< Filippiliⱪlarƣa 3 >

1 Ahirida, ǝy ⱪerindaxlirim, Rǝbdǝ xadlininglar! Bularni silǝrgǝ ⱪayta yezix mǝn üqün awariqilik ǝmǝs, bǝlki silǝrgǝ amanliⱪ elip kelidu.
Kæru vinir, verið glaðir vegna samfélagsins við Drottin. Ég þreytist ekki á að segja þetta og þið hafið gott af slíkri hvatningu.
2 Itlardin ⱨezi bolunglar, yamanliⱪ ⱪilƣuqilardin ⱨezi bolunglar, «tilim-tilim kǝsküqilǝr»din ⱨezi bolunglar!
Gætið ykkar á þessum vondu mönnum – ég kalla þá hunda – þeim sem segja að þið verðið að láta umskerast til að geta frelsast.
3 Qünki ⱨǝⱪiⱪiy sünnǝtliklǝr bolsa Hudaning Roⱨi arⱪiliⱪ ibadǝt ⱪilƣuqi, Mǝsiⱨ Əysadin pǝhirlinip tǝntǝnǝ ⱪilƣuqi, ǝtkǝ tayanmaydiƣan bizlǝrdurmiz.
Við verðum ekki börn Guðs með því að skera í líkama okkar, heldur með því að tilbiðja hann í anda okkar – það er hin eina og sanna „umskurn“. Hrós okkar kristinna manna er það sem Jesús Kristur hefur gert fyrir okkur og okkur er ljóst að við getum ekkert gert sjálf til eigin frelsunar.
4 Meningmu ǝtkǝ tayanƣuqilikim bar! Baxⱪilar «ɵz ǝtlirimgǝ tayansam bolidu» desǝ, mǝn tehimu xundaⱪ;
Ef einhver hefði nokkru sinni minnstu von um að geta frelsað sjálfan sig, þá væri það ég. Ef aðrir gætu frelsast fyrir það sem þeir hafa gert, þá gæti ég það áreiðanlega!
5 sünnǝtkǝ kǝlsǝk, mǝn tuƣulup sǝkkizinqi küni sünnǝt ⱪilindim; Israil millitidin, Binyaminning ⱪǝbilisidinmǝn, «Ibraniylarning ibraniyisi»mǝn; Tǝwrat-ⱪanuni tǝrǝptin eytⱪanda, «Pǝrisiy» mǝzⱨipidimu bolƣanmǝn;
Ég var umskorinn, og þar með vígður gyðingdómnum átta daga gamall. Ég er fæddur Gyðingur – kominn af hinni gömlu Benjamínsætt – og er þar með ósvikinn Gyðingur, ef hægt er að taka svo til orða. En það sem meira er, ég tilheyrði flokki farísea og þeir kröfðust skilyrðislausrar hlýðni við öll lög og siðvenjur Gyðinga.
6 Hudaƣa bolƣan ⱪizƣinliⱪimƣa kǝlsǝk, jamaǝtkǝ ziyankǝxlik ⱪilƣuqi idim; Tǝwrat ⱪanuni tǝlǝp ⱪilƣan ⱨǝⱪⱪaniyliⱪⱪa kǝlsǝk, ǝyibisiz idim;
Skyldi ég hafa tekið það alvarlega? Já, hvort ég gerði! Ég ofsótti hina kristnu hatrammlega og reyndi að hlýða hverri einustu reglu og lagagrein út í ystu æsar.
7 ǝmma manga nemǝ ix «paydiliⱪ» bolsa, bularni Mǝsiⱨ sǝwǝbidin ziyanliⱪ dǝp ⱨesablidim;
En hvað er nú orðið um allt þetta sem mér þótti svo mikils virði? Ég fleygði því burt, svo að ég gæti sett allt mitt traust á Krist og hann einan.
8 Mǝsiⱨ Əysa Rǝbbimni tonuxning ǝwzǝlliki wǝjidin, mǝn baxⱪa ⱨǝmmǝ ixni ziyanliⱪ dǝp ⱨesablaymǝn; mǝn dǝrwǝⱪǝ Uning üqünmu ⱨǝmmidin mǝⱨrum bolƣan; bǝrⱨǝⱪ, Mǝsiⱨkǝ erixixim üqün bularni nijasǝt dǝp ⱨesablaymǝnki,
Samanborið við þekkinguna á Kristi Jesú Drottni mínum, er allt annað rusl í mínum augum. Ég hef ýtt öllu öðru til hliðar og met það einskis, til þess að ég geti verið með Kristi og orðið eitt með honum.
9 Mǝsiⱨtǝ bolup, ɵzümdiki ⱪandaⱪtur ⱨǝⱪⱪaniyliⱪ (Tǝwrat ⱪanunidin qiⱪⱪan ⱨǝⱪⱪaniyliⱪ)tin waz keqip, Mǝsiⱨning etiⱪad-sadiⱪliⱪi arⱪiliⱪ bolƣan ⱨǝⱪⱪaniyliⱪ, yǝni etiⱪad arⱪiliⱪ Hudadin bolƣan ⱨǝⱪⱪaniyliⱪⱪa erixǝlǝymǝn;
Nú treysti ég ekki lengur á það, að eigin góðverk eða hlýðni við lög Guðs frelsi mig, heldur treysti ég Kristi einum til þess. Hvernig eignumst við rétta afstöðu til Guðs? Með því að trúa – trúa og treysta Kristi einum.
