< 1 Corintios 10 >
1 Hermanos, deseo que no ignoren que nuestros antepasados estuvieron todos bajo la nube y todos pasaron por el mar.
Gleymum aldrei, vinir mínir, því sem kom fyrir þjóð okkar í eyðimörkinni forðum. Guð vísaði þeim veginn með skýi sem fór á undan þeim, og leiddi þá heilu og höldnu yfir Rauðahafið.
2 Con Moisés, todos fueron bautizados en la nube y en el mar,
Þetta mætti kalla skírn þeirra til fylgdar við Móse – því þeir voru skírðir bæði í hafinu og skýinu.
3 todos comieron el mismo alimento espiritual
Og á yfirnáttúrlegan hátt sendi Guð þeim fæðu að eta og vatn að drekka þarna í miðri eyðimörkinni – þeir drukku vatnið sem Kristur gaf þeim. Hann var þar hjá þeim eins og klettur og veitti andlega svölun og endurnæringu.
4 y todos bebieron la misma bebida espiritual, porque bebían de la Roca espiritual que los seguía, y la Roca era Cristo.
5 Pero muchos de ellos no agradaron a Dios y quedaron tendidos en el desierto.
En þrátt fyrir allt þetta, þá óhlýðnuðust flestir þeirra Guði og hann lét þá falla í eyðimörkinni.
6 Todas esas cosas sucedieron como ejemplos para nosotros, a fin de que no codiciemos cosas malas, como las que ellos codiciaron.
Af þessu sjáum við að við eigum ekki að girnast það sem illt er, eins og þeir gerðu,
7 No adoren ídolos como algunos de ellos. Como está escrito: El pueblo se sentó a comer y a beber, y se levantó a divertirse.
né tilbiðja hjáguði, eins og þeir. Biblían segir: Fólkið settist niður til að eta og drekka og stóð upp til að dansa – kring um gullkálfinn.
8 Ni practiquemos inmoralidad sexual, como algunos de ellos practicaron inmoralidad sexual, y en un día cayeron 23.000.
Önnur aðvörun felst í því sem gerðist þegar sumir þeirra drýgðu hór. Afleiðing þess var að 23.000 þeirra dóu á einum degi!
9 Ni tentemos a Cristo, como algunos de ellos lo tentaron, y murieron mordidos por las serpientes.
Misbjóðið ekki heldur þolinmæði Drottins, það gerðu þeir og dóu því af höggormsbitum.
10 Ni murmuremos, como algunos de ellos murmuraron, y perecieron en manos del destructor.
Kvartið ekki gegn Guði og verkum hans, eins og þeir gerðu, munið að Guð sendi engil sinn til að eyða þeim.
11 Estas cosas les sucedieron como ejemplo, y fueron escritas como amonestación para nosotros, los que vivimos el fin de los tiempos. (aiōn )
Allt þetta henti þá, okkur til viðvörunar. Þessir atburðir voru færðir í letur til þess að við gætum lesið um þá og lært af þeim nú er endalok heimsins nálgast. (aiōn )
12 Así que, el que piensa estar firme, tenga cuidado que no caiga.
Gætið því að ykkur. Hugsið ekki sem svo: Þannig mundi ég aldrei hegða mér, þetta kemur aldrei fyrir mig! Látið þetta ykkur að kenningu verða, því þið gætuð líka gert rangt.
13 No los atrapó alguna tentación que no sea humana. Fiel es Dios, Quien no dejará que sean tentados más de lo que puedan soportar. Y junto con la tentación proveerá la salida para que puedan resistir.
En munið þetta: Þær girndir sem þið þurfið að takast á við í lífi ykkar, eru ekkert nýtt eða einstakt. Margir hafa áður orðið að kljást við sömu vandamál og þið. En engin freisting er óyfirstíganleg. Þið getið treyst því að Guð muni ekki leyfa freistingunni að sigra ykkur. Þessu hefur hann lofað og hann stendur við orð sín. Hann mun sýna ykkur leið til að komast undan freistingunni, til þess að þið getið staðist hana ef þið viljið.
14 Por tanto, amados míos, huyan de la idolatría.
Gætið þess, vinir mínir umfram allt, að forðast hvers konar hjáguðadýrkun.
15 Les hablo como a sabios. Juzguen ustedes lo que digo:
Þið eruð skynsemdarfólk. Dæmið því um það sem ég ætla nú að segja:
16 La copa de bendición que bendecimos, ¿no es [la ]comunión de la sangre de Cristo? El pan que partimos, ¿no es [la ]comunión del cuerpo de Cristo?
Þegar við biðjum um blessun Guðs yfir bikarinn, sem við drekkum af við heilaga kvöldmáltíð, þýðir það þá ekki að allir, sem drekka af honum, njóti saman blessunar af blóði Krists? Og þegar við brjótum brauðið og neytum þess saman, þá sýnir það að við njótum öll sameiginlega gjafa líkama hans.
