< 1 Yohana 3 >
1 Tazameni ni pendo kuu namna gani alilotupa Baba, kwamba sisi tuitwe wana wa Mungu! Na ndivyo tulivyo. Kwa sababu hii ulimwengu haututambui, kwa kuwa haukumtambua yeye.
Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn á himnum hefur sýnt okkur, að við megum kallast hans börn og það erum við sannarlega! En fáir þekkja Guð og því skilur fólk ekki að við erum börnin hans.
2 Wapendwa, sasa tu wana wa Mungu, lakini bado haijadhihirika tutakavyokuwa, lakini twajua ya kwamba yeye atakapodhihirishwa, tutafanana naye, kwa maana tutamwona kama alivyo.
Kæru vinir, nú erum við Guðs börn, einmitt núna, og við getum ekki ímyndað okkur hvað við eigum í vændum. Eitt vitum við þó: Þegar hann kemur verðum við eins og hann, því að þá munum við sjá hann eins og hann raunverulega er.
3 Kila mmoja mwenye matumaini haya ndani yake hujitakasa, kama vile yeye alivyo mtakatifu.
Sá sem þráir þetta í einlægni reynir að varðveita hreinleika sinn, því að Kristur er hreinn.
4 Kila mtu atendaye dhambi afanya uasi, kwa kuwa dhambi ni uasi.
En þeir, sem halda áfram að syndga, standa í gegn Guði, því að öll synd er andstæð vilja hans.
5 Lakini mwajua ya kuwa yeye alidhihirishwa ili aziondoe dhambi, wala ndani yake hamna dhambi.
Þið vitið að hann gerðist maður til að geta tekið burt syndir okkar og í honum finnst engin synd.
6 Kila mtu akaaye ndani yake hatendi dhambi. Kila mtu atendaye dhambi hakumwona yeye wala hakumtambua.
Ef við höldum okkur nálægt honum og hlýðum honum, munum við forðast að syndga. Þeir sem halda áfram að syndga, gera það vegna þess að þeir hafa aldrei kynnst Guði í raun og veru né orðið börn hans.
7 Watoto wapendwa, mtu yeyote asiwadanganye. Kila mtu atendaye haki ana haki, kama yeye alivyo na haki.
Börnin mín, látið engan villa um fyrir ykkur varðandi þetta: Ef þið haldið áfram að gera það sem rétt er, þá er það vegna þess að þið eruð réttlát eins og Guð.
8 Yeye atendaye dhambi ni wa ibilisi, kwa sababu ibilisi amekuwa akitenda dhambi tangu mwanzo. Kwa kusudi hili Mwana wa Mungu alidhihirishwa, ili aziangamize kazi za ibilisi.
En ef þið haldið áfram að syndga er það merki þess að þið tilheyrið Satani, honum, sem haldið hefur áfram að syndga allt frá því hann drýgði sína fyrstu synd. Sonur Guðs kom til að brjóta niður verk djöfulsins – syndina.
9 Yeyote aliyezaliwa na Mungu hatendi dhambi, kwa sababu uzao wa Mungu wakaa ndani yake, wala hawezi kutenda dhambi kwa sababu amezaliwa na Mungu.
Sá sem er fæddur inn í fjölskyldu Guðs, syndgar ekki af ásettu ráði, því að Guð lifir í honum. Hann getur ekki haldið áfram í synd, því að hann hefur öðlast nýtt líf frá Guði. Guð hefur vakið það innra með honum og stjórnar honum, hann hefur endurfæðst.
10 Kwa jinsi hii tunaweza kujua dhahiri watoto wa Mungu na pia watoto wa ibilisi. Yeyote asiyetenda haki hatokani na Mungu, wala yeye asiyempenda ndugu yake.
Á þessu getum við séð hver er Guðs barn og hver tilheyrir hinum vonda. Hver sem lifir syndugu lífi og er illa við meðbróður sinn, sýnir að hann tilheyrir ekki fjölskyldu Guðs,
11 Hili ndilo neno mlilolisikia tangu mwanzo: Kwamba imetupasa tupendane sisi kwa sisi.
því að boðskapurinn sem við fengum í upphafi, var sá að við ættum að elska hvert annað.
