< Mako 7 >
1 VaFarisi navamwe vavadzidzisi vomurayiro vakanga vauya kuJerusarema vakaungana pana Jesu
Dag nokkurn komu trúarleiðtogarnir frá Jerúsalem til að fylgjast með Jesú.
2 vakaona vamwe vavadzidzi vake vachidya zvokudya namaoko akanga ane “tsvina,” ndiko kuti, asina kushambwa.
Þeir tóku eftir því að sumir lærisveina hans skeyttu engu reglum þeim sem farið var eftir áður en menn neyttu matar.
3 VaFarisi navaJudha vose havadyi kunze kwokunge vamboshamba maoko avo, vachichengeta tsika dzavakuru.
(Gyðingar, og sérstaklega farísear, mötuðust aldrei nema þeir hefðu, samkvæmt sérstökum trúarsiðum, þvegið sér um hendurnar.
4 Pavanenge vadzoka kumusika, havadyi kunze kwokunge vashamba. Uye vanocherechedza dzimwe tsika zhinji, dzakadai sokushambidza mikombe, matende, nemidziyo yokuvirisa mvura.
Þegar þeir komu heim af markaðnum, urðu þeir alltaf að þvo sér á þennan hátt áður en þeir snertu matinn. Þetta var aðeins ein af mörgum reglum þeirra og lögum sem þeir hafa fylgt öldum saman og gera enn. Ein reglan er til dæmis sérstakur trúarlegur þvottur á pottum, pönnum og diskum.)
5 Saka vaFarisi navadzidzisi vomurayiro vakabvunza Jesu vakati, “Seiko vadzidzi venyu vachirega kurarama zviri maererano netsika dzavakuru, zvavanodya zvokudya zvavo ‘namaoko ane tsvina’?”
Trúarleiðtogarnir spurðu því Jesú. „Hvers vegna hlýða lærisveinar þínir ekki aldagömlum venjum okkar? Þeir borða án þess að þvo sér, en það er brot á reglunum.“
6 Akapindura akati, “Isaya akataura zvakanaka paakaprofita pamusoro penyu imi vanyengeri; sezvazvakanyorwa zvichinzi: “‘Vanhu ava vanondikudza nemiromo yavo, asi mwoyo yavo iri kure neni.
„Þið hræsnarar!“svaraði Jesús. „Jesaja spámaður lýsti ykkur vel þegar hann sagði: „Fólk þetta talar fagurlega um Drottin, en það elskar hann ekki. Tilbeiðsla þess er einskis virði, því það heldur því fram að það sé skipun Guðs að fólk hlýði öllum þeirra ómerkilegu reglum.“Jesaja hafði sannarlega rétt fyrir sér!
7 Vanondinamata pasina; dzidziso dzavo dzinongova mirayiro inodzidziswa navanhu.’
8 Makasiya mirayiro yaMwari mukachengetedza tsika dzavanhu.”
Þið virðið að vettugi skýr boð Guðs en takið í staðinn upp ykkar eigin siðvenjur.
9 Uye akati kwavari, “Mune nzira chaiyo yokuisa parutivi nayo mirayiro yaMwari kuitira kuti mucherechedze tsika dzenyuwo!
Með þessu hafnið þið boðum Guðs og traðkið á þeim, til þess eins að gera eins og ykkur langar.
10 Nokuti Mozisi akati, ‘Kudza baba vako namai vako,’ uye ‘Munhu upi zvake achatuka baba vake kana mai vake anofanira kuurayiwa.’
Móse sagði til dæmis: „Heiðraðu föður þinn og móður.“Hann sagði einnig að hver sá er formælti foreldrum sínum væri dauðasekur.
