< Psalms 83 >

1 A Song, — A Psalm of Asaph. O God, let there be no silence to Thee, Be not silent, nor be quiet, O God.
Guð, vertu ekki þögull og afskiptalaus þegar við biðjum til þín. Svaraðu okkur! Já, bjargaðu okkur!
2 For, lo, Thine enemies do roar, And those hating Thee have lifted up the head,
Heyrirðu ekki skarkalann og ysinn í hópi óvina þinna? Sérðu ekki hvað þeir aðhafast, þessir hatursmenn þínir?
3 Against Thy people they take crafty counsel, And consult against Thy hidden ones.
Þeir eru með ráðagerðir um að tortíma þeim sem þú elskar!
4 They have said, 'Come, And we cut them off from [being] a nation, And the name of Israel is not remembered any more.'
„Komum!“segja þeir, „þurrkum út Ísrael, svo að þeir hætti að vera til og gleymist.“
5 For they consulted in heart together, Against Thee a covenant they make,
Þetta var samþykkt af leiðtogum þeirra. Þessir undirrituðu sáttmála um að fylkja liði gegn almáttugum Guði:
6 Tents of Edom, and Ishmaelites, Moab, and the Hagarenes,
Ísmaelítar, Edomítar, Móabítar og Hagrítar.
7 Gebal, and Ammon, and Amalek, Philistia with inhabitants of Tyre,
Einnig Gebalmenn, Ammon, Amalek, Filistear og Týrusbúar.
8 Asshur also is joined with them, They have been an arm to sons of Lot. (Selah)
Assýría hefur líka slegist í hópinn og gjört bandalag við afkomendur Lots.
9 Do to them as [to] Midian, As [to] Sisera, as [to] Jabin, at the stream Kishon.
Farðu með þá eins og Midíansmenn forðum, já eins og þú fórst með Sísera og Jabín við Kíshonlæk
10 They were destroyed at Endor, They were dung for the ground!
og með óvini þína við Endór, en lík þeirra urðu að áburði á jörðina.
11 Make their nobles as Oreb and as Zeeb, And as Zebah and Zalmunna all their princes,
Láttu höfðingja þeirra falla eins og Óreb og Seeb, foringja þeirra deyja líkt og Seba og Salmúna
12 Who have said, 'Let us occupy for ourselves The comely places of God.'
sem sögðu: „Leggjum undir okkur haglendi Drottins!“
13 O my God, make them as a rolling thing, As stubble before wind.
Þú, Guð minn, feyktu þeim burt eins og ryki, eins og hismi fyrir vindi
14 As a fire doth burn a forest, And as a flame setteth hills on fire,
– eins og skógi sem brennur til ösku.
15 So dost Thou pursue them with Thy whirlwind, And with Thy hurricane troublest them.
Flæmdu þá burt í óveðri, skelfdu þá með fellibyl þínum.
16 Fill their faces [with] shame, And they seek Thy name, O Jehovah.
Drottinn, láttu þá kenna á andúð þinni uns þeir viðurkenna mátt þinn og vald.
17 They are ashamed and troubled for ever, Yea, they are confounded and lost.
Láttu öll þeirra verk mistakast, svo að þeir skelfist og blygðist sín
18 And they know that Thou — (Thy name [is] Jehovah — by Thyself, ) [Art] the Most High over all the earth!
og viðurkenni að þú einn, Drottinn, ert Guð yfir öllum guðum og að jörðin öll er á þínu valdi.

< Psalms 83 >