασκαλοι δια τον χρονον παλιν χρειαν εχετε του διδασκειν υμας τινα τα στοιχεια της αρχης των λογιων του θεου και γεγονατε χρειαν εχοντες γαλακτος και ου στερεας τροφης
πας γαρ ο μετεχων γαλακτος απειρος λογου δικαιοσυνης νηπιος γαρ εστιν
14 Þið munuð aldrei geta borðað „andlega kjarnafæðu“og skilið dýptina í orði Guðs, nema þið vaxið í trúnni og lærið að greina gott frá illu, með því að leggja stund á hið góða.
τελειων δε εστιν η στερεα τροφη των δια την εξιν τα αισθητηρια γεγυμνασμενα εχοντων προς διακρισιν καλου τε και κακου