10 muddiayim Uni tonuxtur, — yǝni Uning ɵlüp tirilixining küq-ⱪudritidǝ yaxap, Uning azabliriƣa sirdax-ⱨǝmdǝmliktǝ bolup, Uning ɵlümini ülgǝ ⱪilip ɵzgǝrtilip,
Nú hef ég varpað öllu öðru fyrir borð, það var eina leiðin til að kynnast Kristi í raun og veru, og því feiknar afli sem reisti hann upp frá dauðum. Að yfirgefa allt var líka eina leiðin til að skilja hvað það er að þjást og deyja með honum.
11 xundaⱪla mumkin ⱪǝdǝr ɵlümdin tirilixkǝ yetixni muddia ⱪilimǝn.
Ég vil verða einn þeirra sem fá hlut í upprisu lífsins hvað sem það kostar.
12 Ularƣa erixtim yaki kamalǝtkǝ yǝttim demǝkqi ǝmǝsmǝn; lekin Mǝsiⱨ Əysaning meni tutuwelixida bolƣan muddia-nixanini ɵzüm tutuwalsam dǝp qepip yürmǝktimǝn.
Ég er ekki að segja að ég sé fullkominn. Enn hef ég ekki lært allt það sem ég á að læra, en ég stefni að því að verða það sem Kristur frelsaði mig til og vill að ég sé.
13 Ⱪerindaxlar, mǝn ɵzümni uni tutuwaldim dǝp ⱪarimaymǝn. Pǝⱪǝt xu bir ixnila ⱪilimǝnki, ɵtüp kǝtkǝn ixlarni untup, aldimdiki ixlarƣa intilip,
Nei, kæru vinir, enn er ég ekki fullkominn, en þetta er mér efst í huga: Að gleyma fortíðinni og horfa fram á við til þess sem í vændum er.
14 nixanni ⱪoƣlap, Hudaning Mǝsiⱨ Əysada bolƣan büyük qaⱪiriⱪidiki in’amiƣa ⱪarap qepip yürmǝktimǝn.
Ég tek á öllu sem ég á til að ná markinu og fá verðlaunin sem Guð hefur heitið okkur á himnum, og allt er það Kristi Jesú að þakka.
15 Əmdi arimizdin kimki pixip yetilgǝn bolsa xu oy-mǝⱪsǝttǝ bolayli. Əgǝr baxⱪiqǝ oy-mǝⱪsǝttǝ bolsanglar, Huda bunimu silǝrgǝ kɵrsitip beridu.
Ég vona að þið sem þroskuð eruð í trúnni, séuð mér sammála, en ef þið eruð ósammála um eitthvert atriði, þá trúi ég því að Guð muni leiða ykkur í allan sannleikann
16 Ⱪandaⱪla bolmisun, ⱪandaⱪ ɵlqǝmgǝ yǝtkǝn bolsaⱪ, xu ɵlqǝm boyiqǝ ⱪǝdǝm besiwerǝyli.
– það er að segja ef þið breytið samkvæmt þeim sannleika sem þið hafið lært.
17 Meni ülgǝ ⱪilip ǝgixinglar, ǝy ⱪerindaxlar, xundaⱪla biz silǝrgǝ tiklǝp bǝrgǝn nǝmunǝ boyiqǝ ohxax yolda mangƣanlarƣimu kɵzünglarni tikip, ulardin ɵgininglar.
Kæru vinir, takið líferni mitt til fyrirmyndar og veitið þeim athygli sem feta í mín fótspor.
18 Qünki silǝrgǝ kɵp ⱪetim eytⱪinimdǝk, wǝ ⱨazirmu kɵz yaxlirim bilǝn ⱪayta eytimǝnki, nurƣun kixilǝr Mǝsiⱨning krestiƣa düxmǝn bolup mangmaⱪta.
Ég hef sagt ykkur það oft áður og ég segi það enn og nú með tárin í augunum: Margir sem telja sig kristna eru í raun og veru óvinir kross Krists.
19 Ularning aⱪiwiti ⱨalakǝttur, hudasi ɵzining ⱪarnidur, xǝripi ⱪilip mahtanƣini ɵz nomussizliⱪidur, oyliƣanliri pǝⱪǝt bu dunyadiki ixlardur.
Glötunin bíður þeirra því að þeir hafa ofurselt sig ágirndinni. Þeir stæra sig af því sem þeir ættu að blygðast sín fyrir og jarðlífið er það eina sem þeir hugsa um.
20 Ⱨalbuki, bizning puⱪraliⱪimiz bolsa ǝrxtidur, biz dǝl xu yǝrdin Nijatkarning qüxüxini intizarliⱪ bilǝn kütmǝktimiz — U bolsa Rǝbbimiz Əysa Mǝsiⱨdur.
En föðurland okkar er á himnum og þar er Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur, sem við væntum.
21 U barliⱪ mǝwjudatlarni Ɵzigǝ boysunduridiƣan ⱪudriti boyiqǝ bizning ǝbgar bu tenimizni ɵzgǝrtip, Ɵzining xan-xǝrǝplik tenigǝ ohxax ⱨalƣa kǝltüridu.
Þegar hann kemur, mun hann breyta stöðugt hrörnandi líkömum okkar í dýrðarlíkama, eins og þann sem hann sjálfur hefur, með guðdómskrafti sínum, sem hann beitir er hann leggur allt undir sig.

< Filippiliⱪlarƣa 3 >