< Matteus 27 >
1 Da det nu var blitt morgen, holdt alle yppersteprestene og folkets eldste råd imot Jesus, at de kunde drepe ham,
Við dagrenningu hittust æðstu prestarnir og leiðtogarnir á ný til að ræða hvernig þeir ættu að fá Jesú dæmdan til dauða.
2 og de bandt ham og førte ham bort og overgav ham til landshøvdingen Pilatus.
Eftir það bundu þeir hann og sendu til Pílatusar, rómverska landstjórans.
3 Da nu Judas, som forrådte ham, så at han var blitt domfelt, angret han det, og han kom tilbake til yppersteprestene og de eldste med de tretti sølvpenninger og sa:
Þegar Júdasi, þeim er sveik hann, varð ljóst að Jesús hafði verið dæmdur til dauða, iðraðist hann gjörða sinna. Hann fór aftur með peningana til æðstu prestanna og hinna leiðtoganna og sagði:
4 Jeg har syndet da jeg forrådte uskyldig blod. Men de sa: Hvad kommer det oss ved? Se du dertil!
„Ég hef syndgað með því að svíkja saklausan mann.“„Það er þitt mál og þú um það!“svöruðu þeir hranalega.
5 Da kastet han sølvpengene inn i templet, og gikk bort og hengte sig.
Þá hljóp hann inn í musterið, fleygði peningunum á gólfið, fór síðan burt og hengdi sig.
6 Men yppersteprestene tok sølvpengene og sa: Det er ikke tillatt å legge dem i tempelkisten; for det er blodpenger.
Æðstu prestarnir tíndu peningana upp og sögðu: „Okkur er óheimilt að setja þá í samskotabaukinn, því það er ólöglegt að leggja í hann peninga sem greiddir eru fyrir morð.“
7 Og de holdt råd med hverandre, og kjøpte for pengene pottemakerens aker til gravsted for fremmede.
Síðan ræddu þeir málið og ákváðu loks að kaupa akur nokkurn fyrir peningana, en þar fannst leir sem leirkerasmiðir notuðu við iðn sína. Þetta svæði gerðu þeir síðan að grafreit fyrir útlendinga sem létust í Jerúsalem,
8 Derfor heter denne aker Blodakeren den dag idag.
og það er ástæða þess að grafreiturinn er enn kallaður „Blóðakur“.
9 Da blev det opfylt som er talt ved profeten Jeremias, som sier: Og de tok de tretti sølvpenninger, den verdsattes verdi, han som Israels barn lot verdsette,
Þar með rættist spádómur Jeremía: „Og ég tók þessa þrjátíu silfurpeninga – en á það mátu Ísraelsmenn hann –
10 og de gav dem for pottemakerens aker, således som Herren bød mig.
og keypti akur leirkerasmiðsins, eins og Drottinn hafði sagt mér að gera.“
11 Men Jesus blev stilt frem for landshøvdingen. Og landshøvdingen spurte ham: Er du jødenes konge? Jesus sa til ham: Du sier det.
Nú stóð Jesús frammi fyrir Pílatusi, rómverska landsstjóranum. „Ert þú Kristur, konungur Gyðinga, “spurði landstjórinn. „Já, “svaraði Jesús.
12 Og på alle yppersteprestenes og de eldstes klagemål svarte han intet.
Þá tóku æðstu prestarnir og leiðtogar þjóðarinnar að bera fram ákærur, en hann svaraði engu.
13 Da sa Pilatus til ham: Hører du ikke hvor meget de vidner imot dig?
„Heyrirðu ekki hvað þeir segja?“spurði Pílatus,
14 Og han svarte ham ikke på et eneste ord, så landshøvdingen undret sig storlig.
og honum til mikillar furðu svaraði Jesús engu orði.
15 Men på høitiden pleide landshøvdingen å gi folket en fange fri, hvem de vilde.
Landstjórinn var vanur að náða einn fanga ár hvert, á páskahátíðinni, einhvern þann sem fólkið kysi.
16 Nu hadde de dengang en vel kjent fange, som hette Barabbas.
Þetta árið var alræmdur glæpamaður að nafni Barrabas í fangelsi.
17 Da de nu var samlet, sa Pilatus til dem: Hvem vil I jeg skal gi eder fri, Barabbas eller Jesus, som de kaller Messias?
