< Salmenes 119 >
1 Sæle er dei som gjeng ein ulastande veg, dei som ferdast i Herrens lov!
Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs.
2 Sæle er dei som tek vare på hans vitnemål, som søkjer honom av alt sitt hjarta,
Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna,
3 dei som ikkje gjer urett, men vandrar på hans vegar.
þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum.
4 Du hev gjeve dine fyresegner, at ein skal halda deim vel.
Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim
5 Å, kunde vegarne mine verta faste, so eg heldt dine fyreskrifter!
– ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim.
6 Då skal eg ikkje verta til skammar når eg gjev gaum etter alle dine bodord.
Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld.
7 Eg vil takka deg av eit ærlegt hjarta når eg lærer dine rettferdsdomar.
Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt!
8 Dine fyreskrifter vil eg halda, du må ikkje reint forlata meg.
Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig.
9 Korleis skal ein ungdom halda stigen sin rein? Når han held seg etter ditt ord.
Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim.
10 Av alt mitt hjarta hev eg søkt deg, lat meg ikkje villast burt frå dine bodord!
Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum.
11 I hjarta mitt hev eg gøymt ditt ord, so eg ikkje skal synda imot deg.
Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga.
12 Lova vere du, Herre! Lær meg dine fyreskrifter!
Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín.
13 Med lipporne mine hev eg forkynt alle rettar frå din munn.
Ég fer með lög þín upphátt
14 Eg er glad i vegen etter dine vitnemål som i all rikdom.
– þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi.
15 På dine fyresegner vil eg grunda og skoda på dine stigar.
Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri.
16 I dine fyreskrifter vil eg hava hugnad, og ikkje vil eg gløyma ditt ord.
Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki.
17 Gjer vel imot din tenar, at eg må liva! so vil eg halda ditt ord.
Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir.
18 Lat upp augo mine, at eg kann skoda underlege ting i di lov!
Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu.
19 Ein gjest er eg på jordi, løyn ikkje dine bodord for meg!
Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort!
20 Mi sjæl er sunderknasa av lengting etter dine rettar all tid.
Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst!
21 Du hev truga dei stormodige, dei forbanna, som fer vilt frå dine bodord.
Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig.
22 Tak burt frå meg skam og vanvyrdnad! for dine vitnemål hev eg teke vare på.
Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér.
23 Jamvel hovdingar hev sete i samrøda mot meg; din tenar grundar på dine fyreskrifter.
Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín.
24 Dine vitnemål er og min hugnad, dei er mine rådgjevarar.
Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn.
25 Mi sjæl ligg nedi dusti, haldt meg i live etter ditt ord!
Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu!
26 Eg fortalde um mine vegar, og du svara meg; lær meg dine fyreskrifter!
Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína,
27 Lat meg få skyna vegen etter dine fyresegner! So vil eg grunda på dine under.
svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar.
28 Mi sjæl græt av sorg; reis meg upp etter ditt ord!
Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum.
29 Snu lygnevegen burt frå meg, og unn meg di lov!
Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum,
30 Truskaps veg hev eg valt, dine rettar hev eg sett framfyre meg.
því að ég hef valið að gera rétt.
31 Eg heng fast ved dine vitnemål, Herre, lat meg ikkje verta til skammar!
Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli.
32 Vegen etter dine bodord vil eg springa, for du trøystar mitt hjarta.
Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni.
33 Herre, vis meg vegen etter dine fyreskrifter! so vil eg fara honom alt til endes.
Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það.
34 Gjev meg skyn, so vil eg taka vare på di lov og halda henne av alt mitt hjarta.
Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi.
35 Leid meg på dine bodords stig, for han er til hugnad for meg.
Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?!
36 Bøyg mitt hjarta til dine vitnemål og ikkje til urett vinning!
Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða.
37 Vend augo mine burt, so dei ikkje ser etter fåfengd, haldt meg i live på din veg!
Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín.
38 Uppfyll for din tenar ordet ditt, som gjer at ein ottast deg!
Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast!
39 Tak burt ifrå meg mi skjemsla som eg er rædd, for dine rettar er gode.
Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég.
40 Sjå, eg lengtar etter dine fyresegner, haldt meg i live ved di rettferd.
Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við!
41 Lat di miskunn, Herre, koma yver meg, di frelsa etter ditt ord!
Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum,
42 Eg vil gjeva svar til honom som spottar meg; for eg lit på ditt ord.
og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég.
43 Riv ikkje sannings ord so reint or munnen min, for på dine domar ventar eg.
Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði.
44 Stødt vil eg halda di lov, æveleg og alltid.
Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur
45 Lat meg ferdast i det frie, for eg spør etter dine fyresegner!
og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita.
