< Lukas 19 >
1 Og han kom inn i Jeriko og drog igjennem byen.
Í Jeríkó bjó maður sem Sakkeus hét.
2 Og se, der var en mann som hette Sakkeus; han var overtolder og en rik mann.
Hann var yfirskattheimtumaður Rómverja og því mjög ríkur.
3 Og han søkte å få se hvem som var Jesus, og han kunde ikke komme til for folket, for han var liten av vekst.
Þegar Jesús var á leið um borgina reyndi Sakkeus, sem var mjög lágvaxinn, að sjá Jesú, en hann gat það ekki vegna mannfjöldans.
4 Da sprang han i forveien og steg op i et morbærtre for å få se ham; for hans vei gikk der forbi.
Hann hljóp því fram fyrir og klifraði upp í mórberjatré, sem stóð við veginn, til að fá góða yfirsýn.
5 Og da Jesus kom til stedet, så han op og sa til ham: Sakkeus! skynd dig og stig ned! for idag skal jeg bli i ditt hus.
Þegar Jesús kom þar að, leit hann upp til Sakkeusar og kallaði: „Sakkeus! Komdu niður! Ég ætla að heimsækja þig í dag.“
6 Og han skyndte sig og steg ned, og tok imot ham med glede.
Sakkeus varð mjög glaður. Hann flýtti sér niður úr trénu, fullur eftirvæntingar, og fór með Jesú heim til sín.
7 Og da de så det, knurret de alle og sa: Han gikk inn for å ta herberge hos en syndig mann!
Þá lét mannfjöldinn óánægju sína í ljós og sagði: „Hví leyfir hann sér að heimsækja slíkan syndara?“
8 Men Sakkeus stod frem og sa til Herren: Se, Herre! Halvdelen av mitt gods gir jeg de fattige, og har jeg presset penger ut av nogen, gir jeg det firdobbelt igjen.
En á meðan stóð Sakkeus frammi fyrir Drottni og sagði: „Herra, héðan í frá ætla ég að gefa fátækum helming auðæfa minna. Og hafi ég látið einhvern greiða of háa skatta, þá mun ég refsa sjálfum mér með því að greiða honum fjórfalt aftur.“
9 Og Jesus sa om ham: Idag er frelse blitt dette hus til del, eftersom og han er en Abrahams sønn;
Þá sagði Jesús við hann: „Þetta sýnir, að í dag hefur hjálp Guðs veist þessu heimili. Þú varst einn hinna týndu sona Abrahams. Ég, Kristur, er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“
10 for Menneskesønnen er kommet for å søke og frelse det som var fortapt.
11 Mens de hørte på dette, la han også en lignelse til, fordi han var nær ved Jerusalem, og de tenkte at Guds rike straks skulde komme til syne.
Þegar Jesús var kominn í námunda við Jerúsalem, sagði hann dæmisögu til að leiðrétta þá sem héldu að ríki Guðs stæði fyrir dyrum:
12 Han sa da: En mann av høi byrd drog til et land langt borte for å få kongemakt og så komme tilbake igjen.
„Höfðingi, sem bjó í skattlandi einu, var kvaddur til höfuðborgar ríkisins, en þar átti að krýna hann konung yfir skattlandinu.
13 Han kalte da ti av sine tjenere for sig, og gav dem ti pund og sa: Kjøpslå med dem til jeg kommer igjen.
Áður en hann fór, kallaði hann saman tíu aðstoðarmenn sína og afhenti hverjum um sig hálfa milljón króna, sem þeir áttu að versla með meðan hann væri í burtu.
14 Men hans landsmenn hatet ham, og skikket sendemenn avsted efter ham og lot si: Vi vil ikke at denne mann skal være konge over oss.
Sumum landsmanna var illa við hann og því sendu þeir honum sjálfstæðisyfirlýsingu. Þeir tóku fram að þeir hefðu gert byltingu og myndu ekki líta á hann sem konung sinn.
15 Og det skjedde da han hadde fått kongemakten og kom tilbake, da bød han at de tjenere han hadde gitt pengene, skulde kalles for ham, forat han kunde få vite hvad hver av dem hadde vunnet.
Þegar hann kom heim aftur, kallaði hann til sín menn þá sem hann hafði afhent peningana. Nú vildi hann fá að vita hvernig þeim hefði gengið og hver ágóði hans yrði.
16 Da kom den første frem og sa: Herre! ditt pund har kastet av sig ti pund.
Sá fyrsti sagði frá stórkostlegum gróða – hann hafði tífaldað upphæðina!
17 Og han sa til ham: Vel, du gode tjener! fordi du har vært tro i det små, skal du råde over ti byer.
„Glæsilegt!“hrópaði konungurinn. „Mér líst vel á þig. Þú hefur reynst trúr í því litla sem ég fól þér og í staðinn skaltu fá að stjórna tíu borgum.“
18 Og den annen kom og sa: Herre! ditt pund har gitt fem pund.
Næsti maður hafði einnig góða sögu að segja, hann hafði fimmfaldað upphæðina.
19 Også til denne sa han: Vær du herre over fem byer!
„Gott!“sagði húsbóndi hans. „Þú skalt fá að stjórna fimm borgum.“
20 Og en annen kom og sa: Herre! se her er ditt pund, som jeg har hatt liggende i et tørklæ;
En sá þriðji skilaði aðeins sömu upphæð og hann hafði fengið og sagði: „Ég var hræddur og gætti peninganna vel, því að þú ert ekkert lamb að leika við. Þú tekur það sem þú átt ekki og hirðir jafnvel uppskeru annarra.“
21 for jeg fryktet for dig, fordi du er en streng mann; du tar op det du ikke la ned, og høster det du ikke sådde.