Pílatus spurði fólkið sem hafði safnast saman framan við höllina: „Hvorn viljið þið að ég náði, Barrabas eða Jesú, sem kallast Kristur?“
18 For han visste at det var av avind de hadde overgitt ham til ham.
Pílatusi var fullljóst að ástæðan fyrir því að leiðtogar Gyðinga höfðu handtekið Jesú var öfund vegna vinsælda hans meðal fólksins.
19 Men mens han satt på dommersetet, sendte hans hustru bud til ham og lot si: Ha ikke noget med denne rettferdige å gjøre! for jeg har lidt meget i drømme idag for hans skyld.
En rétt í þessu, meðan Pílatus var að stjórna málaferlunum, var komið með eftirfarandi skilaboð frá konu hans: „Láttu þennan góða mann í friði, því í nótt fékk ég hræðilega martröð hans vegna.“
20 Men yppersteprestene og de eldste overtalte folket til å be om å få Barabbas fri, og Jesus avlivet.
Meðan Pílatus var að íhuga skilaboðin frá konu sinni, kepptust æðstu prestarnir og leiðtogar fólksins við að telja mannfjöldanum trú um að best væri að fá Barrabas lausan, en Jesú tekinn af lífi.
21 Landshøvdingen tok nu til orde og sa til dem: Hvem av de to vil I jeg skal gi eder fri? De sa: Barabbas!
Þegar Pílatus spurði aftur: „Hvorn þeirra viljið þið fá lausan?“hrópaði múgurinn hátt: „Barrabas!“
22 Pilatus sier til dem: Hvad skal jeg da gjøre med Jesus, som de kaller Messias? De sier alle: La ham korsfeste!
„Hvað á ég þá að gera við Jesú, sem kallast Kristur?“spurði Pílatus. „Krossfestu hann!“hrópaði mannfjöldinn.
23 Han sa da: Hvad ondt har han da gjort? Men de ropte enda sterkere: La ham korsfeste!
„Hvers vegna?“spurði Pílatus ákveðinn. „Hvað illt hefur hann gert?“Þá hrópaði fólkið enn hærra: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“
24 Da Pilatus så at han intet utrettet, men at det bare blev større opstyr, tok han vann og vasket sine hender for folkets øine og sa: Jeg er uskyldig i denne rettferdiges blod; se I dertil!
Þegar Pílatus sá að hann kom engu til leiðar, og allt var að fara í upplausn, bað hann um skál með vatni, þvoði hendur sínar í augsýn mannfjöldans og sagði: „Ég er saklaus af blóði þessa góða manns. Þið berið ábyrgðina!“
25 Og alt folket svarte og sa: Hans blod komme over oss og over våre barn!
Og múgurinn kallaði á móti: „Blóð hans komi yfir okkur og börnin okkar!“
26 Da gav han dem Barabbas fri; men Jesus lot han hudstryke og overgav ham til å korsfestes.
Þá lét Pílatus Barrabas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og afhenti hann rómversku hermönnunum til krossfestingar.
27 Da tok landshøvdingens stridsmenn Jesus med sig inn i borgen og samlet hele vakten omkring ham.
Fyrst fóru þeir með hann í vopnabúrið og kölluðu saman alla herdeildina.
28 Og de klædde ham av og hengte en skarlagens kappe om ham,
Þeir afklæddu hann og færðu í skarlatsrauða skikkju.
29 og de flettet en krone av torner og satte på hans hode, og gav ham et rør i hans høire hånd, og de falt på kne for ham og hånte ham og sa: Vær hilset, du jødenes konge!
Síðan fléttuðu þeir kórónu úr hvössum þyrnum og settu hana á höfuð hans. Að því búnu létu þeir prik í hægri hönd hans – það átti að vera veldissproti – og krupu síðan frammi fyrir honum, hæddu hann og æptu: „Lengi lifi konungur Gyðinga!“
30 Og de spyttet på ham og tok røret og slo ham i hodet.
Og þeir hræktu á hann, rifu af honum prikið og börðu hann með því í höfuðið.
