< Kolosserbrevet 3 >

1 Om I alltså ären uppståndna med Kristus, så söken det som är därovan, där varest Kristus är och sitter på Guds högra sida.
Þið eigið hlutdeild í upprisu Krists. Beinið því augum ykkar að því sem er á himnum, þar sem Kristur situr á heiðurs- og valdastóli við hlið Guðs.
2 Ja, haven edert sinne vänt till det som är därovan, icke till det som är på jorden.
Hugsið um himininn og hafið ekki áhyggjur af hinu jarðneska.
3 Ty I haven dött, och edert liv är fördolt med Kristus i Gud.
Þið ættuð að hafa svipaðan áhuga á veraldarvafstrinu og þeir sem eru dauðir! Líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði
4 När Kristus, han som är vårt liv, bliver uppenbarad, då skolen ock I med honom bliva uppenbarade i härlighet.
og þegar Kristur – lífgjafi okkar – kemur aftur, þá munuð þið fá hlutdeild í allri hans dýrð.
5 Så döden nu edra lemmar, som höra jorden till: otukt, orenhet, lusta, ond begärelse, så ock girigheten, som ju är avgudadyrkan;
Snúið því baki við syndinni. Deyðið allar illar hvatir sem leynast hið innra með ykkur. Eigið engan þátt í lauslæti, siðleysi eða svívirðilegri girnd. Verið ekki bundin af veraldlegum gæðum, það er skurðgoðadýrkun.
6 ty för sådant kommer Guds vrede.
Reiði Guðs er yfir þeim sem það gera.
7 I de synderna vandraden också I förut, då I ännu haden edert liv i dem.
Þið voruð áður í þeim hópi og það var ykkur eðlilegt,
8 Men nu skolen också I lägga bort alltsammans; vrede, häftighet, ondska, smädelse och skamligt tal ur eder mun;
en nú er kominn tími til að segja skilið við bræði, vonsku og formælingar.
9 I skolen icke ljuga på varandra. I haven ju avklätt eder den gamla människan med hennes gärningar
Ljúgið ekki framar hvert að öðru. Það tilheyrði ykkar gamla og óhreina lífi, sem er dautt og grafið.
10 och iklätt eder den nya, den som förnyas till sann kunskap och så bliver en avbild av honom som har skapat henne.
Nú lifið þið nýju lífi, sem felst í því að læra að þekkja vilja Guðs og líkjast Kristi meir og meir.
11 Och därvid kommer det icke an på om någon är grek eller jude, omskuren eller oomskuren, barbar eller skyt, träl eller fri; nej, Kristus är allt och i alla.
Nú skiptir þjóðerni ekki lengur máli, né litarháttur, menntun eða þjóðfélagsstaða – það skiptir engu. Nú skiptir máli hvort viðkomandi lifir í trúnni á Krist og það stendur öllum til boða.
12 Så kläden eder nu såsom Guds utvalda, hans heliga och älskade, i hjärtlig barmhärtighet, godhet, ödmjukhet, saktmod, tålamod.
Fyrst Guð hefur elskað ykkur svo heitt og útvalið, þá ættuð þið að kappkosta að sýna öllum góðvild og miskunnsemi. Reynið ekki að þykjast öðrum fremri, heldur verið fús að þola mótlæti með þögn og þolinmæði.
13 Och haven fördrag med varandra och förlåten varandra, om någon har något att förebrå en annan. Såsom Herren har förlåtit eder, så skolen ock I förlåta.
Verið hógvær og fljót að fyrirgefa og berið ekki kala til nokkurs manns. Minnist þess að Drottinn hefur fyrirgefið ykkur og því verðið þið einnig að fyrirgefa öðrum.
14 Men över allt detta skolen I ikläda eder kärleken, ty den är fullkomlighetens sammanhållande band.
En umfram allt, látið kærleikann ráða í lífi ykkar, því að þá verður fullkomið samstarf og eining í söfnuðinum.
15 Och låten Kristi frid regera i edra hjärtan; ty till att äga den ären I ock kallade såsom lemmar i en och samma kropp. Och varen tacksamma.
Látið frið Krists búa í hjörtum ykkar, það er skylda ykkar og jafnframt forréttindi sem hluta af líkama hans. Verið þakklát.
16 Låten Kristi ord rikligen bo ibland eder; undervisen och förmanen varandra i all vishet, med psalmer och lovsånger och andliga visor, och sjungen med tacksägelse till Guds ära i edra hjärtan.
Minnist alls þess sem Kristur kenndi, því að orð hans lífga og auka skilning og hyggindi. Uppfræðið hvert annað í orði hans og flytjið það í sálmum, söngvum, andlegum ljóðum og lofsyngið Drottni með þökk í huga.
17 Och allt, vadhelst I företagen eder i ord eller gärning, gören det allt i Herren Jesu namn och tacken Gud, Fadern, genom honom.
Hvað sem þið gerið eða segið, þá gerið allt vegna Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.
18 I hustrur, underordnen eder edra män, såsom tillbörligt är i Herren.
Eiginkonur, verið undirgefnar mönnum ykkar, því það er vilji Drottins.
19 I män, älsken edra hustrur och varen icke bittra mot dem.
Og eiginmenn, elskið konur ykkar! Sýnið þeim nærgætni en ekki beiskju og hörku.
20 I barn, varen edra föräldrar lydiga i allt, ty detta är välbehagligt i Herren.
Börn! Hlýðið foreldrum ykkar í öllu, því það hæfir þeim sem tilheyra Drottni.
21 I fäder, reten icke edra barn, på det att de icke må bliva klenmodiga.
Og þið foreldrar, verið ekki harðir við börn ykkar, því þá missa þau sjálfstraust og fyllast vanmáttarkennd.
22 I tjänare, varen i allt edra jordiska herrar lydiga, icke med ögontjänst, av begär att behaga människor, utan av uppriktigt hjärta, i Herrens fruktan.
Þrælar, hlýðið ykkar jarðnesku yfirmönnum undanbragðalaust og reynið ávallt að geðjast þeim, en ekki aðeins meðan þeir sjá til. Hlýðið þeim fúslega vegna kærleika ykkar til Drottins og vegna þess að þið viljið þóknast honum.
23 Vadhelst I gören, gören det av hjärtat, såsom tjänaden I Herren och icke människor.
Hvað sem þið gerið, þá vinnið af samviskusemi og gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Drottin en ekki menn.
24 I veten ju, att I till vedergällning skolen av Herren få eder arvedel; den herre I tjänen är Kristus.
Og munið að þið eruð erfingjar Guðs – við öll, sem þjónum honum.
25 Den som gör orätt, han skall få igen den orätt han har gjort, utan anseende till personen.
En ef þið svíkist undan í verki hans, þá verða launin öðruvísi en þið hefðuð kosið – því hann fer ekki í manngreinarálit og þar kemst enginn upp með svik.

< Kolosserbrevet 3 >