12 Msiwe kama Kaini aliyekuwa wa yule mwovu akamuua ndugu yake. Basi kwa nini alimuua? Ni kwa sababu matendo yake Kaini yalikuwa mabaya na ya ndugu yake yalikuwa ya haki.
Verum ekki eins og Kain, sem tilheyrði Satani og drap bróður sinn. Hvers vegna myrti Kain Abel? Vegna þess að Kain hafði vanið sig á að gera það sem rangt var og vissi að líferni bróður síns var betra en hans.
13 Ndugu zangu, ninyi msistaajabu kama ulimwengu ukiwachukia.
Kæru vinir, undrist því ekki þótt heimurinn hati ykkur.
14 Sisi tunajua ya kwamba tumepita mautini kuingia uzimani, kwa sababu tunawapenda ndugu. Kila asiyempenda ndugu yake akaa mautini.
Ef við elskum meðbræður okkar, þá er ljóst að okkur hefur verið gefið eilíft líf og forðað frá helvíti. Sá sem ekki ber kærleika til annarra, stefnir í eilífan dauða.
15 Yeyote amchukiaye ndugu yake ni muuaji, nanyi mwajua ya kwamba muuaji hana uzima wa milele ndani yake. (aiōnios )
Sá sem hatar meðbróður sinn er í raun og veru morðingi og sá sem hyggur á morð, getur ekki átt eilíft líf. (aiōnios )
16 Kwa namna hii twaweza kulijua pendo la Mungu: Kwa sababu Yesu Kristo aliutoa uhai wake kwa ajili yetu. Nasi imetupasa kuutoa uhai kwa ajili ya hao ndugu.
Við vitum að sannur kærleikur birtist í því að Kristur dó fyrir okkur, við ættum því einnig að fórna lífi okkar fyrir meðbræðurna.
17 Ikiwa mtu anavyo vitu vya ulimwengu huu na akamwona ndugu yake ni mhitaji lakini asimhurumie, upendo wa Mungu wakaaje ndani ya mtu huyo?
Segjum svo að einhver telji sig kristinn og hafi allt til alls, en horfi svo á þurfandi bróður sinn án þess að rétta honum hjálparhönd. Hvernig getur slíkur maður átt í sér kærleika Guðs?
18 Watoto wapendwa, tusipende kwa maneno au kwa ulimi bali kwa tendo na kweli.
Börnin mín, það dugir ekki lengur að segja að við elskum fólk. Við verðum að elska það í raun og veru og sýna það í verki.
19 Basi hivi ndivyo tutakavyoweza kujua ya kuwa sisi tu wa kweli na hivyo twaithibitisha mioyo yetu mbele za Mungu
Ef við gerum það, þá getum við verið viss um að við tilheyrum Guði – vegna verka okkar – og þá höfum við hreina samvisku gagnvart Drottni.
20 kila mara mioyo yetu inapotuhukumu. Kwa maana Mungu ni mkuu kuliko mioyo yetu, naye anajua kila kitu.
En ef við höfum slæma samvisku og finnum að við höfum gert rangt, þá veit Drottinn enn betur, því að hann þekkir öll okkar verk.
21 Wapendwa, kama mioyo yetu haituhukumu, tunao ujasiri mbele za Mungu,
Elskulegu vinir, sé samviska okkar hrein, getum við komið til Drottins í djörfung
22 lolote tuombalo, twalipokea kutoka kwake, kwa sababu tumezitii amri zake na kutenda yale yanayompendeza.
og fengið allt, sem við biðjum hann um, vegna þess að við hlýðum honum og gerum það sem honum er þóknanlegt.
23 Hii ndiyo amri yake: kwamba tuliamini Jina la Mwanawe, Yesu Kristo, na kupendana sisi kwa sisi kama yeye alivyotuamuru.
Þetta vill Guð að við gerum: Trúum á nafn sonar hans, Jesú Krists, og elskum hvert annað.
24 Wale wote wanaozishika amri zake hukaa ndani yake na yeye ndani yao. Hivi ndivyo tunavyojua kwamba anakaa ndani yetu. Nasi twajua hili kwa njia ya Roho yule aliyetupa.
Þeir, sem hlýða Guði, lifa með Guði og hann með þeim. Við vitum að þetta er satt, því að heilagur andi, sem hann hefur gefið okkur, hefur sagt okkur það.