< Salmos 139 >

1 Al maestro de coro. Salmo de David. Yahvé, Tú me penetras y me conoces.
Drottinn, þú rannsakar mig út og inn og veist allt um mig.
2 Sabes cuando me siento y cuando me levanto; de lejos disciernes mis pensamientos.
Hvort ég sit eða stend, það veist þú. Og þú lest hugsanir mínar úr fjarlægð!
3 Si ando y si descanso Tú lo percibes, y todos mis caminos te son familiares.
Þú veist hvert ég stefni og þekkir langanir mínar. Og hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það. Þú veist öllum stundum hvar ég er.
4 No está todavía en mi lengua la palabra, y Tú, Yahvé, ya la sabes toda.
Þú þekkir orðin á tungu minni áður en ég opna munninn!
5 Tú me rodeas por detrás y por delante, y pones tu mano sobre mí.
Þú bæði fylgir mér og ferð á undan mér, leggur hönd þína á höfuð mitt og blessar mig.
6 Maravillosa sobremanera es para mí tal ciencia, demasiado sublime, superior a mi alcance.
Þetta er stórkostlegt! Já, næstum of gott til að vera satt!
7 ¿Adónde iré que me sustraiga a tu espíritu, adónde huiré de tu rostro?
Hvert get ég farið frá anda þínum eða flúið frá augliti þínu?
8 Si subiere al cielo, allí estás Tú; si bajare al abismo, Tú estás presente. (Sheol h7585)
Fari ég til himna, þá ertu þar, til dánarheima, þá ertu líka þar! (Sheol h7585)
9 Si tomare las alas de la aurora, y me posare en el extremo del mar,
Ef ég svifi á skýjum morgunroðans og settist við fjarlæga strönd,
10 también allí me conducirá tu mano, y me tendrá asido tu diestra.
einnig þar mundi hönd þín leiða mig og ég finna styrk þinn og vernd.
11 Si dijera: “Al menos las tinieblas me esconderán”, y a modo de luz me envolviese la noche.
Og þótt ég reyndi að læðast frá þér inn í myrkrið, þá myndi nóttin lýsa eins og dagur!
12 las mismas tinieblas no serían oscuras para Ti, y la noche resplandecería como el día, la oscuridad como la luz.
Því að myrkrið hylur ekkert fyrir Guði, dagur og nótt eru jöfn fyrir þér.
13 Tú formaste mis entrañas; me tejiste en el seno de mi madre.
Öll líffæri mín hefur þú skapað, ofið þau í kviði móður minnar.
14 Te alabo porque te has mostrado maravilloso, porque tus obras son admirables; largamente conoces mi alma,
Þökk, að þú skapaðir mig eins undursamlega og raun ber vitni! Þetta er dásamlegt um að hugsa! Handaverk þín eru stórkostleg – það er mér alveg ljóst.
15 y mi cuerpo no se te ocultaba, aunque lo plasmabas en la oscuridad, tejiéndolo bajo la tierra.
Þú varst til staðar þegar ég var myndaður í leyni.
16 Tus ojos veían ya mis actos, y todos están escritos en tu libro; los días (míos) estaban determinados antes de que ninguno de ellos fuese.
Þú þekktir mig þegar ég var fóstur í móðurkviði og áður en ég sá dagsins ljós hafðir þú ákvarðað alla mína ævidaga – sérhver dagur var skráður í bók þína!
17 Oh Dios ¡cuán difíciles de comprender tus designios! ¡Cuán ingente es su número!
Hugsanir þínar, ó Guð, eru mér torskildar, en samt eru þær stórkostlegar!
18 Si quisiera contarlos, son más que las arenas; si llegara al fin, mi duración sería como la tuya.
Ef ég reyndi að telja þær, þá yrði það mér ofviða því að þær eru fleiri en sandkorn á sjávarströnd! Já, ég mundi vakna eins og af draumi, en hugur minn, hann væri enn hjá þér!
19 ¡Oh, si quitaras la vida, oh Dios, al impío, y se apartasen de mí los hombres perversos!
Vissulega munt þú, Guð, útrýma níðingunum. Já, burt með ykkur, þið morðingjar!
20 Porque con disimulo se rebelan contra Ti; siendo tus enemigos, asumen tu Nombre en vano.
Þeir guðlasta og hreykja sér upp gegn þér – hvílík heimska!
21 ¿Acaso no debo odiar, Yahvé, a los que te odian, y aborrecer a los que contra Ti se enaltecen?
Drottinn, ætti ég ekki að hata þá sem þig hata? Og ætti ég ekki að hafa viðbjóð á þeim?
22 Los odio con odio total; se han hecho mis propios enemigos.
Jú, ég hata þá, því að þínir óvinir eru mínir óvinir.
23 Escudríñame, oh Dios, y explora mi corazón, examíname y observa mi intimidad;
Prófaðu mig Guð. Rannsakaðu hjarta mitt og hugsanir mínar.
24 mira si ando por el falso camino, y condúceme por la senda antigua.
Sýndu mér það í fari mínu sem hryggir þig og leiddu mig svo áfram veginn til eilífs lífs.

< Salmos 139 >