< Markus 15 >

1 Og straks om morgenen holdt ypperstepresten samråd med de eldste og de skriftlærde, hele rådet, og de bandt Jesus, og førte ham bort og overgav ham til Pilatus.
Snemma morguns kom hæstiréttur saman til að ákveða næsta skref í málinu. Í hæstarétti sátu æðstu prestarnir, öldungar og fræðimenn þjóðarinnar. Niðurstaðan varð sú að þeir ákváðu að senda Jesú í fylgd vopnaðra varðmanna til Pílatusar, rómverska landstjórans.
2 Og Pilatus spurte ham: Er du jødenes konge? Han svarte ham og sa: Du sier det.
„Ertu konungur Gyðinga?“spurði Pílatus Jesú. „Já, “svaraði Jesús, „það er rétt eins og þú orðar það.“
3 Og yppersteprestene førte mange klagemål imot ham.
Æðstu prestarnir báru nú margar sakir á Jesú. „Af hverju segirðu ekki neitt?“spurði Pílatus Jesú. „Hvað um allar þessar ákærur?“
4 Da spurte Pilatus ham atter: Svarer du ikke et ord? Se hvor svære klagemål de fører mot dig!
5 Men Jesus svarte ikke mere, så Pilatus undret sig.
En Jesús þagði, Pílatusi til mikillar furðu.
6 Men på høitiden pleide han å gi dem en fange fri, hvem de bad om.
Það var venja að náða einn fanga á páskunum – einhvern sem fólkið kom sér saman um.
7 Nu var det en som hette Barabbas; han var kastet i fengsel sammen med nogen oprørere som hadde gjort et mord under oprøret;
Um þetta leyti var fangi, Barrabas að nafni, í haldi. Hann hafði ásamt öðrum verið dæmdur fyrir morð í uppreisnartilraun.
8 og folket kom op og begynte å be Pilatus om det som han alltid pleide å gjøre.
Nú kom hópur manna til Pílatusar og bað hann að náða einn fanga á hátíðinni eins og venja var.
9 Da svarte han dem og sa: Vil I jeg skal gi eder jødenes konge fri?
„Hvernig væri að láta ykkur fá „konung Gyðinga“?“spurði Pílatus. „Er það hann sem þið viljið fá lausan?“
10 For han visste at det var av avind yppersteprestene hadde overgitt ham til ham.
(Þetta sagði hann því honum var orðið ljóst að réttarhöldin höfðu verið sviðsett af æðstu prestunum, þar eð þeir öfunduðu Jesú vegna vinsælda hans.)
11 Men yppersteprestene egget folket op til å be om at han heller skulde gi dem Barabbas fri.
En þegar hér var komið sögu, höfðu æðstu prestarnir æst múginn til að krefjast Barrabasar í stað Jesú.
12 Da svarte Pilatus atter og sa til dem: Hvad vil I da jeg skal gjøre med ham som I kaller jødenes konge?
„Ef ég sleppi Barrabasi, “sagði Pílatus, „hvað á ég þá að gera við þennan mann, sem þið kallið konung ykkar?“
13 De ropte igjen: Korsfest ham!
„Krossfestu hann!“hrópuðu þeir.
14 Pilatus sa til dem: Hvad ondt har han da gjort? Men de ropte enda sterkere: Korsfest ham!
„Hvers vegna?“spurði Pílatus ákveðinn. „Hvað hefur hann gert rangt?“Þá öskraði múgurinn enn hærra: „Krossfestu hann!“
15 Da nu Pilatus vilde gjøre folket til lags, gav han dem Barabbas fri og lot Jesus hudstryke og overgav ham til å korsfestes.
Þá lét Pílatus Barrabas lausan af því að hann óttaðist uppþot og vildi geðjast fólkinu. Síðan gaf hann skipun um að Jesús skyldi húðstrýktur og sendur til krossfestingar.
