< 1 Tímóteusarbréf 6 >

1 Kristnir þrælar eiga að vinna vel fyrir eigendur sína og bera virðingu fyrir þeim – látum engan komast upp með að segja að kristið fólk sé lélegt til vinnu! Látum hvorki nafn Guðs né boðskap hans verða fyrir lasti í þessu sambandi.
Let as many as are bondservants under the yoke count their own masters worthy of all honor, that the name of God and the doctrine not be blasphemed.
2 Ef eigandi þrælanna er kristinn, þá er það ekki þrælunum tilefni til að svíkjast um, heldur ættu þeir að vinna af enn meira kappi, því að þannig hjálpa þeir kristnum meðbróður. Allt þetta skaltu kenna, Tímóteus, og hvetja fólk til að fara eftir því.
Those who have believing masters, let them not despise them because they are brothers, but rather let them serve them, because those who partake of the benefit are believing and beloved. Teach and exhort these things.
3 Vera má að sumir hafni þessu en það er sannleikur þrátt fyrir það. Þetta er hin heilnæma kenning Drottins Jesú Krists og hún er undirstaða alls guðrækilegs lífernis. Þeir sem hafna henni, sýna þar með stolt sitt og heimsku.
If anyone teaches a different doctrine and doesn’t consent to sound words, the words of our Lord Yeshua the Messiah, and to the doctrine which is according to godliness,
4 Þeir lenda í endalausum þrætum um skýringar á orðum Krists og vekja deilur, öfund og reiði, sem svo endar í skömmum, klögumálum og tortryggni.
he is conceited, knowing nothing, but obsessed with arguments, disputes, and word battles, from which come envy, strife, insulting, evil suspicions,
5 Hugsanir þessara orðháka eru myrkvaðar synd og þeir kunna ekki að segja satt. Fyrir þeim er trúin aðeins leið til fjár og frama. Forðastu slíka menn.
constant friction of people of corrupt minds and destitute of the truth, who suppose that godliness is a means of gain. Withdraw yourself from such.
6 Hefur þú áhuga á að verða ríkur? Þú ert ríkur, ef þú óttast Guð og ert nægjusamur.
But godliness with contentment is great gain.
7 Ekki höfum við neitt með okkur þegar við komum í þennan heim og við tökum ekki eina einustu krónu með okkur þegar við deyjum.
For we brought nothing into the world, and we certainly can’t carry anything out.
8 Verum því ánægð ef við höfum í okkur og á.
But having food and clothing, we will be content with that.
9 Þeir sem ríkir vilja verða, leiðast auðveldlega út í alls konar vitleysu, ef þeir halda að þar sé gróðavon og þannig hafa margir glatað sálarheill sinni.
But those who are determined to be rich fall into a temptation, a snare, and many foolish and harmful lusts, such as drown men in ruin and destruction.
10 Fégræðgin er upphaf margra synda og peninganna vegna hafa sumir snúið baki við Guði og lent í ógöngum.
For the love of money is a root of all kinds of evil. Some have been led astray from the faith in their greed, and have pierced themselves through with many sorrows.
11 Kæri Tímóteus, þú ert Guðs maður! Forðastu allt illt, en snúðu þér í staðinn að því sem rétt er og gott. Lærðu að treysta Guði og elska aðra menn, og vertu þolinmóður og ljúfur.
But you, man of God, flee these things, and follow after righteousness, godliness, faith, love, perseverance, and gentleness.
12 Manstu hve djarfur þú varst þegar þú játaðir í margra votta viðurvist að þú hefðir eignast eilífa lífið? Haltu fast í það, því að það var Guð sem gaf þér það. (aiōnios g166)
Fight the good fight of faith. Take hold of the eternal life to which you were called, and you confessed the good confession in the sight of many witnesses. (aiōnios g166)
13 Nú skipa ég þér, þar sem þú stendur frammi fyrir augliti Guðs, sem gefur öllu líf, og frammi fyrir Kristi Jesú, sem óhræddur bar fram játningu sína frammi fyrir Pontíusi Pílatusi.
I command you before God who gives life to all things, and before Messiah Yeshua who before Pontius Pilate testified the good confession,
14 Framkvæm þú allt það sem Guð bauð þér að gera, svo að enginn geti fundið neitt að þér eða bent á óheiðarleika í fari þínu, allt þar til Jesús Kristur kemur aftur.
that you keep the commandment without spot, blameless until the appearing of our Lord Yeshua the Messiah,
15 Þá mun Guð láta Krist birtast í dýrð sinni – hann, hinn sæla og máttuga Guð, konung konunganna, Drottin allra drottna,
which at the right time he will show, who is the blessed and only Ruler, the King of kings and Lord of lords.
16 hinn ódauðlega, sem býr í ljósi sem enginn fær nálgast. Enginn maður hefur nokkru sinni séð hann, né mun heldur sjá. Hans er mátturinn, dýrðin og valdið um aldir alda. Amen. (aiōnios g166)
He alone has immortality, dwelling in unapproachable light, whom no man has seen nor can see, to whom be honor and eternal power. Amen. (aiōnios g166)
17 Segðu þeim sem ríkir eru að forðast allan hroka og ekki treysta á peningana, því að þeir eyðast. Segðu þeim heldur að hrósa sér af Guði og setja traust sitt á hann, því að hann veitir okkur fúslega allt sem við þörfnumst. (aiōn g165)
Charge those who are rich in this present age that they not be arrogant, nor have their hope set on the uncertainty of riches, but on the living God, who richly provides us with everything to enjoy; (aiōn g165)
18 Segðu þeim að nota peningana til þess sem gott er. Menn þessir ættu að vera ríkir af góðum verkum og gefa með glöðu geði, þeim sem þurfandi eru – vera reiðubúnir að deila með öðrum því sem Guð hefur gefið þeim.
that they do good, that they be rich in good works, that they be ready to distribute, willing to share;
19 Þannig gætu þeir safnað sér varanlegum fjársjóði á himnum og það er eina örugga fjárfestingin, ef eilífðin er höfð í huga! Þar að auki eiga þeir svo að lifa ávaxtaríku trúarlífi hér á jörðinni.
laying up in store for themselves a good foundation against the time to come, that they may lay hold of eternal life.
20 Kæri Tímóteus, láttu ekki dragast að gera það sem Guð hefur falið þér. Sumir stæra sig af þekkingu sinni, en opinbera þar með fáfræði sína. Forðastu heimskulegar deilur við slíka menn.
Timothy, guard that which is committed to you, turning away from the empty chatter and oppositions of what is falsely called knowledge,
21 Sumir þeirra hafa týnt því sem mestu máli skiptir í lífinu: Þekkingunni á Guði. Náð Guðs sé með þér. Páll
which some profess, and thus have wandered from the faith. Grace be with you. Amen.

< 1 Tímóteusarbréf 6 >