46 Eg vil tala um dine vitnemål for kongar, og eg skal ikkje verta til skammar.
Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu.
47 Eg vil frygda meg ved dine bodord, som eg elskar.
Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum!
48 Eg vil lyfta mine hender til dine bodord som eg elskar, og eg vil grunda på dine fyreskrifter.
„Komið, komið til mín!“segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau.
49 Kom i hug ditt ord til din tenar, med di du hev gjeve meg von!
Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á.
50 Det er mi trøyst i min vesaldom, at ditt ord hev halde meg i live.
Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga!
51 Ovmodige hev spotta meg mykje, frå di lov hev eg ikkje vike.
Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast.
52 Eg kom i hug, Herre, dine domar frå gamle dagar, og eg vart trøysta.
Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun.
53 Brennande harm hev eg vorte på dei ugudlege som forlet di lov.
Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín.
54 Dine fyreskrifter hev vorte mine lovsongar i det hus der eg bur som framand.
Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi.
55 Um natti kom eg ditt namn i hug, Herre, og eg heldt di lov.
Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna.
56 Dette timdest meg, at eg fekk taka vare på dine fyreskrifter.
Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín.
57 Herren er min lut, sagde eg, med di eg heldt dine ord.
Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum.
58 Eg naudbad deg av alt mitt hjarta: «Ver miskunnsam imot meg etter ditt ord!»
Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér.
59 Eg tenkte på mine vegar og vende mine føter til dine vitnemål.
Þegar ég sá að ég var á rangri leið,
60 Eg skunda meg og tøvra ikkje med å halda dine bodord.
snéri ég við og flýtti mér aftur til þín.
61 Bandi til dei ugudlege hev snørt meg inn, di lov hev eg ikkje gløymt.
Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum.
62 Midt på natti stend eg upp og vil takka deg for dine rettferdslover.
Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði.
63 Eg held meg til alle deim som ottast deg, og som held dine fyresegner.
Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans.
64 Av di miskunn, Herre, er jordi full; lær meg dine fyreskrifter!
Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín!
65 Tenaren din hev du gjort vel imot, Herre, etter ditt ord.
Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér.
66 Lær meg god skynsemd og kunnskap! for eg trur på dine bodord.
Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn.
67 Fyrr eg vart nedbøygd, for eg vilt, men no held eg ditt ord.
Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði.
68 Du er god og gjer godt, lær meg dine fyreskrifter!
Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni.
69 Dei ovmodige hev spunne i hop lygn imot meg, av alt mitt hjarta held eg dine fyresegner.
Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta.
70 Deira hjarta er feitt som talg; eg fegnast ved di lov.
Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum.
71 Det var godt for meg at eg vart nedbøygd, so eg kunde læra dine fyreskrifter.
Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum.
72 Lovi frå din munn er betre for meg enn tusund stykke gull og sylv.
Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri!
73 Dine hender hev gjort meg og laga meg til, gjev meg skyn, so eg kann læra dine bodord!
Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín.
74 Dei som ottast deg, skal sjå meg og gleda seg, for på ditt ord ventar eg.
Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum.
75 Eg veit, Herre, at dine domar er rettferd, og at du i truskap hev bøygt meg ned.
Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott.
76 Lat di miskunn vera til trøyst for meg, etter det du hev sagt til din tenar!
Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér.
77 Lat di miskunn koma yver meg so eg kann liva! for di lov er mi lyst.
Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín.
78 Lat dei ovmodige verta skjemde! for dei hev trykt meg utan årsak. Eg grundar på dine fyresegner.
Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín.
79 Lat deim snu seg til meg, dei som ottast deg, og kjenner dine vitnemål!
Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín.
80 Lat mitt hjarta vera fullkome i dine fyreskrifter, so eg ikkje skal verta til skammar!
Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar.
81 Mi sjæl naudstundar etter di frelsa, eg ventar på ditt ord.
Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér!
82 Mine augo naudstundar etter ditt ord, og eg segjer: «Når vil du trøysta meg?»
Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni?
83 For eg er som ei lerflaska i røyk; dine fyreskrifter gløymer eg ikkje.
Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim.
84 Kor mange er vel dagarne for din tenar? Når vil du halda dom yver deim som forfylgjer meg?
Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum?
85 Dei ovmodige hev grave graver for meg, dei som ikkje liver etter di lov.
Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju.
86 Alle dine bodord er trufaste; med lygn forfylgjer dei meg; hjelp meg!
Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér!
87 Dei hadde so nær tynt meg i landet, men eg hev ikkje forlate dine fyresegner.
Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum.
88 Haldt meg i live etter di miskunn! So vil eg taka vare på vitnemålet frå din munn.
Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum.
