< От Луки святое благовествование 20 >
1 И бысть во един от дний онех, учащу Ему люди в церкви и благовествующу, приидоша священницы и книжницы со старцы
Dag nokkurn var Jesús að kenna og predika í musterinu. Þá lögðu æðstu prestarnir til atlögu við hann ásamt öðrum trúarleiðtogum og mönnum úr ráðinu.
2 и реша к Нему, глаголюще: рцы нам, коею областию сия твориши, или кто есть давый Тебе власть сию?
Þeir kröfðust þess að hann segði þeim með hvaða valdi hann hefði rekið musteriskaupmennina út.
3 Отвещав же рече к ним: вопрошу вы и Аз единаго словесе, и рцыте Ми:
„Áður en ég svara ætla ég að spyrja ykkur annarrar spurningar, “svaraði hann:
4 крещение Иоанново с небесе ли бе, или от человек?
„Var Jóhannes sendur af Guði eða starfaði hann aðeins í eigin mætti?“
5 Они же помышляху в себе, глаголюще, яко аще речем: с небесе, речет: почто убо не веровасте ему?
Þeir ráðguðust um þetta. „Ef við segjum að boðskapur hans hafi verið frá himnum, þá erum við fallnir í gildru, því að þá spyr hann: „Hvers vegna trúðuð þið honum þá ekki?“
6 Аще ли же речем: от человек, вси людие камением побиют ны: известно бо бе о Иоанне, яко пророк бе.
Ef við segjum hins vegar að Jóhannes hafi ekki verið sendur af Guði, þá ræðst múgurinn á okkur, því allir eru vissir um að hann hafi verið spámaður.“
7 И отвещаша: не вемы откуду.
Að lokum svöruðu þeir: „Við vitum það ekki.“
8 Иисус же рече им: ни Аз глаголю вам, коею областию сия творю.
„Þá mun ég ekki heldur svara spurningu ykkar, “sagði Jesús.
9 Начат же к людем глаголати притчу сию: человек некий насади виноград, и вдаде его делателем, и отиде на лета многа:
Jesús sneri sér aftur að fólkinu og sagði því eftirfarandi sögu: „Maður plantaði víngarð, leigði hann nokkrum bændum og fór síðan til útlanda, þar sem hann bjó í nokkur ár.
10 и во время посла к делателем раба, да от плода винограда дадут ему: делатели же бивше его, послаша тща.
Þegar uppskerutíminn kom, sendi hann einn af mönnum sínum til búgarðsins til að sækja sinn hluta uppskerunnar. En leigjendurnir börðu hann og sendu hann tómhentan til baka.
11 И приложи послати другаго раба: они же и того бивше и досадивше (ему), послаша тща.
Þá sendi hann annan, en sama sagan endurtók sig: Hann var barinn og auðmýktur og sendur allslaus heim.
12 И приложи послати третияго: они же и того уязвльше изгнаша.
Sá þriðji var einnig særður og enn fór á sömu leið. Honum var líka misþyrmt og hann rekinn í burtu.
13 Рече же господин винограда: что сотворю? Послю сына моего возлюбленнаго, еда како, его видевше, усрамятся.
„Hvað á ég að gera“sagði eigandi víngarðsins við sjálfan sig. „Já, nú veit ég það! Ég sendi son minn, sem ég elska, þeir munu áreiðanlega sýna honum virðingu.“
14 Видевше же его делателе, мышляху в себе, глаголюще: сей есть наследник: приидите, убием его, да наше будет достояние.
En þegar leigjendurnir sáu son hans, sögðu þeir: „Nú er tækifærið. Þessi náungi á að erfa allt landið eftir föður sinn. Komum! Drepum hann, og þá eigum við þetta allt.“
15 И изведше его вон из винограда, убиша. Что убо сотворит им господин винограда?
Þeir drógu hann út fyrir víngarðinn og drápu hann. Hvað haldið þið nú að eigandinn hafi gert?
16 Приидет и погубит делатели сия и вдаст виноград инем. Слышавше же рекоша: да не будет.
Það skal ég segja ykkur. Hann mun koma og drepa þá alla og leigja öðrum víngarðinn.“„Annað eins og þetta getur aldrei gerst, “mótmæltu áheyrendur.
17 Он же воззрев на них, рече: что убо писаное сие: камень, егоже небрегоша зиждущии, сей бысть во главу угла?
Jesús horfði á þá og sagði: „Hvað á þá Biblían við þegar hún segir: „Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, var gerður að hornsteini.“
18 Всяк падый на камени том, сокрушится: а на немже падет, стрыет его.
Og hann bætti við: „Hver sá sem hrasar um þann stein, mun limlestast og þeir sem undir honum verða, munu sundurkremjast.“
19 И взыскаша архиерее и книжницы возложити Нань руце в той час и убояшася народа: разумеша бо, яко к ним притчу сию рече.
Nú vildu æðstu prestarnir og trúarleiðtogarnir handtaka hann á stundinni, því að þeir skildu að sagan um víngarðsmennina átti við þá. Þeir voru einmitt þessir forhertu leigjendur í sögunni. En þeir óttuðust að fólkið stofnaði til óeirða ef þeir tækju hann. Þeir reyndu því að fá hann til að segja eitthvað sem hægt væri að ákæra hann fyrir til rómverska landstjórans, og fá hann handtekinn.
20 И наблюдше послаша лаятели, притворяющих себе праведники быти: да имут Его в словеси, во еже предати Его началству и области игемонове.
Með þetta í huga sendu þeir til hans njósnara sem þóttust sakleysið uppmálað.
21 И вопросиша Его, глаголюще: Учителю, вемы, яко право глаголеши и учиши, и не на лица зриши, но воистинну пути Божию учиши:
Þeir sögðu við Jesú: „Herra, við vitum að þú ert heiðarlegur kennari. Þú segir alltaf sannleikann og veitir fræðslu um Guð, en hopar ekki fyrir andstæðingum þínum.
