< Salmos 10 >

1 ¿Por qué estás lejos, oh Yavé, Y te escondes en tiempos de angustia?
Drottinn, hvers vegna ert þú víðs fjarri og gerir ekkert í málinu?! Hvers vegna felur þú þig þegar ég þarfnast þín svo mjög?
2 Por la arrogancia del impío el pobre es consumido. ¡Caigan en las trampas que ellos mismos inventaron!
Komdu og lækkaðu rostann í hinum hrokafullu og illgjörnu sem ofsækja lítilmagnann. Láttu illskubrögð þeirra koma þeim sjálfum í koll!
3 Porque el impío se jacta de lo que su alma ansía, Y el avaro maldice y desprecia a Yavé.
Því að þessir menn stæra sig af illsku sinni, hæða Guð og hrósa þeim sem Drottinn fyrirlítur. Að safna auði er þeirra hjartans mál.
4 Con altivez de su semblante, el perverso no averigua. ʼElohim no está en sus pensamientos.
Þessir vondu og sjálfumglöðu menn virðast halda að Guð sé ekki til. Að leita Guðs, það dettur þeim ekki í hug!
5 En todo tiempo sus caminos son torcidos. Tiene tus juicios lejos de su vista. Desprecia a todos sus adversarios.
En samt ná þeir árangri og óvinir þeirra lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þeir vita ekki að refsing þín bíður þeirra.
6 Dice en su corazón: No seré conmovido. A través de todas las generaciones, no estaré en adversidad.
Sá hrokafulli segir: „Hvorki Guð né menn geta stöðvað mig, ég mun finna einhverja leið!“
7 Su boca está llena de maldición, engaños, opresión. Debajo de su lengua hay vejación y maldad.
Munnur hans er fullur af formælingum, lygi og ofbeldi. Hann hrósar sér af illum áformum.
8 Se sienta al acecho, cerca de las aldeas. En escondrijos asesina al inocente. Sus ojos acechan para caerle al desvalido.
Slíkir menn læðast í skúmaskotum borgarinnar og myrða þann sem fram hjá gengur.
9 Acecha en lo encubierto, como un león desde su guarida Espera para arrebatar al pobre. Arrebata al pobre, lo atrae a su red.
Eins og ljón sitja fyrir bráð sinni, sitja þeir fyrir fátæklingnum, tilbúnir að hremma hann. Þeir leggja snörur fyrir fórnarlömb sín, veiða þau í net.
10 Se encoge, se agazapa, Y el indefenso cae en sus fuertes garras.
Hinir ólánssömu undrast mátt þeirra og falla fyrir skeytum þeirra.
11 Dice en su corazón: ʼEL olvidó, Escondió su rostro, no verá jamás.
Þeir segja við sjálfa sig: „Guð sér þetta ekki, og hann mun aldrei komast að því.“
12 ¡Levántate, oh Yavé! ¡Oh ʼEL, levanta tu mano, Y no te olvides del humilde!
Drottinn, rís þú upp! Refsa þeim, ó Guð! Gleymdu ekki fátæklingunum né öðrum sem eiga bágt.
13 ¿Por qué el perverso menosprecia a ʼElohim? Porque en su corazón piensa que no le pedirás cuenta.
Hvers vegna lætur þú illmennin sem spotta þig, ganga laus? Þeir halda að þú munir aldrei refsa þeim.
14 Sin embargo Tú lo ves, Porque observas el agravio y la vejación, Para retribuirlos con tu mano. ¡A Ti se encomienda el desvalido! ¡Tú eres el defensor del huérfano!
Drottinn, þú sérð verk þeirra. Þú þekkir öll þeirra brögð. Allt það böl og hryggðina sem þeir hafa valdið, gjörþekkir þú! Refsaðu þeim Drottinn, og það strax! Drottinn, hinn bágstaddi treystir á þig og þú ert kallaður stoð lítilmagnans.
15 Quebranta el brazo del malvado y del perverso. Persigue su impiedad hasta que no haya ninguna.
Brjóttu armlegg illgjörðamannanna. Veittu þeim eftirför uns enginn er eftir orðinn.
16 Yavé es Rey para siempre jamás. Las naciones que ocupaban su tierra perecerán.
Drottinn er konungur um aldir alda! Þeim sem elta aðra guði verður útrýmt úr landi hans.
17 Oh Yavé, Tú has oído el anhelo de los humildes. Fortaleces sus corazones, tienes atento tu oído
Drottinn, þú þekkir vonir hinna hógværu. Vissulega munt þú heyra hróp þeirra og hugga hjörtu þeirra.
18 A fin de vindicar a los huérfanos y a los oprimidos, Para que el hombre de la tierra no los aterrorice más.
Þú munt láta munaðarlausa og alla kúgaða ná rétti sínum, svo að mennirnir – þeir eru bara mold – beiti ekki lengur ofbeldi.

< Salmos 10 >