31 Og da de hadde hånet ham, tok de kappen av ham og klædde ham i hans egne klær, og førte ham bort for å korsfeste ham.
Eftir þessa niðurlægingu færðu hermennirnir hann úr skikkjunni klæddu hann í hans eigin föt og fóru með hann til krossfestingar.
32 Men mens de var på veien, traff de en mann fra Kyrene ved navn Simon; ham tvang de til å bære hans kors.
Á leiðinni til aftökustaðarins mættu þeir manni frá Kýrene í Afríku, Símoni að nafni, og neyddu hann til að bera kross Jesú.
33 Og da de kom til et sted som kalles Golgata, det er Hodeskallestedet,
Þeir komu nú á stað sem kallast Golgata, en það þýðir „hauskúpuhæð“.
34 gav de ham vin å drikke, blandet med galle; men da han smakte det, vilde han ikke drikke.
Þar gáfu hermennirnir Jesú beiskt vín til deyfingar, en þegar hann hafði bragðað það, vildi hann það ekki.
35 De korsfestet ham da, og delte hans klær imellem sig ved loddkasting;
Eftir að hermennirnir höfðu krossfest Jesú vörpuðu þeir hlutkesti um föt hans,
36 og de satt der og holdt vakt over ham.
en síðan settust þeir niður til að halda vörð um hann.
37 Og over hans hode satte de klagemålet imot ham, således skrevet: Dette er Jesus, jødenes konge.
Þeir settu skilti á krossinn og þar stóð: Jesús, konungur Gyðinga.
38 Da blev to røvere korsfestet sammen med ham, en på den høire og en på den venstre side.
Tveir ræningjar voru einnig krossfestir þennan sama morgun.
39 Og de som gikk forbi, spottet ham og rystet på hodet og sa:
Fólk, sem leið átti hjá, hreytti ónotum í Jesú, hristi höfuðið og sagði:
40 Du som bryter ned templet og bygger det op igjen på tre dager, frels dig selv! Er du Guds Sønn, da stig ned av korset!
„Þú ert maðurinn sem getur brotið niður musterið og reist það aftur á þremur dögum. Komdu nú niður af krossinum, ef þú ert sonur Guðs!“
41 Likeså spottet også yppersteprestene tillikemed de skriftlærde og de eldste ham og sa:
Og æðstu prestarnir og leiðtogarnir hæddu hann einnig og sögðu með fyrirlitningu: „Hann bjargaði öðrum, en sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Þú þykist vera konungur Ísraels. Komdu nú niður af krossinum og þá skulum við trúa á þig! Hann sagðist treysta Guði. Hvers vegna bjargar Guð honum þá ekki, ef hann hefur mætur á honum? Hann sagðist vera sonur Guðs, var það ekki?“
42 Andre har han frelst, sig selv kan han ikke frelse! Han er jo Israels konge; la ham nu stige ned av korset, så skal vi tro på ham!
43 Han har satt sin lit til Gud; han fri ham nu om han har behag i ham! Han har jo sagt: Jeg er Guds Sønn.
44 På samme måte hånte også røverne ham, de som var korsfestet med ham.
Á sama hátt smánuðu ræningjarnir hann.
45 Men fra den sjette time blev det mørke over hele landet like til den niende time.
Um hádegið varð myrkur um alla jörðina í þrjár stundir, allt til klukkan þrjú.
46 Og ved den niende time ropte Jesus med høi røst og sa: Eli! Eli! lama sabaktani? det er: Min Gud! Min Gud! hvorfor har du forlatt mig?
En þá hrópaði Jesús hátt: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“Það þýðir „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“
47 Men da nogen av dem som stod der, hørte det, sa de: Han roper på Elias!
Sumir þeirra, sem þarna stóðu, misskildu þetta og héldu að hann væri að kalla á Elía spámann.
48 Og straks løp en av dem frem og tok en svamp og fylte den med eddik og stakk den på et rør og gav ham å drikke.
Einn þeirra hljóp þá til og fyllti svamp af súru víni, setti hann á stöng og rétti Jesú það að drekka.
49 Men de andre sa: Vent, la oss se om Elias kommer for å frelse ham!
„Láttu hann eiga sig, “sögðu hinir. „Sjáum til hvort Elía kemur að bjarga honum.“
50 Men Jesus ropte atter med høi røst og opgav ånden.
Þá hrópaði Jesús aftur og gaf upp andann.