22 достоит ли нам кесареви дань даяти, или ни?
Segðu okkur nú eitt – er rétt að greiða rómverska keisaranum skatt?“
23 Разумев же их лукавство, рече к ним: что Мя искушаете?
Jesús sá við bragðinu og svaraði:
24 Покажите Ми цату: чий имать образ и надписание? Отвещавше же рекоша: кесарев.
„Sýnið mér mynt. Hvers mynd og nafn er á henni?“„Rómverska keisarans, “svöruðu þeir.
25 Он же рече им: воздадите убо, яже кесарева, кесареви, и яже Божия, Богови.
Þá sagði Jesús: „Greiðið keisaranum allt sem hans er – og gefið Guði það sem Guði ber.“
26 И не могоша зазрети глаголгола Его пред людьми: и дивишася о ответе Его и умолчаша.
Bragðið mistókst. Þeir undruðust svar hans og þögðu.
27 Приступиша же нецыи от саддукей, глаголющии воскресению не быти, вопрошаху Его,
Þá komu til hans nokkrir saddúkear. Þeir trúa hvorki á líf eftir dauðann né upprisu. Þeir sögðu:
28 глаголюще: Учителю, Моисей написа нам: аще кому брат умрет имый жену, и той безчаден умрет, да брат его поймет жену и возставит семя брату своему:
„Lög Móse segja að deyi maður barnlaus, þá eigi bróðir hans að kvænast ekkjunni og börn þeirra skulu teljast börn látna mannsins og bera nafn hans.
29 седмь убо братий бе: и первый поят жену, умре безчаден:
Við vitum um sjö bræður. Elsti bróðirinn kvæntist en dó barnlaus.
30 и поят вторый жену, и той умре безчаден:
Bróðir hans kvæntist þá ekkjunni og dó líka barnlaus.
31 и третий поят ю: такожде же и вси седмь: и не оставиша чад и умроша:
Þannig gekk þetta, koll af kolli, þar til allir sjö höfðu átt konuna, en dáið án þess að eiga börn.
32 послежде же всех умре и жена:
Að lokum dó konan líka.
33 в воскресение убо, котораго их будет жена? Седмь бо имеша ю жену.
Nú spyrjum við: Hverjum þeirra verður hún gift í upprisunni, fyrst hún giftist þeim öllum?“
34 И отвещав рече им Иисус: сынове века сего женятся и посягают: (aiōn )
„Hjónabandið er fyrir þá sem lifa á jörðinni, “svaraði Jesús, (aiōn )
35 а сподобльшиися век он улучити и воскресение, еже от мертвых, ни женятся, ни посягают: (aiōn )
„en þeir sem verðskulda guðsríki ganga ekki í hjónaband við upprisuna, (aiōn )
36 ни умрети бо ктому могут: равни бо суть Ангелом и сынове суть Божии, воскресения сынове суще:
og þeir munu aldrei deyja. Þeir eru synir Guðs og eru eins og englarnir. Þeir hafa risið upp frá dauðum til nýs lífs.
37 а яко востают мертвии, и Моисей сказа при купине, якоже глаголет Господа Бога Авраамля и Бога Исаакова и Бога Иаковля:
Hvers vegna efist þið um upprisuna? Sjálfur Móse talar um hana. Hann lýsir því hvernig Guð birtist honum í brennandi runna. Hann talar um að Guð sé „Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“
38 Бог же несть мертвых, но живых: вси бо Тому живи суть.
Ef við segjum að Drottinn sé Guð einhvers manns, þá þýðir það að sá maður er lifandi en ekki dauður! Því Guð er sá sem gefur lífið.“
39 Отвещавше же нецыи от книжник рекоша: Учителю, добре рекл еси.
„Þetta er vel sagt, herra, “sögðu nokkrir lögvitringar sem þar stóðu.
40 Ктому же не смеяху Его вопросити ничесоже. Рече же к ним:
En fleiri urðu spurningarnar ekki, því þeir þorðu ekki að spyrja hann neins!
41 како глаголют Христа Сына Давидова быти?
Nú lagði Jesús spurningu fyrir þá og sagði: „Af hverju segið þið að Kristur sé afkomandi Davíðs konungs?
42 Сам бо Давид глаголет в книзе псаломстей: рече Господь Господеви моему: седи о десную Мене,
Davíð sagði í Sálmunum: „Guð sagði við minn Drottin: „Sittu mér til hægri handar,
43 дондеже положу враги Твоя подножие ногама Твоима.
þar til ég legg óvini þína að fótum þér.““
44 Давид убо Господа Его нарицает, и како Сын ему есть?
Hvernig getur Kristur verið hvort tveggja í senn, sonur Davíðs og Drottinn Davíðs?“
45 Слышащым же всем людем, рече учеником Своим:
Síðan sneri hann sér að lærisveinum sínum og sagði við þá, svo að fólkið heyrði:
46 внемлите себе от книжник хотящих ходити во одеждах и любящих целования на торжищих и председания на сонмищих и преждевозлежания на вечерях:
„Gætið ykkar á þessum fræðimönnum! Þeir njóta þess að ganga um göturnar í fínum fötum og láta fólk hneigja sig fyrir sér. Þeim finnst vænt um heiðurssætin í samkomuhúsum og hátíðarveislum.
47 иже снедают домы вдовиц и виною далече молятся: сии приимут лишше осуждение.
En meðan þeir þylja sínar löngu bænir með helgisvip, eru þeir jafnvel að hugsa upp ráð til að hafa fé af ekkjum. Guð mun því dæma þessa menn til hinnar þyngstu refsingar.“