< Marko 1 >

1 Začetek evangelija Jezusa Kristusa, Božjega Sina,
Hér hefst hin einstæða frásaga af Jesú Kristi, syni Guðs.
2 kakor je zapisano v prerokih: »Glej, pošiljam svojega poslanca pred tvojim obličjem, ki bo pripravil tvojo pot pred teboj.
Í bók Jesaja spámanns stendur að Guð muni senda son sinn til jarðarinnar, en áður en hann komi, muni sérstakur sendiboði koma fram og búa heiminn undir komu hans.
3 Glas nekoga, ki kliče v divjini: ›Pripravite Gospodovo pot, izravnajte njegove steze.‹«
Jesaja sagði: „Þessi sendiboði mun búa í óbyggðinni og predika að sérhver maður verði að bæta líferni sitt til að vera viðbúinn komu Drottins.“
4 Janez je krščeval v divjini in oznanjal krst kesanja v odpuščanje grehov.
Þessi sendiboði var Jóhannes skírari. Hann dvaldist í óbyggðinni og boðaði að allir skyldu skírast og láta þannig opinberlega í ljós ákvörðun um að þeir sneru baki við syndinni og tækju á móti fyrirgefningu Guðs.
5 In k njemu je prišla vsa judejska dežela in tisti iz Jeruzalema in vsi so bili po njem krščeni v reki Jordan ter priznavali svoje grehe.
Fólk frá Jerúsalem og allri Júdeu fór út í Júdeueyðimörkina til að sjá Jóhannes og heyra, og þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
6 In Janez je bil odet s kameljo dlako in s pasom iz usnja okoli svojih ledij; in jedel je kobilice in divji med,
Hann var í fötum úr úlfaldahári, hafði leðurbelti um mittið og nærðist á engisprettum og villihunangi.
7 in oznanjal, rekoč: »Za menoj prihaja nekdo, močnejši kakor jaz, čigar čevljev jermena nisem vreden, da bi se sklonil in ju odvezal.
Hér er dæmi um predikun hans: „Innan skamms mun sá koma sem mér er máttugri, já, svo miklu meiri að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þjónn hans.
8 Zares sem vas krstil z vodo, toda on vas bo krstil s Svetim Duhom.«
Ég skíri ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“
9 In pripetilo se je v tistih dneh, da je prišel Jezus iz Nazareta v Galileji in je bil po Janezu krščen v Jordanu.
Þá var það dag einn að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan.
10 In nemudoma, ko se je vzpenjal iz vode, je zagledal odprta nebesa in Duha, podobnega golobici, spuščati se nadenj,
Um leið og Jesús steig upp úr vatninu, sá hann himnana opnast og heilagan anda koma yfir sig í dúfulíki.
11 in prišel je glas z neba, rekoč: »Ti si moj ljubljeni Sin, s katerim sem zelo zadovoljen.«
Og rödd af himnum sagði: „Þú ert minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“
12 In Duh ga je takoj gnal v divjino.
Strax að skírninni lokinni knúði heilagur andi Jesú út í eyðimörkina, og þar var hann einn í fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Jesús hafðist þar við meðal eyðimerkurdýranna og englar þjónuðu honum.
13 In tam, v divjini, je bil štirideset dni skušan od Satana in bil je z divjimi živalmi in angeli so mu stregli.
14 Potem ko je bil torej Janez vtaknjen v ječo, je Jezus prišel v Galilejo in oznanjal evangelij Božjega kraljestva
Eftir að Heródes konungur hafði látið fangelsa Jóhannes fór Jesús til Galíleu og boðaði þar fagnaðarerindi Guðs.
15 ter govoril: »Čas je dopolnjen in Božje kraljestvo se je približalo. Pokesajte se in verjemite evangeliju.«
„Stundin er komin, “sagði hann. „Guðsríki er nálægt! Snúið ykkur frá syndinni og trúið gleðiboðskapnum.“
16 Ko je torej hodil ob Galilejskem morju, je zagledal Simona in njegovega brata Andreja metati mrežo v morje, kajti bila sta ribiča.
Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin.
17 Jezus jima je rekel: »Pridita za menoj in storil vama bom, da postaneta ribiča ljudi.«
Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
18 In nemudoma sta zapustila svoje mreže ter mu sledila.
Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
19 In ko je odšel malce naprej od tam, je zagledal Jakoba, Zebedejevega sina in njegovega brata Janeza, ki sta bila prav tako na ladji in popravljala svoje mreže.
Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín.
20 In nemudoma ju je poklical; in zapustila sta svojega očeta Zebedeja z najetimi služabniki na ladji ter odšla za njim.
Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum.
21 In odšli so v Kafarnáum in nemudoma, na šabatni dan, je vstopil v sinagogo ter učil.
Jesús og félagar hans komu nú til bæjarins Kapernaum og að morgni helgidagsins fóru þeir til samkomuhússins þar sem Gyðingar héldu guðsþjónustur sínar. Þar predikaði Jesús og
22 In nad njegovim naukom so bili osupli, kajti učil jih je kakor nekdo, ki ima oblast in ne kakor pisarji.
fólkið undraðist ræðu hans, því að hann talaði eins og sá sem hefur mikið vald en reyndi ekki að sanna mál sitt með sífelldum tilvitnunum í orð annarra eins og venja var.
23 In v njihovi sinagogi je bil človek z nečistim duhom, in ta je zakričal,
Við guðsþjónustuna var maður haldinn illum anda sem tók að hrópa og kalla:
24 rekoč: »Daj nam mir; kaj imamo opraviti s teboj, ti, Jezus Nazarečan? Ali si prišel, da nas uničiš? Vem, kdo si, Sveti od Boga.«
„Jesús frá Nasaret, af hverju læturðu okkur ekki í friði? Ertu kannski kominn til að gera út af við okkur illu andana? Ég veit hver þú ert, þú ert hinn heilagi sonur Guðs!“
25 In Jezus ga je oštel, rekoč: »Umolkni in pojdi iz njega.«
Jesús skipaði andanum að þegja og fara úr manninum.
