< Lucas 22 >
1 Estava pois perto a festa dos pães asmos, chamada a paschoa.
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 E os principaes dos sacerdotes, e os escribas, procuravam como o matariam; porque temiam o povo.
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 Entrou, porém, Satanaz em Judas, que tinha por sobrenome Iscariotes, o qual era do numero dos doze;
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 E foi, e fallou com os principaes dos sacerdotes, e com os capitães, de como lh'o entregaria,
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 Os quaes se alegraram, e convieram em lhe dar dinheiro.
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 E elle prometteu; e buscava opportunidade para lh'o entregar sem alvoroço.
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 Chegou, porém, o dia dos pães asmos, em que importava sacrificar a paschoa.
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 E mandou a Pedro e a João, dizendo: Ide, preparae-nos a paschoa, para que a comamos.
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 E elles lhe disseram: Onde queres que a preparemos?
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 E elle lhes disse: Eis que, quando entrardes na cidade, vos encontrará um homem, levando um cantaro d'agua: segui-o até á casa em que elle entrar.
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 E direis ao pae de familia da casa: O Mestre te diz: Onde está o aposento em que hei de comer a paschoa com os meus discipulos?
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 Então elle vos mostrará um grande cenaculo mobilado; ahi fazei preparativos.
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 E, indo elles, acharam como lhes tinha dito; e prepararam a paschoa.
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 E, chegada a hora, poz-se á mesa, e com elle os doze apostolos.
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 E disse-lhes: Desejei muito comer comvosco esta paschoa, antes que padeça;
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 Porque vos digo que não a comerei mais até que ella se cumpra no reino de Deus.
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 E, tomando o calix, e havendo dado graças, disse: Tomae-o, e reparti-o entre vós;
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 Porque vos digo que já não beberei do fructo da vide, até que venha o reino de Deus.
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 E, tomando o pão, e havendo dado graças, partiu-o, e deu-lh'o, dizendo: Isto é o meu corpo, que por vós é dado; fazei isto em memoria de mim.
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 Similhantemente tomou o calix, depois da ceia, dizendo: Este calix é o Novo Testamento no meu sangue, que é derramado por vós.
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 Porém eis que a mão do que me trahe está comigo á mesa.
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 E, na verdade, o Filho do homem vae segundo o que está determinado; porém ai d'aquelle homem por quem é trahido!
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 E começaram a perguntar entre si qual d'elles seria o que havia de fazer isto.
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 E houve tambem entre elles contenda, sobre qual d'elles parecia ser o maior.
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 E elle lhes disse: Os reis dos gentios dominam sobre elles, e os que teem auctoridade sobre elles são chamados bemfeitores.
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 Mas não sereis vós assim; antes o maior entre vós seja como o menor; e quem governa como quem serve.
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 Pois qual é maior: quem está á mesa, ou quem serve? Porventura não é quem está á mesa? Porém eu entre vós sou como aquelle que serve.
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 E vós sois os que tendes permanecido comigo nas minhas tentações.
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 E eu vos ordeno o reino, como meu Pae m'o ordenou;
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 Para que comaes e bebaes á minha mesa no meu reino, e vos assenteis sobre thronos, julgando as doze tribus d'Israel.
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 Disse tambem o Senhor: Simão, Simão, eis que Satanaz vos pediu para vos cirandar como trigo;
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 Mas eu roguei por ti, para que a tua fé não desfalleça; e tu, quando te converteres, conforta a teus irmãos.
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 E elle lhe disse: Senhor, estou prompto a ir comtigo até á prisão e á morte.
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 Mas elle disse: Digo-te, Pedro, que não cantará hoje o gallo antes que tres vezes negues que me conheces.
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 E disse-lhes: Quando vos mandei sem bolsa, sem alforge, e sem alparcas, faltou-vos porventura alguma coisa? E disseram: Nada.
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 Disse-lhes pois: Mas agora, aquelle que tiver bolsa, tome-a, como tambem o alforge; e, o que não tem espada, venda o seu vestido e compre-a;
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 Porque vos digo que importa que em mim se cumpra ainda aquillo que está escripto: E com os malfeitores foi contado. Porque o que está escripto de mim tem seu cumprimento.
