< Salmos 74 >
1 Oh ʼElohim, ¿por qué nos desechaste para siempre? ¿Por qué humea tu ira contra las ovejas de tu prado?
Guð, hvers vegna hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt? Af hverju ertu reiður? Við erum þó þín eigin hjörð?
2 Acuérdate de tu congregación, La que compraste desde tiempo antiguo, La que redimiste para que sea tribu de tu heredad, Y de esta Montaña Sion, donde moras.
Mundu, að við erum þjóðin þín – fólkið sem þú forðum leystir úr útlegð og valdir þér til eignar og gleði. Þú útvaldir Jerúsalem sem bústað þinn á jörðu.
3 Dirige tus pasos hacia las perpetuas desolaciones. Todo destruyó el enemigo en el Santuario.
Fáðu þér göngu og skoðaðu rústirnar! Sjáðu, óvinirnir hafa eyðilagt borgina og musteri þitt.
4 Tus adversarios vociferan en medio de tu lugar de reunión. Pusieron como insignias sus propios estandartes.
Þar, já, inni í helgidómnum, æptu þeir heróp, reistu stríðsfána sína og guðamyndir og fögnuðu sigri!
5 Se parecen a los que levantan hachas en un bosque de árboles.
Allt er eins og rjúkandi rúst, eins og brunninn skógur.
6 Y ahora todas sus entalladuras destruyen con hachas y martillos.
Með öxum sínum og sleggjum hjuggu þeir og brutu allan útskurðinn.
7 Y hasta los cimientos quemaron tu Santuario. Profanaron el lugar de morada de tu Nombre.
Þeir kveiktu í musterinu og gjöreyddu helgidóm þinn, Drottinn.
8 Dijeron en su corazón: Destruyámoslos por completo. Y quemaron todas las congregaciones de ʼEL en la tierra.
„Þurrkum út allt sem minnir á Drottin!“öskruðu þeir og brenndu síðan öll samkomuhús Guðs í landinu.
9 No vemos nuestras insignias, Ya no hay profeta, Ni hay entre nosotros quien sepa hasta cuándo.
Ekkert er nú eftir sem sýnir að við séum þín útvalda þjóð. Spámennirnir eru horfnir og hver getur þá sagt okkur hvenær þessi ósköp munu enda?
10 ¿Hasta cuándo, oh ʼElohim, nos seguirá afrentando el adversario? ¿Seguirá blasfemando tu Nombre para siempre?
Hve lengi ætlar þú Guð að leyfa óvinum þínum að óvirða nafn þitt? Ætlar þú að láta þá komast upp með þetta að eilífu?
11 ¿Por qué retraes tu mano? ¿Por qué escondes tu mano derecha en tu regazo? ¡Destrúyelos!
Eftir hverju ertu að bíða? Af hverju gerir þú ekkert? Ó, rektu þá burt með þinni sterku hendi!
12 Sin embargo, ʼElohim es mi Rey desde antaño, Quien hace obras de salvación en la tierra.
Guð, þú ert konungur minn frá alda öðli. Hjálpar þinnar hef ég notið á öllum mínum ferðum.
13 Tú dividiste el mar con tu poder. Quebraste en las aguas las cabezas de los monstruos.
Þú klaufst hafið með mætti þínum,
14 Tú aplastaste las cabezas de cocodrilo. Lo diste como comida a las criaturas del desierto.
molaðir haus sjávarguðsins!
15 Tú abriste fuentes y torrentes. Secaste corrientes impetuosas.
Eftir skipun þinni opnuðust lindir og þar gat þjóð þín svalað þorstanum. Og þú þurrkaðir fyrir þau farveg Jórdanar, sem annars streymir endalaust.
16 Tuyo es el día, tuya también la noche. Tú preparaste la luz y el sol.
Þú stjórnar bæði nóttu og degi og sólina og stjörnurnar hefur þú skapað.
17 Tú estableciste todos los límites de la tierra. Tú hiciste verano e invierno.
Öll náttúran er á valdi þínu og vetur og sumar eru þín verk.
18 Recuerda esto, oh Yavé, que el enemigo te ofendió, Y gente insensata blasfemó tu Nombre.
Drottinn líttu á, óvinir þínir spotta þig, ofstopalýður óvirðir nafn þitt!
19 No entregues la vida de tu tórtola a las bestias salvajes. No olvides para siempre la vida de tu pobre.
Ó, Drottinn, frelsaðu mig! Verndaðu turtildúfuna þína fyrir ránfuglunum. Bjargaðu eignarlýð þínum úr klóm varganna.
20 Considera el Pacto, Porque los lugares oscuros de la tierra están llenos de habitaciones de violencia.
Minnstu loforða þinna! Landið er hulið myrkri og ofbeldismenn út um allt.
21 No permitas que el oprimido regrese avergonzado. Ordena que los afligidos y menesterosos alaben tu Nombre.
Drottinn, þjóð þín er kúguð, en láttu hana ekki þurfa að þola þessa svívirðing endalaust. Leyfðu hinum fátæku og hrjáðu að lofa nafn þitt!
22 ¡Levántate, oh ʼElohim, y defiende tu propia causa! Recuerda cómo el insensato te ofende todo el día.
Komdu, ó Guð, og ákærðu óvini okkar. Hlustaðu á óþverrann sem þessi illmenni ausa yfir þig alla daga!
23 No olvides la voz de tus adversarios, El tumulto de los que se levantan contra Ti, Que sube de continuo.
Gleymdu ekki formælingum óvina þinna, þær glymja hærra og hærra.