< Hebreerbrevet 8 >
1 Men summan af det vi tale är detta; Vi hafvom en sådan öfversta Prest, som sitter på högra handen på majestätsens stol i himmelen;
Kjarni þess, sem við nú höfum sagt, er þetta: Kristur – en prestdómi hans vorum við rétt áðan að lýsa – er okkar æðsti prestur. Hann situr á himnum í hinu æðsta heiðurssæti við hlið Guðs.
2 Och är en skaffare öfver de heliga håfvor, och öfver det sannskyldiga tabernaklet, hvilket Gud upprest hafver, och ingen menniska.
Prestsstörf sín vinnur hann í helgidómi himnanna, hinum sanna tilbeiðslustað, sem ekki er verk manna, heldur Drottins sjálfs.
3 Ty hvar och en öfverste Prest varder skickad till att offra gåfvor och offer; derföre är det af nöden, att denne ock något hafver, det han offra skall.
Starf æðsta prestsins er fólgið í því að bera fram gjafir og fórnir, og fyrst svo er, verður Kristur einnig að bera fram fórn.
4 Hvar han nu vore på jordene, så vore han icke Prest; der Prester äro, de der efter lagen offra gåfvor;
Fórn hans er miklu betri en þær sem jarðneskir prestar bera fram. (Samt fengi hann ekki að vera prestur hér á jörðu, því að hér fara prestarnir enn eftir hinum gömlu reglum lögmálsins þegar þeir bera fram fórnir.)
5 Hvilke tjena eftersynene, och skugganom till de himmelska ting; såsom Mose af Gudi svaradt vardt, då han skulle fullkomna tabernaklet: Se till, sade han, att du gör allt efter den eftersyn, som dig vist är på berget.
Þeir starfa við helgidóm sem er ekki annað en eftirlíking hins himneska helgidóms. Því að þegar Móse bjó sig undir að gera tjaldbúðina, þá áminnti Guð hann um að fara nákvæmlega eftir fyrirmynd himneska helgidómsins, sem honum var sýnd á Sínaífjalli.
6 Men nu hafver han fått ett bättre ämbete, såsom han ens bättre Testaments Medlare är; det ock på bättre löfte satt är.
En Kristur, prestur himnanna, fékk að launum miklu mikilvægara starf en þeir sem þjóna samkvæmt gömlu lögunum. Nýi sáttmálinn, sem hann færði okkur frá Guði, hefur að geyma miklu stórkostlegri loforð en hinn gamli.
7 Ty om det första hade varit ostraffeligit, hade ingalunda vordit sökt rum till ett annat.
Gamli sáttmálinn reyndist einfaldlega ónothæfur. Ef hann hefði komið að gagni, hefði ekki þurft að koma annar nýr í hans stað.
8 Ty han straffar dem, och säger: Si, de dagar skola komma, säger Herren, att jag skall fullkomna öfver Israels hus, och Juda hus, ett nytt Testament;
Það var sjálfur Guð sem kom auga á gallana í þeim gamla og því sagði hann: „Sá dagur mun koma er ég geri nýjan sáttmála við Ísraelsmenn og við Júdamenn.
9 Icke efter det Testamentet, som jag deras fäder gjorde, på den dag då jag tog dem vid deras hand, att utföra dem af Egypti land; efter de blefvo icke ståndande i mitt Testament, så hafver jag ock gifvit dem utu mitt sinne, säger Herren.
Nýi sáttmálinn verður ólíkur þeim gamla, sem ég gaf feðrum þeirra daginn sem ég leiddi þá burt úr Egyptalandi. Um gamla sáttmálann er það að segja, að þeir stóðu ekki við sinn hlut og því varð ég að nema hann úr gildi.
10 Ty detta är det Testament, som jag vill göra Israels huse, efter dessa dagar, säger Herren: Jag vill gifva min lag uti deras sinne, och uti deras hjerta vill jag skrifva dem; och jag vill vara deras Gud, och de skola vara mitt folk.
Nýi sáttmálinn, sem ég mun gera við Ísraelsmenn, hljóðar svo: Ég mun grópa lög mín í hugi þeirra, svo að þeir þekki vilja minn og viti hvað þeir eigi að gera, án þess að ég þurfi að segja þeim það. Ég mun rita þessi lög í hjörtu þeirra svo að þá langi til að hlýða þeim. Ég mun verða Guð þeirra og þeir munu verða mitt fólk.
11 Och skall ingen lära sin nästa, eller sin broder, och säga: Känn Herran; ty de skola alle känna mig, ifrå den minsta ibland dem, och till den största.
Þá mun enginn þurfa að segja við vin sinn, nágranna eða bróður: „Þú ættir að kynnast Drottni“, því að þá munu allir þekkja mig, bæði stórir og smáir.
12 Ty jag varder förblidkad öfver deras orättfärdigheter, och deras synder, och deras ondsko skall jag icke mer ihågkomma.
Ég mun sýna þeim miskunn og fyrirgefa þeim syndir þeirra.“
13 I det han säger: Ett nytt, föråldrade han det första; det nu åldrigt och gammalt är, det är hardt vid ändan.
Guð segir um þessi nýju loforð og þennan nýja sáttmála að þau eigi eftir að taka sæti gamla sáttmálans, því að sá sé orðinn úreltur og hafi verið lagður til hliðar fyrir fullt og allt.