17 Por cuanto todos participamos del mismo pan, [nosotros], que somos muchos, somos un cuerpo.
Ekki skiptir máli hve mörg við erum, við neytum öll af sama brauði og sýnum þar með að við erum öll limir á líkama Krists.
18 Consideren al pueblo de Israel. ¿Los que comen los sacrificios no participan del altar?
Eins er með Gyðingana, allir sem borða fórnarkjötið eru sameinaðir, bæði innbyrðis og í Guði, í þeirri athöfn.
19 ¿Qué quiero decir con esto? ¿Que un ídolo y la carne sacrificada a ídolos valen algo?
Hvað er ég að reyna að segja? Er ég að segja að skurðgoðin, sem heiðingjarnir færa fórnir, séu lifandi og raunverulegir guðir og að kjöt, þeim fórnað, verði fyrir illum áhrifum? Nei, alls ekki.
20 Más bien digo que ofrecen [los sacrificios a] los demonios y no a Dios. No quiero que ustedes participen con los demonios.
Ég á við að þeir, sem fórna til þessara skurðgoða, eru sameinaðir í því að fórna til illra anda en alls ekki Guðs og ég vil ekki að neitt ykkar eigi samfélag við illa anda.
21 No pueden beber la copa del Señor y la copa de los demonios, ni pueden comer la mesa del Señor y la mesa de demonios.
Þið getið ekki drukkið af bikar Drottins og einnig af bikar Satans. Þið getið ekki meðtekið brauð við máltíð Drottins og einnig við borð illra anda.
22 ¿Provocamos a celos al Señor? ¿Somos más fuertes que Él?
Eigum við að reita Drottin til reiði? Erum við öflugri en hann?
23 Todo es lícito, pero no todo es provechoso. Todo es lícito, pero no todo edifica.
Auðvitað megið þið borða mat sem fórnað hefur verið skurðgoðum, ef þið viljið. Neysla slíks kjöt er ekki brot á lögum Guðs, en það þýðir þó ekki að þið eigið að gera það. Það getur verið leyfilegt en kann þó að vera óráðlegt.
24 Nadie busque su propio bien, sino el del otro.
Hugsið ekki aðeins um ykkur sjálf. Reynið líka að hugsa um meðbróður ykkar og systur og hvað þeim sé fyrir bestu.
25 Coman todo lo que se vende en [la] carnicería sin preguntar por causa de la conciencia,
Farið þannig að: Kaupið það kjöt sem selt er á torginu. Spyrjið ekki hvort það sé fórnarkjöt.
26 porque la tierra y todo lo que hay en ella son del Señor.
Jörðin og öll hennar gæði tilheyra Guði og eru ykkur til gagns og gleði.
27 Si algún incrédulo los invita, y quieren ir, coman todo lo que se sirva sin preguntar por causa de la conciencia.
Ef einhver, sem ekki er kristinn, býður þér í kvöldmat, þá skaltu hiklaust þiggja boðið ef þú vilt. Borðaðu allt sem fyrir þig er sett og spurðu einskis. Þá veistu ekki hvort maturinn hefur verið notaður til fórna eða ekki, og átt því ekki á hættu að fá samviskubit.
28 Pero si alguno les dice: Esto es de lo sacrificado [a ídolos], no coman por causa de aquel que [les] informó, y de la conciencia.
En ef einhver aðvarar þig og segir að þetta sé fórnarkjöt, skaltu ekki borða það, af tillitssemi við þann sem varaði þig við og samvisku hans.
29 No me refiero a tu propia conciencia, sino a la de otro. Pues, ¿por qué se juzga mi libertad por la conciencia de otro?
Í þessu tilviki er það hans afstaða sem máli skiptir en ekki þín. Nú finnst þér ef til vill undarlegt hvers vegna þér ber að láta skoðanir annarra hafa áhrif á og stjórna gerðum þínum.
30 Si yo participo con gratitud, ¿por qué me censuran por [comer] aquello de lo cual doy gracias?
Geti ég þakkað Guði fyrir matinn og notið hans, hvers vegna á ég þá að láta einhvern annan eyðileggja allt, bara af því að honum finnst ég hafa rangt fyrir mér?
31 Por tanto, si comen, beben o hacen cualquier cosa, hagan todo para [la] gloria de Dios.
Jú, sjáið til. Það er vegna þess að allt sem þið gerið á að vera Drottni til dýrðar, jafnvel matur ykkar og drykkur.
32 No ofendan a judíos, ni a griegos ni a la iglesia de Dios,
Verið því ekki öðrum til hneykslunar, hvort sem það eru Gyðingar, heiðingjar eða trúbræður.
33 como también yo procuro complacer a todos en todo, sin procurar mi beneficio, sino el de muchos para que sean salvos.
Þannig fer ég að: Ég reyni að þóknast öllum í öllu sem ég geri, og hugsa þá ekki aðeins um það sem mér fellur best eða gagnast mest, heldur um það sem getur orðið þeim fyrir bestu, svo að þeim verði bjargað – þeir frelsist.