< lUkaH 22 >
1 aparaJca kiNvazUnyapUpotsavasya kAla upasthite
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 pradhAnayAjakA adhyAyakAzca yathA taM hantuM zaknuvanti tathopAyAm aceSTanta kintu lokebhyo bibhyuH|
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 etastin samaye dvAdazaziSyeSu gaNita ISkariyotIyarUDhimAn yo yihUdAstasyAntaHkaraNaM zaitAnAzritatvAt
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 sa gatvA yathA yIzuM teSAM kareSu samarpayituM zaknoti tathA mantraNAM pradhAnayAjakaiH senApatibhizca saha cakAra|
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 tena te tuSTAstasmai mudrAM dAtuM paNaM cakruH|
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 tataH soGgIkRtya yathA lokAnAmagocare taM parakareSu samarpayituM zaknoti tathAvakAzaM ceSTitumArebhe|
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 atha kiNvazUnyapUpotmavadine, arthAt yasmin dine nistArotsavasya meSo hantavyastasmin dine
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 yIzuH pitaraM yohanaJcAhUya jagAda, yuvAM gatvAsmAkaM bhojanArthaM nistArotsavasya dravyANyAsAdayataM|
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 tadA tau papracchatuH kucAsAdayAvo bhavataH kecchA?
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 tadA sovAdIt, nagare praviSTe kazcijjalakumbhamAdAya yuvAM sAkSAt kariSyati sa yannivezanaM pravizati yuvAmapi tannivezanaM tatpazcAditvA nivezanapatim iti vAkyaM vadataM,
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 yatrAhaM nistArotsavasya bhojyaM ziSyaiH sArddhaM bhoktuM zaknomi sAtithizAlA kutra? kathAmimAM prabhustvAM pRcchati|
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 tataH sa jano dvitIyaprakoSThIyam ekaM zastaM koSThaM darzayiSyati tatra bhojyamAsAdayataM|
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 tatastau gatvA tadvAkyAnusAreNa sarvvaM dRSdvA tatra nistArotsavIyaM bhojyamAsAdayAmAsatuH|
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 atha kAla upasthite yIzu rdvAdazabhiH preritaiH saha bhoktumupavizya kathitavAn
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 mama duHkhabhogAt pUrvvaM yubhAbhiH saha nistArotsavasyaitasya bhojyaM bhoktuM mayAtivAJchA kRtA|
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 yuSmAn vadAmi, yAvatkAlam IzvararAjye bhojanaM na kariSye tAvatkAlam idaM na bhokSye|
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 tadA sa pAnapAtramAdAya Izvarasya guNAn kIrttayitvA tebhyo datvAvadat, idaM gRhlIta yUyaM vibhajya pivata|
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 yuSmAn vadAmi yAvatkAlam IzvararAjatvasya saMsthApanaM na bhavati tAvad drAkSAphalarasaM na pAsyAmi|
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 tataH pUpaM gRhItvA IzvaraguNAn kIrttayitvA bhaGktA tebhyo datvAvadat, yuSmadarthaM samarpitaM yanmama vapustadidaM, etat karmma mama smaraNArthaM kurudhvaM|
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 atha bhojanAnte tAdRzaM pAtraM gRhItvAvadat, yuSmatkRte pAtitaM yanmama raktaM tena nirNItanavaniyamarUpaM pAnapAtramidaM|
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 pazyata yo mAM parakareSu samarpayiSyati sa mayA saha bhojanAsana upavizati|
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 yathA nirUpitamAste tadanusAreNA manuSyaputrasya gati rbhaviSyati kintu yastaM parakareSu samarpayiSyati tasya santApo bhaviSyati|
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 tadA teSAM ko jana etat karmma kariSyati tat te parasparaM praSTumArebhire|
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 aparaM teSAM ko janaH zreSThatvena gaNayiSyate, atrArthe teSAM vivAdobhavat|
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 asmAt kAraNAt sovadat, anyadezIyAnAM rAjAnaH prajAnAmupari prabhutvaM kurvvanti dAruNazAsanaM kRtvApi te bhUpatitvena vikhyAtA bhavanti ca|