26 In ko ga je nečisti duh trgal in zavpil z močnim glasom, je prišel iz njega.
Þá æpti illi andinn og hristi manninn ofsalega og fór síðan út af honum.
27 In vsi so bili osupli, tako zelo, da so se med seboj spraševali, rekoč: »Kakšna beseda je to? Kakšen novi nauk je to? Kajti z oblastjo ukazuje celó nečistim duhovom in oni ga ubogajo.«
Fólkið varð forviða og spurði sín á milli: „Eru þetta ný trúarbrögð? Jafnvel illir andar hlýða honum!“
28 In njegov slôves se je takoj razširil po vsem celotnem področju okoli Galileje.
Og fréttin af atburði þessum barst hratt um alla Galíleu.
29 In ko so prišli iz sinagoge, so z Jakobom in Janezom nemudoma vstopili v Simonovo in Andrejevo hišo.
Þegar Jesús og lærisveinar hans yfirgáfu samkomuhúsið fóru þeir heim til Símonar og Andrésar, þar sem tengdamóðir Símonar lá með mikinn hita. Þeir sögðu Jesú þegar frá henni.
30 Toda Simonova tašča je ležala bolna zaradi vročice in takoj so mu povedali o njej.
31 In prišel je ter jo prijel za roko in jo dvignil; in vročica jo je takoj zapustila in jim je stregla.
Hann gekk að rúminu, tók um hönd hennar og hjálpaði henni að setjast upp og um leið fór hitinn úr henni. Hún klæddi sig og gaf þeim að borða.
32 In zvečer, ko je sonce zašlo, so k njemu privedli vse tiste, ki so bili bolni in tiste, ki so bili obsedeni s hudiči.
Um kvöldið fylltist garðurinn við húsið af sjúklingum sem færðir höfðu verið til Jesú, ásamt öðrum sem haldnir voru illum öndum. Mikill fjöldi bæjarbúa stóð fyrir utan og fylgdist með.
33 In vse mesto je bilo skupaj zbrano pri vratih.
34 In ozdravil je mnoge, ki so bili bolni zaradi različnih bolezni in izgnal mnogo hudičev; hudičem pa ni dovolil govoriti, ker so ga poznali.
Þetta kvöld læknaði Jesús mjög marga og rak illa anda út af mörgum. (Hann bannaði öndunum að tala, því þeir vissu hver hann var.)
35 In zjutraj, ko je vstal veliko pred dnevom, je odšel ven ter se odpravil na samoten kraj in tam molil.
Morguninn eftir var Jesús kominn á fætur löngu fyrir dögun og fór einn á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
36 Simon in tisti, ki so bili z njim, pa so sledili za njim.
Símon og hinir leituðu hann uppi og þegar þeir höfðu fundið hann sögðu þeir: „Allir eru að spyrja um þig.“
37 In ko so ga našli, so mu rekli: »Vsi ljudje te iščejo.«
38 Rekel jim je: »Pojdimo v naslednja mesta, da bom lahko tudi tam oznanjal, kajti zato sem prišel.«
En hann svaraði: „Við verðum einnig að fara til hinna þorpanna og predika þar, því til þess er ég kominn.“
39 In po vsej celotni Galileji je oznanjal v njihovih sinagogah ter izganjal hudiče.
Og Jesús ferðaðist um alla Galíleu, predikaði í samkomuhúsunum og leysti marga undan valdi illu andanna.
40 In k njemu je prišel gobavec, ga rotil in pokleknil navzdol k njemu ter mu rekel: »Če hočeš, me moreš narediti čistega.«
Eitt sinn kom holdsveikur maður, kraup frammi fyrir honum og bað um lækningu. „Þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann biðjandi.
41 In Jezus, prevzet s sočutjem, je iztegnil svojo roko in se ga dotaknil in mu reče: »Hočem; bodi čist.«
Jesús fann til með honum, snerti hann og sagði: „Ég vil það! Læknist þú!“
42 In brž, ko je izgovoril, je gobavost takoj odšla od njega in bil je očiščen.
Samstundis hvarf holdsveikin og maðurinn varð heilbrigður.
43 In strogo mu je zabičal ter ga nemudoma poslal proč,
Jesús sagði við hann, ákveðinni röddu: „Farðu nú til prestanna og láttu þá skoða þig. Hafðu hvergi viðdvöl og talaðu ekki við neinn á leiðinni. Taktu með fórnina, sem Móse fyrirskipar þeim, sem læknast af holdsveiki, og þá munu allir sjá að þú ert orðinn heilbrigður.“
44 ter mu rekel: »Glej, da nikomur nič ne poveš, temveč pojdi svojo pot, pokaži se duhovniku in daruj za svoje očiščenje te stvari, ki jih je Mojzes zapovedal, njim v pričevanje.«
45 Toda ta je odšel ven in začel to zelo naznanjati in besedo na široko razglašati, tako da Jezus ni mogel več javno vstopiti v mesto, temveč je bil zunaj na zapuščenih krajih, in k njemu so prihajali iz vsake četrti.
En maðurinn sagði öllum sem hann mætti á leiðinni að hann væri heill og þar af leiðandi gat Jesús ekki komið opinberlega til neins bæjar án þess að forvitinn mannfjöldi þyrptist að honum. Hann varð því að hafast við úti í óbyggðinni og þangað streymdi fólkið til hans hvaðanæva að.

< Marko 1 >