11 Asi imi munoti, kana munhu akati kuna baba kana mai vake, ‘Rubatsiro rupi zvarwo rwamungadaro makagamuchira kubva kwandiri iKobhani’ (ndiko kuti, chipo chakapirwa kuna Mwari),
Þið segið hins vegar að í lagi sé að menn sinni ekki þörfum foreldra sinna og segi við þau: „Mér þykir leitt að geta ekki hjálpað ykkur, en ég hef gefið Guði það sem ég annars hefði gefið ykkur.“
12 ipapo hamuchamuregi achiitira baba kana mai vake chinhu chipi zvacho.
Þannig brjótið þið boðorð Guðs til að geta hlýtt ykkar eigin mannaboðorðum. Þetta er aðeins eitt dæmi, en ég gæti nefnt mörg önnur.“
13 Nokudaro munoparadza shoko raMwari nokuda kwetsika dzenyu dzamakachengeta kusvika zvino. Uye munoita zvinhu zvizhinji zvakadaro.”
14 Jesu akadanazve kwaari vanhu vazhinji akati kwavari, “Nditeererei, imi mose, uye munzwisise izvi.
Síðan kallaði Jesús á fólkið og sagði: „Takið eftir, og reynið að skilja.
15 Hakuna chinhu chinobva kunze ‘chinosvibisa’ munhu nokupinda maari. Asi icho chinobuda mumunhu ndicho chinoita kuti ‘asvibe.’
Sálir ykkar bíða ekki tjón af því sem þið borðið, heldur hinu sem þið hugsið og segið.“
16 Kana munhu ane nzeve dzokunzwa, ngaanzwe.”
17 Zvino akati abva pavanhu vazhinji uye apinda mumba, vadzidzi vake vakamubvunza pamusoro pomufananidzo uyu.
Að því búnu fór hann í húsið til að fá næði fyrir fólkinu. Þá spurðu lærisveinar hans hvað hann hefði átt við með þessum orðum.
18 Akati, “Hamunzwisisi seiko? Hamuoni kuti hakuna chinhu chinopinda mumunhu chichibva kunze chinogona ‘kumusvibisa’?
„Eruð þið líka svona skilningslausir?“spurði hann. „Getið þið ekki skilið að það sem þið borðið skaðar ekki sál ykkar,
19 Nokuti hazvipindi mumwoyo make asi mudumbu make, uyezve zvichizobuda mumuviri wake.” Nokutaura uku, Jesu akati zvokudya zvose zvakanaka.
því maturinn kemst ekki í snertingu við sálina, hann fer aðeins í gegnum meltingarfærin.“(Með þessu átti hann við að leyfilegt væri að neyta hvaða matar sem er.)
20 Akaenderera mberi achiti, “Zvinobuda mumunhu ndizvo zvinomusvibisa.
Síðan bætti hann við: „Það er hugarfarið sem spillir manninum.
21 Nokuti kubva mukati, kubva mumwoyo yavanhu ndimo munobuda mirangariro yakaipa, upombwe, kuba, kuuraya, ufeve,
Frá hjarta hans koma illar hugsanir, girnd, þjófnaður, morð, hórdómur,
22 ruchiva, nouipi, kunyengera, utere, godo, kureva, manyawi noupenzi.
eftirsókn eftir eigum annarra, illmennska, sviksemi, saurlifnaður, öfund, baktal, hroki og alls konar heimska.
23 Zvakaipa izvozvi zvose zvinobuda kubva mukati uye ‘zvinosvibisa munhu.’”
Allt þetta illa kemur innan frá og spillir og óhreinkar manninn í augum Guðs?“
24 Jesu akabva panzvimbo iyo akaenda pedyo neTire. Akapinda mumba akasada kuzivikanwa nomunhu; asi akanga asingagoni kuzvivanza.
Eftir þetta fór Jesús frá Galíleu og norður til héraðanna umhverfis Týrus og Sídon. Hann reyndi að fara huldu höfði en án árangurs. Fréttirnar um komu hans bárust um allt eins og venjulega.
25 Zvakaitika ndezvokuti, paakangonzwa nezvake, mukadzi aiva nomwanasikana akanga akabatwa nomweya wetsvina akauya akawira patsoka dzake.
