< Psalms 96 >
1 Sing ye unto Jehovah a new song: sing unto Jehovah, all the earth.
Syngið Drottni nýjan söng! Syngið þann söng um alla jörðina!
2 Sing unto Jehovah, bless his name; publish his salvation from day to day.
Syngið um velgjörðir hans, lofið nafn hans. Kunngerið hjálpráð hans dag eftir dag.
3 Declare his glory among the nations, his wondrous works among all the peoples.
Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, – allra þjóða. Kunngerið öllum dásemdarverk hans.
4 For Jehovah is great and exceedingly to be praised; he is terrible above all gods.
Því að Drottinn er mikill og mjög vegsamlegur. Hann einn er sá Guð sem rétt er að tilbiðja.
5 For all the gods of the peoples are idols; but Jehovah made the heavens.
Þjóðirnar tilbiðja falsguði eina, en okkar Guð hefur skapað himininn!
6 Majesty and splendour are before him; strength and beauty are in his sanctuary.
Hann er umvafinn heiðri og dýrð, styrkur og fegurð fylla musteri hans.
7 Give unto Jehovah, ye families of peoples, give unto Jehovah glory and strength;
Þið kynkvíslir jarðar, játið Drottni heiður og dýrð.
8 Give unto Jehovah the glory of his name; bring an oblation and come into his courts;
Heiðrið hann eins og skyldugt er! Berið fram fórnina og tilbiðjið hann.
9 Worship Jehovah in holy splendour; tremble before him, all the earth.
Tilbiðjið Drottin í heilagleik og heiðri. Allur heimurinn skjálfi fyrir augliti hans.
10 Say among the nations, Jehovah reigneth! yea, the world is established, it shall not be moved; he will execute judgment upon the peoples with equity.
Kunngjörið þjóðunum að Drottinn er konungur. Hann ríkir yfir alheimi. Hann er skapari jarðar og mun dæma allar þjóðir með réttvísi.
11 Let the heavens rejoice, and let the earth be glad; let the sea roar, and the fulness thereof;
Himnarnir gleðjist og jörðin kætist og brimgnýr hafsins boði tign hans og mátt.
12 Let the field exult and all that is therein. Then shall all the trees of the forest sing for joy,
Ávöxtur jarðar vitnar um dýrð hans og þytur trjánna lofar hann.
13 Before Jehovah, for he cometh; for he cometh to judge the earth: he will judge the world with righteousness, and the peoples in his faithfulness.
Því að Drottinn mun dæma heiminn með réttvísi og þjóðirnar eftir trúfesti sinni!