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 kintu yuSmAkaM tathA na bhaviSyati, yo yuSmAkaM zreSTho bhaviSyati sa kaniSThavad bhavatu, yazca mukhyo bhaviSyati sa sevakavadbhavatu|
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 bhojanopaviSTaparicArakayoH kaH zreSThaH? yo bhojanAyopavizati sa kiM zreSTho na bhavati? kintu yuSmAkaM madhye'haM paricArakaivAsmi|
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 aparaJca yuyaM mama parIkSAkAle prathamamArabhya mayA saha sthitA
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 etatkAraNAt pitrA yathA madarthaM rAjyamekaM nirUpitaM tathAhamapi yuSmadarthaM rAjyaM nirUpayAmi|
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 tasmAn mama rAjye bhojanAsane ca bhojanapAne kariSyadhve siMhAsaneSUpavizya cesrAyelIyAnAM dvAdazavaMzAnAM vicAraM kariSyadhve|
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 aparaM prabhuruvAca, he zimon pazya titaunA dhAnyAnIva yuSmAn zaitAn cAlayitum aicchat,
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 kintu tava vizvAsasya lopo yathA na bhavati etat tvadarthaM prArthitaM mayA, tvanmanasi parivarttite ca bhrAtRNAM manAMsi sthirIkuru|
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 tadA sovadat, he prabhohaM tvayA sArddhaM kArAM mRtiJca yAtuM majjitosmi|
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 tataH sa uvAca, he pitara tvAM vadAmi, adya kukkuTaravAt pUrvvaM tvaM matparicayaM vAratrayam apahvoSyase|
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 aparaM sa papraccha, yadA mudrAsampuTaM khAdyapAtraM pAdukAJca vinA yuSmAn prAhiNavaM tadA yuSmAkaM kasyApi nyUnatAsIt? te procuH kasyApi na|
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 tadA sovadat kintvidAnIM mudrAsampuTaM khAdyapAtraM vA yasyAsti tena tadgrahItavyaM, yasya ca kRpANo nAsti tena svavastraM vikrIya sa kretavyaH|
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 yato yuSmAnahaM vadAmi, aparAdhijanaiH sArddhaM gaNitaH sa bhaviSyati| idaM yacchAstrIyaM vacanaM likhitamasti tanmayi phaliSyati yato mama sambandhIyaM sarvvaM setsyati|
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 tadA te procuH prabho pazya imau kRpANau| tataH sovadad etau yatheSTau|
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 atha sa tasmAdvahi rgatvA svAcArAnusAreNa jaitunanAmAdriM jagAma ziSyAzca tatpazcAd yayuH|
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 tatropasthAya sa tAnuvAca, yathA parIkSAyAM na patatha tadarthaM prArthayadhvaM|
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 pazcAt sa tasmAd ekazarakSepAd bahi rgatvA jAnunI pAtayitvA etat prArthayAJcakre,
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 he pita ryadi bhavAn sammanyate tarhi kaMsamenaM mamAntikAd dUraya kintu madicchAnurUpaM na tvadicchAnurUpaM bhavatu|
43 tadA tasmai zaktiM dAtuM svargIyadUto darzanaM dadau|
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 pazcAt sotyantaM yAtanayA vyAkulo bhUtvA punardRDhaM prArthayAJcakre, tasmAd bRhacchoNitabindava iva tasya svedabindavaH pRthivyAM patitumArebhire|
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 atha prArthanAta utthAya ziSyANAM samIpametya tAn manoduHkhino nidritAn dRSTvAvadat
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 kuto nidrAtha? parIkSAyAm apatanArthaM prarthayadhvaM|
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 etatkathAyAH kathanakAle dvAdazaziSyANAM madhye gaNito yihUdAnAmA janatAsahitasteSAm agre calitvA yIzozcumbanArthaM tadantikam Ayayau|
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 tadA yIzuruvAca, he yihUdA kiM cumbanena manuSyaputraM parakareSu samarpayasi?
