< Salmos 77 >
1 Estaba clamando a Dios con mi voz; a Dios clamé con mi voz, y él me escuchó.
Ég ákalla Drottin. Ég hrópa og kalla til hans. Ó, að hann vildi hlusta!
2 En el día de mi aflicción, mi corazón se volvió hacia el Señor: mi mano estaba extendida en la noche sin descanso; mi alma rehusaba ser consolada.
Ég er í miklum vanda og þarfnast mjög hjálpar hans. Alla nóttina er ég á bæn, ég lyfti höndum til himins, – ég bið og bið. Ég mun ekki eiga glaðan dag fyrr en Drottinn hefur hjálpað mér.
3 Mantendré a Dios en la memoria, con sonidos de dolor; mis pensamientos están turbados, y mi espíritu está vencido. (Selah)
Ég hugsa um Guð, mikið þrái ég hjálp hans!
4 Mantienes mis ojos del sueño; Estoy tan preocupado que no llegan las palabras.
Drottinn, mér mun ekki koma dúr á auga fyrr en þú hefur hjálpað mér. Ég er við það að gefast upp, jafnvel bænin er mér erfið.
5 Mis pensamientos se remontan a los días del pasado, a los años que ya pasaron.
Góðar minningar liðinna ára leita sífellt á huga minn.
6 El recuerdo de mi canción vuelve a mí en la noche; y meditaba en mi corazón; mi espíritu se preguntaba.
Þá sungum við gleðiljóð langt fram á kvöld! Ég velti þessu fyrir mér, íhuga hve allt hefur breyst.
7 ¿El Señor me apartará para siempre? ¿Ya no será amable?
Hefur Drottinn hafnað mér fyrir fullt og allt? Mun hann ekki miskunna mér framar?
8 ¿Su misericordia se ha ido para siempre? tiene su palabra a nada?
Elskar hann mig ekki lengur og er umhyggja hans búin fyrir fullt og allt? Gekk hann á bak orða sinna?
9 ¿Ha olvidado Dios el recuerdo de su compasión? ¿Sus misericordias son cerradas por su ira? (Selah)
Gleymdi hann miskunn sinni við mig, vesalinginn? Hefur hann í reiðikasti lokað dyrum kærleika síns?
10 Y dije: Es un peso sobre mi espíritu; pero tendré en cuenta los años de la diestra del Altísimo.
„Þetta eru örlög mín, “sagði ég, „blessun Guðs hefur snúist í bölvun.“
11 Tendré en cuenta las obras de JAH: mantendré el recuerdo de tus maravillas pasadas.
Ég renni huganum yfir alla þá blessun sem ég hef notið frá Guði.
12 Pensaré en todo tus obras. mientras mi mente repasa tus actos de poder.
Sú gæfa gleymist seint! – Já, hún líður mér aldrei úr minni!
13 Tu camino, oh Dios, es santo: ¿Que dios es tan grande como nuestro Dios?
Guð minn, þínir vegir eru heilagir. Hvar skyldi aðra eins að finna?
14 Tú eres el Dios que hace obras de poder; has hecho clara tu fuerza para las naciones.
Þú ert Guð undra og tákna. Stórvirki þín blasa við augum.
15 Con tu brazo has hecho libre a tu pueblo, los hijos de Jacob y José. (Selah)
Með þinni voldugu hendi bjargaðir þú sonum Jakobs og Jósefs.
16 Te vieron las aguas, oh Dios; las aguas te vieron, tenían miedo; incluso el abismo estaba turbado.
Þegar Rauðahafið sá þig, ókyrrðist það! Jafnvel djúpið skalf af ótta!
17 Las nubes enviaron agua; los cielos emitían un sonido; y relámpagos por todas partes.
Það varð skýfall og þrumur bergmáluðu um himininn. Elding leiftraði.
18 La voz de tu trueno comenzó a rodar; el mundo estaba ardiendo con la luz de la tormenta; la tierra estaba temblando.
Þrumurnar tjáðu reiði þína og eldingarnar lýstu upp jörðina!
19 Tu camino estaba en el mar, y tu camino en las grandes aguas; no había conocimiento de tus pasos.
Þú lagðir veg gegnum hafið – veg sem enginn þekkti áður!
20 Estabas guiando a tu pueblo como un rebaño, por la mano de Moisés y Aarón.
Þú leiddir fólk þitt þessa leið eins og fjárhóp, undir leiðsögn Móse og Arons.