Kona ein sem þarna var kom til hans. Hún átti dóttur sem haldin var illum anda. Hún hafði heyrt um Jesú og því kom hún nú, kraup við fætur hans,
26 Mukadzi uyu aiva muGiriki, akaberekerwa muFonishia yomuSiria. Akakumbirisa Jesu kuti adzinge dhimoni mumwanasikana wake.
og grátbað hann að losa dótturina við illa andann. (Konan var frá sýrlensku Fönikíu og því heiðingi í augum Gyðinga.)
27 Jesu akati kwaari, “Vana vanofanira kutanga kudya zvavanoda, nokuti hazvina kunaka kutora chingwa chavana uchichikandira kumbwa dzavo.”
Jesús svaraði henni og sagði: „Fyrst verð ég að hjálpa samlöndum mínum – Gyðingunum. Það er ekki rétt að taka matinn frá börnunum og kasta honum til hvolpanna.“
28 Iye akapindura akati, “Hongu Ishe, asi kunyange imbwa dziri pasi petafura dzinodya zvimedu zvezvokudya zvavana wani.”
„Rétt er það, herra, en hvolparnir týna þó upp molana sem börnin leifa, “sagði hún.
29 Ipapo akati kwaari, “Nokuda kwemhinduro yakadai, enda hako; dhimoni rabva pamwanasikana wako.”
„Rétt, “sagði hann, „þú svaraðir vel – svo vel, að nú hef ég læknað dóttur þína! Farðu nú heim – illi andinn er farinn út af henni.“
30 Akadzokera kumba kwake akawana mwana wake avete pamubhedha, uye dhimoni raenda.
Þegar konan kom heim lá litla stúlkan róleg í rúminu; illi andinn var farinn.
31 Ipapo Jesu akabva kunzvimbo yeTire akaenda nokuSidhoni, akaburukira kuGungwa reGarirea uye nokudunhu reDhekapori.
Frá Týrus fór Jesús til Sídonar og síðan til Dekapólis (þorpanna tíu) við Galíleuvatnið.
32 Ikoko vamwe vanhu vakauya kwaari nomurume akanga ari matsi uye asingagoni kunyatsotaura, uye vakamukumbira kwazvo kuti aise ruoko rwake pamusoro pomurume uyu.
Þá var leiddur til hans maður sem bæði var heyrnarlaus og mállaus. Bað fólkið Jesú að leggja hendur yfir hann og lækna hann.
33 Akati aenda naye parutivi, kure noruzhinji, Jesu akaisa minwe yake munzeve dzake. Ipapo akapfira mate akabata rurimi rwomurume uya.
Jesús fór með hann afsíðis, stakk fingrunum í eyru hans og vætti tungu hans með munnvatni sínu.
34 Akatarisa kudenga uye nokugomera kukuru akati kwaari, “Efata!” (kureva kuti, “Dziuka!”)
Síðan horfði hann upp til himins, andvarpaði og sagði: „Opnist þú.“
35 Pakarepo, nzeve dzomurume uya dzakadziuka, rurimi rwake rukasunungurwa uye akatanga kutaura zvakanaka.
Um leið fékk maðurinn fulla heyrn og talaði skýrt!
36 Jesu akavarayira kuti varege kutaurira kana munhu. Asi paakanyanya kuita izvozvo, ndipo pavakanyanya kutaura nezvazvo.
Jesús bannaði fólkinu að láta þetta fréttast, en því meir sem hann bannaði það, því meir var það borið út,
37 Vanhu vakashamiswa zvikuru kwazvo. Vakati, “Akaita zvinhu zvose nenzira yakanaka. Anoita kuti kunyange matsi dzinzwe uye nembeveve dzitaure.”
kraftaverkið hafði mikil áhrif á alla. Fólk sagði: „Allt sem hann gerir er gott. Hann getur meira að segja gefið heyrnarlausum heyrn og mállausum mál.“