16 Og stridsmennene førte ham bort, inn i gården, det er borgen, og kalte hele vakten sammen,
Rómversku hermennirnir fóru með Jesú inn í landsstjórahöllina og kölluðu saman alla varðsveitina. Þeir færðu hann í purpuralita skikkju og fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu hana á höfuð honum.
17 og de klædde ham i en purpurkappe, og flettet en tornekrone og satte på ham,
18 og begynte å hilse ham: Vær hilset, du jødenes konge!
Síðan heilsuðu þeir honum á hermannavísu og æptu: „Lengi lifi konungur Gyðinga!“
19 Og de slo ham i hodet med et rør og spyttet på ham og falt på kne og hyldet ham.
Svo börðu þeir hann í höfuðið með priki, hræktu á hann og féllu á kné og þóttust veita honum lotningu.
20 Og da de hadde spottet ham, tok de purpurkappen av ham og klædde ham i hans egne klær. Så førte de ham ut for å korsfeste ham.
Þegar þeir voru orðnir leiðir á leik sínum, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni, klæddu hann aftur í eigin föt og fóru með hann til krossfestingar.
21 Og det møtte dem en mann som kom ute fra landet, Simon fra Kyrene, far til Aleksander og Rufus; ham tvang de til å bære hans kors.
Símon frá Kýrene varð á vegi þeirra, á leið ofan úr sveit. Hann var neyddur til að bera kross Jesú. (Símon var faðir Alexanders og Rúfusar.)
22 Og de førte ham til stedet Golgata, det er utlagt: Hodeskallestedet,
Þeir fóru nú með Jesú á stað sem heitir Golgata. (Golgata þýðir hauskúpa.)
23 og de gav ham vin med myrra i; men han tok den ikke.
Þar var Jesú boðið beiskt vín, en hann vildi það ekki.
24 Og de korsfestet ham og delte hans klær imellem sig og kastet lodd om hvad hver skulde få.
Eftir það krossfestu þeir hann og vörpuðu hlutkesti um föt hans.
25 Det var den tredje time da de korsfestet ham.
Krossfestingin átti sér stað um níuleytið að morgni.
26 Og innskriften med klagemålet imot ham lød: Jødenes konge.
Á krossinn var fest áletrun þar sem afbrot Jesú var gefið til kynna: „Konungur Gyðinga“.
27 Og sammen med ham korsfestet de to røvere, en på hans høire og en på hans venstre side;
Tveir ræningjar voru einnig krossfestir þennan sama morgun og stóðu krossar þeirra sinn hvorum megin við kross Jesú.
28 og Skriften blev opfylt, som sier: Og han blev regnet blandt ugjerningsmenn.
Þar með rættust orð Gamla testamentisins sem þannig hljóða: „Hann var talinn með illræðismönnum“.
29 Og de som gikk forbi, spottet ham, og rystet på hodet og sa: Tvi dig, du som bryter ned templet og bygger det op igjen på tre dager!
Fólk sendi honum háðsglósur um leið og það gekk framhjá og hristi höfuðið af vandlætingu. „Hæ! Sjá þig núna!“æpti það. „Já, þú getur áreiðanlega rifið musterið og byggt það aftur á þrem dögum! Fyrst þú ert svona mikill maður, bjargaðu þá sjálfum þér og stígðu niður af krossinum!“
30 frels dig selv og stig ned av korset!
31 Likeså spottet også yppersteprestene ham sig imellem sammen med de skriftlærde og sa: Andre har han frelst, sig selv kan han ikke frelse!
Æðstu prestarnir, sem einnig voru þarna nærstaddir ásamt öðrum trúarleiðtogum, hæddu hann og sögðu: „Hann var nógu iðinn við að „frelsa“aðra, en sjálfum sér getur hann ekki bjargað!“
32 La nu Messias, Israels konge, stige ned av korset, så vi kan se det og tro! Også de som var korsfestet sammen med ham, hånte ham.
„Kristur!“hrópuðu þeir til hans, „konungur Ísraels! Stígðu nú niður af krossinum og þá skulum við trúa á þig!“Ræningjarnir, sem áttu að deyja með honum, tóku einnig í sama streng og formæltu honum.