89 Til æveleg tid, Herre, stend ditt ord fast i himmelen.
Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð.
90 Frå ætt til ætt varer din truskap, du hev grunnfest jordi, og ho stend.
Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað.
91 Til å setja dine domar i verk stend dei der i dag; for alle ting er dine tenarar.
Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér.
92 Dersom ikkje di lov hadde vore mi lyst, so hadde eg forgjengest i mi djupe naud.
Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín.
93 I all æva skal eg ikkje gløyma dine fyresegner, for ved deim hev du halde meg i live.
Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu.
94 Din er eg, frels meg! for dine fyresegner hev eg spurt etter.
Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum.
95 På meg hev dei ugudlege venta og vil tyna meg; på dine vitnemål agtar eg.
Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur.
96 På alt det fullkomne hev eg set ein ende; men dine bodord rekk ovleg vidt.
Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín.
97 Kor eg hev lovi di kjær! Heile dagen er ho i min tanke.
Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn.
98 Dine bodord gjer meg visare enn mine fiendar, for æveleg eig eg deim.
Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið.
99 Eg hev vorte klokare enn alle mine lærarar, for eg grundar på dine vitnemål.
Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar,
100 Eg er vitugare enn dei gamle, for dine fyresegner hev eg teke vare på.
skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.
101 Frå kvar vond stig hev eg halde mine føter burte, so eg kunde halda ditt ord.
Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum.
102 Frå dine lover hev eg ikkje vike, for du hev lært meg upp.
Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum;
103 Kor søt din tale er for gomen min, betre enn honning for munnen min.
orð þín eru sætari en hunang!
104 Av dine fyresegner fær eg vit, difor hatar eg kvar lygnestig.
Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina?
105 Ditt ord er ei lykt for min fot og eit ljos for min stig.
Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun.
106 Eg hev svore og hev halde det, å taka vare på dine rettferdslover.
Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“
107 Eg er ovleg nedbøygd; Herre, haldt meg i live etter ditt ord!
Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér!
108 Lat min munns offer tekkjast deg, Herre, og lær meg dine rettar!
Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn.
109 Eg gjeng alltid med livet i neven, men di lov hev eg ikkje gløymt.
Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum.
110 Dei ugudlege hev lagt snara for meg; men frå dine fyresegner hev eg ikkje villa meg burt.
Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi.
111 Til æveleg eiga hev eg fenge dine vitnemål, for dei er mi hjartans gleda.
Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu!
112 Eg hev bøygt mitt hjarta til å gjera etter dine fyreskrifter, æveleg og til endes.
Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey.
113 Dei tvihuga hatar eg, men di lov elskar eg.
Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín.
114 Du er mi livd og min skjold, og på ditt ord ventar eg.
Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum.
115 Vik frå meg, de som gjer vondt, at eg kann halda min Guds bodord!
Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs.
116 Haldt meg uppe etter ditt ord, so eg kann liva, og lat meg ikkje verta til skammar med mi von!
Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér.
117 Haldt meg uppe, so eg kann verta frelst! So vil eg alltid sjå med lyst på dine fyreskrifter.
Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín.
118 Du agtar for inkje alle deim som fer vilt frå dine fyreskrifter; for deira svik er fåfengd.
Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar.
119 Som slagg kastar du burt alle ugudlege på jordi; difor elskar eg dine vitnemål.
Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum.
120 Eg rys i holdet av rædsla for deg, og for dine domar ottast eg.
Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan.
121 Eg hev gjort rett og rettferd, du vil ikkje gjeva meg yver til deim som trykkjer meg.
Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu.
122 Gakk i borg for tenaren din, so det må ganga honom vel! lat ikkje dei ovmodige trykkja meg!
Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.
123 Augo mine naudstundar etter di frelsa og etter ditt rettferdsord.
Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig?
124 Gjer med din tenar etter di miskunn og lær meg dine fyreskrifter!
Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni.
125 Eg er din tenar; gjev meg vit, so eg kann kjenna dine vitnemål!
Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri.
126 Det er tid for Herren til å gripa inn, dei hev brote di lov.
Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín.
127 Difor elskar eg dine bodord meir enn gull, ja, meir enn fint gull.
Ég elska boðorð þín meira en skíra gull!
128 Difor held eg alle fyresegner um alle ting for rette; eg hatar kvar lygnestig.
Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá.
129 Underfulle er dine vitnemål, difor tek mi sjæl vare på deim.
Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því?
130 Når ordi dine opnar seg, gjev dei ljos, og dei gjer dei einfalde kloke.
Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau.
131 Eg let munnen upp og sukka av lengting; for etter dine bodord stunda eg.
Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni!
132 Vend deg til meg og ver meg nådig, som rett er mot deim som elskar ditt namn!
Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig.