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 E elles disseram: Senhor, eis aqui duas espadas. E elle lhes disse: Basta.
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 E, saindo, foi, como costumava, para o Monte das Oliveiras; e tambem os seus discipulos o seguiram.
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 E, quando chegou áquelle logar, disse-lhes: Orae, para que não entreis em tentação.
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 E apartou-se d'elles cerca de um tiro de pedra; e, pondo-se de joelhos, orava,
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 Dizendo: Pae, se queres, passa de mim este calix, porém não se faça a minha vontade, senão a tua
43 E appareceu-lhe um anjo do céu, que o confortava.
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 E, posto em agonia, orava mais intensamente. E o seu suor fez-se como grandes gotas de sangue, que corriam até ao chão.
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 E, levantando-se da oração, veiu para os seus discipulos, e achou-os dormindo de tristeza.
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 E disse-lhes: Que, estaes dormindo? Levantae-vos, e orae, para que não entreis em tentação.
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 E, estando elle ainda a fallar, eis que a multidão, e um dos doze, que se chamava Judas, ia adiante d'elles, e chegou-se a Jesus para o beijar.
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 E Jesus lhe disse: Judas, com um beijo trahes o Filho do homem?
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 E os que estavam com elle, vendo o que ia succeder, disseram-lhe: Senhor, feriremos á espada?
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 E um d'elles feriu o servo do summo sacerdote, e cortou-lhe a orelha direita.
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 E, respondendo Jesus, disse: Deixae-os; basta. E, tocando-lhe a orelha, o curou.
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 E disse Jesus aos principaes dos sacerdotes, e capitães do templo, e anciãos, que tinham ido contra elle: Saistes, como a um salteador, com espadas e varapaus?
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 Tendo estado todos os dias comvosco no templo, não estendestes as mãos contra mim, porém esta é a vossa hora e o poder das trevas.
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 Então, prendendo-o, o conduziram, e o metteram em casa do summo sacerdote. E Pedro seguia-o de longe.
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 E, havendo-se accendido fogo no meio da sala, e assentando-se juntos, assentou-se Pedro entre elles.
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 E uma certa creada, vendo-o estar assentado ao fogo, e, postos os olhos n'elle, disse: Este tambem estava com elle.
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 Porém elle negou-o, dizendo: Mulher, não o conheço.
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 E, um pouco depois, vendo-o outro, disse: Tu és tambem d'elles. Porém Pedro disse: Homem, não sou.
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 E, passada quasi uma hora, um outro affirmava, dizendo: Tambem este verdadeiramente estava com elle, pois tambem é galileo.
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 E Pedro disse: Homem, não sei o que dizes. E logo, estando elle ainda a fallar, cantou o gallo.
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 E, virando-se o Senhor, olhou para Pedro, e Pedro lembrou-se da palavra do Senhor, como lhe havia dito: Antes que o gallo cante hoje, me negarás tres vezes.
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 E, saindo Pedro para fóra, chorou amargamente.
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 E os homens que detinham Jesus zombavam d'elle, ferindo-o.
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 E, cobrindo-o, feriam-n'o no rosto, e perguntavam-lhe, dizendo: Prophetiza quem é o que te feriu?
65 E outras muitas coisas diziam contra elle, blasphemando.
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 E, logo que foi dia, ajuntaram-se os anciãos do povo, e os principaes dos sacerdotes e os escribas, e o conduziram ao seu concilio,
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 Dizendo: És tu o Christo? dize-nol-o. E disse-lhes: Se vol-o disser, não o crereis;
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 E tambem, se vos perguntar, não me respondereis, nem me soltareis.
69 Desde agora o Filho do homem se assentará á direita do poder de Deus.
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 E disseram todos: Logo, és tu o Filho de Deus? E elle lhes disse: Vós dizeis que eu sou.
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 E disseram elles: De que mais testemunho necessitamos? pois nós mesmos o ouvimos da sua bocca.
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“