51 Og se, forhenget i templet revnet i to stykker fra øverst til nederst, og jorden skalv, og klippene revnet,
Og í sama bili rofnaði fortjaldið í musterinu í tvennt, – en það huldi hið allra helgasta, – ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu.
52 og gravene åpnedes, og mange av de hensovede helliges legemer stod op,
Þá opnuðust margar grafir og heilagt fólk, sem þar hafði legið, lifnaði við.
53 og de gikk ut av gravene efter hans opstandelse, og kom inn i den hellige stad og viste sig for mange.
Eftir upprisu Jesú fór þetta fólk út úr gröfunum og gekk inn í Jerúsalem og birtist þar mörgum.
54 Men da høvedsmannen og de som holdt vakt med ham over Jesus, så jordskjelvet og det som skjedde, blev de såre forferdet og sa: Sannelig, denne var Guds Sønn!
Þegar foringinn og hermenn hans, sem gættu Jesú, fundu jarðskjálftann og sáu hvað gerðist, greip þá skelfing og þeir hrópuðu: „Þessi maður hefur áreiðanlega verið sonur Guðs!“
55 Men mange kvinner som hadde fulgt Jesus fra Galilea og tjent ham, stod der og så på i frastand;
Margar konur, sem farið höfðu með Jesú frá Galíleu og þjónað honum, fylgdust úr fjarlægð með því sem fram fór.
56 blandt dem var Maria Magdalena, og Maria, Jakobs og Joses' mor, og Sebedeus-sønnenes mor.
Þeirra á meðal var María Magdalena, María móðir Jakobs og Jóse, og móðir Jakobs og Jóhannesar (Sebedeussona.)
57 Men da det var blitt aften, kom en rik mann fra Arimatea ved navn Josef, som også var blitt en Jesu disippel;
Þegar kvöld var komið fór Jósef frá Arímaþeu, ríkur maður og vinur Jesú,
58 han gikk til Pilatus og bad om Jesu legeme. Da bød Pilatus at det skulde gis ham.
til Pílatusar og bað um lík Jesú. Pílatus lét honum það eftir.
59 Og Josef tok legemet og svøpte det i et rent, fint linklæde
Jósef tók þá líkið, vafði það í hreint léreft
60 og la det i sin nye grav, som han hadde latt hugge i klippen, og han veltet en stor sten for døren til graven, og gikk bort.
og lagði í gröf, sem hann hafði nýlega látið höggva handa sjálfum sér. Síðan velti hann stórum steini fyrir dyr grafarinnar og fór burt.
61 Men Maria Magdalena og den andre Maria var der og satt like imot graven.
María Magdalena og María hin sátu skammt frá og fylgdust með því sem gerðist.
62 Men den næste dag, som var dagen efter beredelses-dagen, kom yppersteprestene og fariseerne sammen hos Pilatus
Daginn eftir – að kvöldi fyrsta dags páskahátíðarinnar – fóru farísearnir og æðstu prestarnir til Pílatusar
63 og sa: Herre! vi kommer i hu at mens denne forfører ennu var i live, sa han: Tre dager efter står jeg op.
og sögðu: „Herra, svikari þessi sagði eitt sinn: „Eftir þrjá daga mun ég rísa upp.“
64 Byd derfor at de vokter graven vel til den tredje dag, forat ikke hans disipler skal komme og stjele ham og så si til folket: Han er opstanden fra de døde, og den siste forførelse bli verre enn den første.
Við viljum því biðja þig að setja vörð við gröfina í þrjá daga til þess að lærisveinar hans komi ekki og steli líkinu, og segi svo öllum að hann hafi lifnað við. Ef svo færi, yrðu seinni svikin verri hinum fyrri!“
65 Pilatus sa til dem: Der har I vakt; gå bort og vokt graven som best I kan!
„Notið ykkar eigin musterislögreglu, “svaraði Pílatus, „hún ætti að geta gætt grafarinnar nægilega vel.“
66 De gikk bort og voktet graven sammen med vakten, efterat de hadde satt segl på stenen.
Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni. Síðan settu þeir innsigli keisarans á steininn í viðurvist varðmannanna, til þess að gröfin yrði ekki opnuð.