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 tadA yadyad ghaTiSyate tadanumAya saGgibhiruktaM, he prabho vayaM ki khaGgena ghAtayiSyAmaH?
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 tata ekaH karavAlenAhatya pradhAnayAjakasya dAsasya dakSiNaM karNaM ciccheda|
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 adhUnA nivarttasva ityuktvA yIzustasya zrutiM spRSTvA svasyaM cakAra|
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 pazcAd yIzuH samIpasthAn pradhAnayAjakAn mandirasya senApatIn prAcInAMzca jagAda, yUyaM kRpANAn yaSTIMzca gRhItvA mAM kiM coraM dharttumAyAtAH?
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 yadAhaM yuSmAbhiH saha pratidinaM mandire'tiSThaM tadA mAM dharttaM na pravRttAH, kintvidAnIM yuSmAkaM samayondhakArasya cAdhipatyamasti|
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 atha te taM dhRtvA mahAyAjakasya nivezanaM ninyuH| tataH pitaro dUre dUre pazcAditvA
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 bRhatkoSThasya madhye yatrAgniM jvAlayitvA lokAH sametyopaviSTAstatra taiH sArddham upaviveza|
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 atha vahnisannidhau samupavezakAle kAciddAsI mano nivizya taM nirIkSyAvadat pumAnayaM tasya saGge'sthAt|
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 kintu sa tad apahnutyAvAdIt he nAri tamahaM na paricinomi|
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 kSaNAntare'nyajanastaM dRSTvAbravIt tvamapi teSAM nikarasyaikajanosi| pitaraH pratyuvAca he nara nAhamasmi|
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 tataH sArddhadaNDadvayAt paraM punaranyo jano nizcitya babhASe, eSa tasya saGgIti satyaM yatoyaM gAlIlIyo lokaH|
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 tadA pitara uvAca he nara tvaM yad vadami tadahaM boddhuM na zaknomi, iti vAkye kathitamAtre kukkuTo rurAva|
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 tadA prabhuNA vyAdhuTya pitare nirIkSite kRkavAkuravAt pUrvvaM mAM trirapahnoSyase iti pUrvvoktaM tasya vAkyaM pitaraH smRtvA
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 bahirgatvA mahAkhedena cakranda|
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 tadA yai ryIzurdhRtaste tamupahasya praharttumArebhire|
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 vastreNa tasya dRzau baddhvA kapole capeTAghAtaM kRtvA papracchuH, kaste kapole capeTAghAtaM kRtavAna? gaNayitvA tad vada|
65 tadanyat tadviruddhaM bahunindAvAkyaM vaktumArebhire|
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 atha prabhAte sati lokaprAJcaH pradhAnayAjakA adhyApakAzca sabhAM kRtvA madhyesabhaM yIzumAnIya papracchuH, tvam abhiSikatosi na vAsmAn vada|
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 sa pratyuvAca, mayA tasminnukte'pi yUyaM na vizvasiSyatha|
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 kasmiMzcidvAkye yuSmAn pRSTe'pi mAM na taduttaraM vakSyatha na mAM tyakSyatha ca|
69 kintvitaH paraM manujasutaH sarvvazaktimata Izvarasya dakSiNe pArzve samupavekSyati|
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 tataste papracchuH, rtiha tvamIzvarasya putraH? sa kathayAmAsa, yUyaM yathArthaM vadatha sa evAhaM|
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 tadA te sarvve kathayAmAsuH, rtiha sAkSye'nsasmin asmAkaM kiM prayojanaM? asya svamukhAdeva sAkSyaM prAptam|
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“