< Fílemonsbréfið 1 >

1 Frá Páli, sem er í fangelsi fyrir að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, og frá bróður Tímóteusi. Til Fílemons, okkar kæra samstarfsmanns, og hinna trúuðu, sem koma saman á heimili þínu,
παυλος δεσμιος χριστου ιησου και τιμοθεος ο αδελφος φιλημονι τω αγαπητω και συνεργω ημων
2 til Appíu systur okkar og Arkippusar, sem berst fyrir málstað krossins eins og ég.
και απφια τη αγαπητη και αρχιππω τω συστρατιωτη ημων και τη κατ οικον σου εκκλησια
3 Guð, faðirinn, og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur og gefi ykkur frið.
χαρις υμιν και ειρηνη απο θεου πατρος ημων και κυριου ιησου χριστου
4 Kæri Fílemon, ég þakka Guði í hvert sinn sem ég bið fyrir þér,
ευχαριστω τω θεω μου παντοτε μνειαν σου ποιουμενος επι των προσευχων μου
5 því að ég hef heyrt um traust þitt til Drottins Jesú og kærleika þinn til hinna kristnu.
ακουων σου την αγαπην και την πιστιν ην εχεις προς τον κυριον ιησουν και εις παντας τους αγιους
6 Ég bið þess að vitnisburður þinn nái hjörtum áheyrenda þinna og að þeir sjái hve auðugur þú ert að góðum verkum, í trúnni á Jesú Krist.
οπως η κοινωνια της πιστεως σου ενεργης γενηται εν επιγνωσει παντος αγαθου του εν υμιν εις χριστον ιησουν
7 Kærleikur þinn, bróðir kær, hefur bæði glatt mig og huggað, því að góðvild þín hefur oft endurnært hjörtu þeirra sem tilheyra Guði.
{VAR1: χαριν } {VAR2: χαραν } γαρ εχομεν πολλην και παρακλησιν επι τη αγαπη σου οτι τα σπλαγχνα των αγιων αναπεπαυται δια σου αδελφε
8 Nú langar mig að biðja þig að gera mér greiða. Ég gæti að vísu krafið þig um þetta í nafni Jesú Krists, því að það er skylda þín. En ég elska þig og vil heldur fara bónarveginn, því ég er nú eins og ég er, hann Páll gamli, og sit þar að auki í fangelsi vegna Jesú Krists.
διο πολλην εν χριστω παρρησιαν εχων επιτασσειν σοι το ανηκον
9
δια την αγαπην μαλλον παρακαλω τοιουτος ων ως παυλος πρεσβυτης νυνι δε και δεσμιος ιησου χριστου
10 Bón mín er sú að þú hjálpir honum Onesímusi, barninu mínu, sem ég leiddi til Krists hér í fangelsinu.
παρακαλω σε περι του εμου τεκνου ον εγεννησα εν τοις δεσμοις μου ονησιμον
11 Onesímus (sem merkir „gagnlegur“) hefur ekki komið þér að miklu gagni upp á síðkastið, en nú ætlar hann að verða okkur báðum hjálplegur.
τον ποτε σοι αχρηστον νυνι δε σοι και εμοι ευχρηστον
12 Ég sendi hann hér með aftur til þín, enda þótt hann sé mér sem hjartað úr brjósti mínu.
ον ανεπεμψα συ δε αυτον τουτ εστιν τα εμα σπλαγχνα προσλαβου
13 Ég hefði svo gjarnan viljað hafa hann hjá mér á meðan ég sit í fangelsi fyrir að predika gleðiboðskapinn. Á þann hátt gætir þú létt undir með mér,
ον εγω εβουλομην προς εμαυτον κατεχειν ινα υπερ σου διακονη μοι εν τοις δεσμοις του ευαγγελιου
14 en ég vildi ekki gera þetta án samþykkis þíns. Ég vil ekki þvinga þig til að hjálpa mér, heldur að þú gerir það af fúsum vilja.
χωρις δε της σης γνωμης ουδεν ηθελησα ποιησαι ινα μη ως κατα αναγκην το αγαθον σου η αλλα κατα εκουσιον
15 Kannski getum við lýst því sem gerst hefur á þennan hátt: Hann strauk frá þér um stund, til þess síðan að geta verið hjá þér það sem eftir er. (aiōnios g166)
ταχα γαρ δια τουτο εχωρισθη προς ωραν ινα αιωνιον αυτον απεχης (aiōnios g166)
16 En nú er hann meira en þræll, hann er annað og miklu betra: Elskaður bróðir – þannig er hann í mínum augum. Framvegis verður hann þér miklu meira virði, því að hann er ekki einungis þjónn, heldur líka bróðir þinn í Kristi.
ουκετι ως δουλον αλλ υπερ δουλον αδελφον αγαπητον μαλιστα εμοι ποσω δε μαλλον σοι και εν σαρκι και εν κυριω
17 Fyrst ég er vinur þinn, taktu þá á móti honum eins og það væri ég sjálfur.
ει ουν εμε εχεις κοινωνον προσλαβου αυτον ως εμε
18 Hafi hann valdið þér tjóni á einhvern hátt eða haft eitthvað af þér, skrifaðu það þá á minn reikning, og ég skal endurgreiða þér. Ég, Páll, ábyrgist þetta persónulega og staðfesti það hér með eigin hendi, en ég skal ekki minnast á hve mikið þú skuldar mér. Sannleikurinn er sá að þú skuldar mér jafnvel fyrir þína eigin sál!
ει δε τι ηδικησεν σε η οφειλει τουτο εμοι ελλογει
εγω παυλος εγραψα τη εμη χειρι εγω αποτισω ινα μη λεγω σοι οτι και σεαυτον μοι προσοφειλεις
20 Já, kæri bróðir, gleddu mig með slíku kærleiksverki og hresstu hjarta mitt í Drottni.
ναι αδελφε εγω σου οναιμην εν κυριω αναπαυσον μου τα σπλαγχνα εν κυριω
21 Ég hef skrifað þér þetta bréf vegna þess að ég álít að þú munir gera það, sem ég bið þig um, og jafnvel enn meira!
πεποιθως τη υπακοη σου εγραψα σοι ειδως οτι και υπερ ο λεγω ποιησεις
22 Viltu hafa herbergi til reiðu handa mér þegar ég kem? Ég vona nefnilega að Guð svari bænum ykkar og leyfi mér að koma til ykkar áður en langt um líður.
αμα δε και ετοιμαζε μοι ξενιαν ελπιζω γαρ οτι δια των προσευχων υμων χαρισθησομαι υμιν
23 Epafras, samfangi minn, sem einnig er hér fyrir að predika Krist Jesú, sendir ykkur kveðju sína.
ασπαζονται σε επαφρας ο συναιχμαλωτος μου εν χριστω ιησου
24 Markús, Aristarkus, Demas og Lúkas, samverkamenn mínir, senda einnig kveðjur.
μαρκος αρισταρχος δημας λουκας οι συνεργοι μου
25 Blessun Drottins Jesú Krists sé með anda þínum. Páll
η χαρις του κυριου ημων ιησου χριστου μετα του πνευματος υμων αμην [προς φιλημονα εγραφη απο ρωμης δια ονησιμου οικετου]

< Fílemonsbréfið 1 >