33 Og da den sjette time var kommet, blev det mørke over hele landet like til den niende time.
Um hádegi varð dimmt um allt landið og hélst myrkrið allt til klukkan þrjú síðdegis.
34 Og ved den niende time ropte Jesus med høi røst: Elo'i! Elo'i! lama sabaktani? det er utlagt: Min Gud! Min Gud! hvorfor har du forlatt mig?
Þá kallaði Jesús hárri röddu: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“(Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?)
35 Og da nogen av dem som stod der, hørte det, sa de: Se, han roper på Elias!
Sumir þeirra, sem þarna stóðu, héldu að hann væri að kalla á Elía spámann.
36 Men en løp frem og fylte en svamp med eddik og stakk den på et rør og gav ham å drikke og sa: Vent, la oss se om Elias kommer for å ta ham ned!
Þá hljóp einn þeirra eftir svampi, fyllti hann af ediki, rétti Jesú á langri stöng og sagði: „Bíðum við, sjáum hvort Elía kemur og tekur hann niður af krossinum.“
37 Men Jesus ropte med høi røst og utåndet.
En Jesús kallaði aftur hárri röddu og gaf upp andann.
38 Og forhenget i templet revnet i to stykker fra øverst til nederst.
Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr.
39 Men da høvedsmannen, som stod like imot ham, så at han utåndet med et sådant rop, sa han: Sannelig, denne mann var Guds Sønn!
Þegar rómverski liðsforinginn, sem stóð við kross Jesú, sá hvernig hann gaf upp andann, hrópaði hann: „Þessi maður hefur áreiðanlega verið sonur Guðs.“
40 Men der var også nogen kvinner som så på i frastand; blandt dem var også Maria Magdalena og Maria, mor til Jakob den yngre og Joses, og Salome,
Hópur kvenna stóð álengdar og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeirra á meðal voru María Magdalena, María (móðir Jakobs yngri og Jóse) og Salóme.
41 som hadde fulgt ham og tjent ham da han var i Galilea, og mange andre kvinner som hadde draget op med ham til Jerusalem.
Þær höfðu, auk margra annarra kvenna, fylgt honum og þjónað meðan hann var norður í Galíleu og nú höfðu þær komið með honum til Jerúsalem.
42 Og da det alt var blitt aften - det var beredelses-dagen, det er dagen før sabbaten -
Atburðir þessir áttu sér stað daginn fyrir helgidaginn. Síðdegis þennan sama dag herti Jósef frá Arímaþeu upp hugann og fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Jósef þessi var virtur meðlimur hæstaréttar og trúaður maður (sem sjálfur vænti komu guðsríkisins).
43 kom Josef av Arimatea, en høit aktet rådsherre, som også ventet på Guds rike, og han vågde sig til å gå inn til Pilatus og be om Jesu legeme.
44 Men Pilatus undret sig om han alt skulde være død,
En Pílatus trúði ekki að Jesús væri þá þegar dáinn og lét því kalla á liðsforingjann, sem sá um aftökuna, og spurði hann.
45 og han kalte høvedsmannen for sig og spurte ham om det var lenge siden han døde; og da han hadde fått det å vite av høvedsmannen, gav han liket til Josef.
Liðsforinginn staðfesti að Jesús væri dáinn og gaf þá Pílatus Jósef leyfi til að taka líkið.
46 Og Josef kjøpte fint linklæde og tok ham ned og svøpte ham i linklædet og la ham i en grav som var uthugget i klippen, og veltet en sten for døren til graven.
Jósef keypti langan léreftsdúk, tók líkama Jesú niður af krossinum og vafði hann í dúkinn. Síðan lagði hann líkið í gröf sem höggvin hafði verið í klett og velti steini fyrir dyrnar.
47 Men Maria Magdalena og Maria, mor til Joses, så hvor han blev lagt.
(María Magdalena og María móðir Jóse fylgdust með þegar Jesús var lagður í gröfina.)

< Markus 15 >