133 Gjer mine stig faste ved ditt ord, og lat ingen urett råda yver meg!
Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér.
134 Løys du meg ut or menneskjevald! So vil eg halda dine fyresegner.
Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum.
135 Lat di åsyn lysa på din tenar, og lær meg dine fyreskrifter!
Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín.
136 Vatsbekkjer renn or augo mine, av di folk ikkje held di lov.
Ég græt því að lög þín eru fótum troðin.
137 Rettferdig er du, Herre, og rette er dine domar.
Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn.
138 Du hev fyreskrive dine vitnemål i rettferd og i stor truskap.
Skipanir þínar góðar og réttlátar.
139 Min brennhug hev tært meg upp, av di mine motstandarar hev gløymt dine ord.
Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín.
140 Ditt ord er vel reinsa, og din tenar elskar det.
Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau!
141 Liten er eg og vanvyrd; dine fyresegner hev eg ikkje gløymt.
Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
142 Di rettferd er ei æveleg rettferd, og di lov er sanning.
Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti.
143 Naud og trengsla fann meg; dine bodord er mi lyst.
Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð.
144 Rettferdige er dine vitnemål til æveleg tid; gjev meg skyn, so eg kann liva!
Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi.
145 Eg ropar av alt mitt hjarta, svara meg, Herre! Dine fyreskrifter vil eg taka vare på.
Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum.
146 Eg ropar til deg, frels meg! so vil eg halda dine vitnemål.
„Bjargaðu mér!“hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“
147 Tidleg i dagningi var eg uppe og ropa um hjelp; eg venta på ditt ord.
Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars.
148 Mine augo var uppe fyre nattevakterne, so eg kunde grunda på ditt ord.
Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín.
149 Høyr mi røyst etter di miskunn, Herre, haldt meg i live etter dine domar!
Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér.
150 Dei er nær som renner etter ugjerning; frå di lov er dei langt burte.
Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki.
151 Du er nær, Herre, og alle dine bodord er sanning.
En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð.
152 Longe sidan veit eg av dine vitnemål, at du hev grunnfest deim i all æva.
Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki.
153 Sjå til mi djupe naud og fria meg ut! For di lov hev eg ikkje gløymt.
Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt.
154 Før mi sak, og løys meg ut, haldt meg i live etter ditt ord!
Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu.
155 Frelsa er langt frå dei ugudlege, for dine fyreskrifter spør dei ikkje etter.
Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín.
156 Di miskunn er stor, Herre; haldt meg i live etter dine domar!
Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu!
157 Mange er dei som forfylgjer meg og stend meg imot; frå dine vitnemål hev eg ikkje vike.
Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki.
158 Eg såg dei utrue og fekk uhug, av di dei ikkje heldt ditt ord.
Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt.
159 Sjå at eg hev elska dine fyresegner! Herre, haldt meg i live etter di miskunn!
Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu.
160 Summen av ditt ord er sanning, og æveleg stend all di rettferds lov.
Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu.
161 Hovdingar forfylgde meg utan orsak, men mitt hjarta ottast dine ord.
Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu!
162 Eg gled meg yver ditt ord, som når ein finn mykje herfang.
Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði.
163 Lygn hev eg hata og havt stygg til; di lov hev eg elska.
Ég hata lygi og fals, en elska lög þín.
164 Sju gonger um dagen hev eg lova deg for dine rettferdige domar.
Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða.
165 Mykje fred hev dei som elskar di lov, og ingen støyt fær deim til fall.
Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun.
166 Eg hev venta på di frelsa, Herre, og dine bodord hev eg halde.
Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum.
167 Mi sjæl hev halde dine vitnemål, og eg elska deim mykje.
Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta.
168 Eg hev halde dine fyresegner og dine vitnemål, for alle mine vegar er for di åsyn.
Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls.
169 Lat mitt klagerop koma fram for di åsyn, Herre! Gjev meg skyn etter ditt ord.
Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu.
170 Lat mi bøn koma for di åsyn! Frels meg etter ditt ord!
Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér.
171 Mine lippor skal fløda yver av lovsong, for du lærer meg dine fyreskrifter;
Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín.
172 Mi tunga skal syngja um ditt ord; for alle dine bodord er rettferd.
Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát.
173 Lat di hand vera meg til hjelp! for dine fyresegner hev eg valt ut.
Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér.
174 Eg lengtar etter di frelsa, Herre, og di lov er mi lyst.
Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég!
175 Lat mi sjæl leva og lova deg, og lat dine domar hjelpa meg!
Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins.
176 Eg hev fare vilt; leita upp din tenar som ein burtkomen sau! for dine bodord hev eg ikkje gløymt.
Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.