22 Han sier til ham: Efter din egen munn dømmer jeg dig, du dårlige tjener! Du visste at jeg er en streng mann, som tar op det jeg ikke la ned, og høster det jeg ikke sådde;
„Þú ert latur, þorparinn þinn, “hreytti konungurinn út úr sér og bætti síðan við: „Er ég harðskeyttur, ha? Já, það er ég og þannig verð ég einmitt við þig!
23 hvorfor satte du da ikke mine penger ut hos pengevekslerne? Så hadde jeg, når jeg kom, fått dem tilbake med renter.
Hvers vegna lagðir þú þá peningana ekki í banka svo ég fengi þó einhverja vexti, fyrst þú þekktir mig svona vel?“
24 Og han sa til dem som stod ved hans side: Ta pundet fra ham og gi det til ham som har de ti pund!
Síðan sneri hann sér að hinum sem þar stóðu og sagði skipandi: „Takið af honum peningana og fáið þeim sem græddi mest.“
25 - De sa til ham: Herre! han har jo ti pund! -
„Já, herra, en er hann ekki þegar búinn að fá nóg?“spurðu þeir.
26 Jeg sier eder at hver den som har, ham skal gis; men den som ikke har, fra ham skal endog tas det han har.
„Jú, “svaraði konungurinn, „en sá sem hefur, mun fá enn meira, en sá sem lítið á, mun missa það fyrr en varir.
27 Men disse mine fiender som ikke vilde at jeg skulde være konge over dem, før dem hit og hugg dem ned for mine øine!
En varðandi þessa óvini mína sem gerðu uppreisn, þá náið í þá og takið þá af lífi að mér ásjáandi“.“
28 Og da han hadde sagt dette, drog han videre foran dem på sin vandring op til Jerusalem.
Eftir að hafa sagt þessa sögu, hélt Jesús áfram til Jerúsalem og gekk á undan lærisveinunum.
29 Og det skjedde da han kom nær til Betfage og Betania, til det berg som kalles Oljeberget, da sendte han to av sine disipler avsted og sa:
Þegar þeir nálguðust þorpin Betfage og Betaníu á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra á undan sér.
30 Gå bort til den by som ligger rett for oss! Når I kommer inn i den, skal I finne en fole bundet, som intet menneske har sittet på; løs den og før den hit!
Hann sagði þeim að fara inn í þorpið, sem var nær, og þegar þangað kæmi skyldu þeir leita uppi asna í einni götunni. Þetta átti að vera foli, sem enginn hefði áður komið á bak. „Leysið hann, “sagði Jesús, „og komið með hann.
31 Og dersom nogen spør eder: Hvorfor løser I den? da skal I si så: Herren har bruk for den.
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið segja: „Herrann þarf hans með.““
32 Så gikk de utsendte avsted, og de fant det så som han hadde sagt dem.
Þeir fóru og fundu asnann eins og Jesús hafði sagt,
33 Og da de løste folen, sa dens eiermenn til dem: Hvorfor løser I folen?
en meðan þeir voru að leysa hann, komu eigendurnir og kröfðust skýringar. „Hvað eruð þið að gera?“spurðu þeir, „hvers vegna eruð þið að leysa folann okkar?“
34 De sa: Herren har bruk for den.
„Herrann þarf hans með, “svöruðu lærisveinarnir.
35 Og de førte den til Jesus, og de la sine klær på folen og lot Jesus sette sig på den.
Síðan fóru þeir með hann til Jesú og lögðu yfirhafnir sínar á bak folans, handa Jesú að sitja á.
36 Da han nu drog frem, bredte de sine klær under ham på veien.
Fólkið breiddi föt sín á veginn framundan. Þegar komið var þangað, sem vegurinn liggur niður af Olíufjallinu, tók öll fylkingin að hrópa og lofsyngja Guð fyrir öll undursamlegu kraftaverkin sem Jesús hafði gert.
37 Men da han allerede var nær ved nedgangen fra Oljeberget, begynte hele disippel-flokken glad å love Gud med høi røst for alle de kraftige gjerninger de hadde sett, og sa:
38 Velsignet være kongen som kommer i Herrens navn! Fred i himmelen, og ære i det høieste!
„Guð hefur gefið okkur konung!“hrópaði fólkið í gleði sinni. „Lengi lifi konungurinn! Gleðjist þið himnar! Dýrð sé Guði í hæstum himni!“
39 Og nogen av fariseerne blandt mengden sa til ham: Mester! irettesett dine disipler!
En í hópnum voru nokkrir farísear sem sögðu: „Herra, þú verður að banna fylgjendum þínum að segja slíka hluti.“
40 Men han svarte og sa til dem: Jeg sier eder: Om disse tier, skal stenene rope.
Hann svaraði: „Ef þeir þegðu, myndu steinarnir hrópa gleðióp.“
41 Og da han kom nær og så byen, gråt han over den og sa:
Þegar nær dró Jerúsalem og Jesús sá borgina, grét hann og sagði:
42 Visste også du, om enn først på denne din dag, hvad som tjener til din fred! Men nu er det skjult for dine øine.
„Ó, ef þú hefðir aðeins þekkt veg friðarins, en nú er hann hulinn sjónum þínum.
43 For de dager skal komme over dig da dine fiender skal kaste en voll op om dig og kringsette dig og trenge dig fra alle sider,
Óvinir þínir munu reisa virki gegn borgarmúrum þínum, umkringja þig og inniloka.
44 og slå dig til jorden og dine barn i dig, og ikke levne sten på sten i dig, fordi du ikke kjente din besøkelses tid.
Þeir munu eyða þér og börnum þínum, svo að ekki standi steinn yfir steini – því þú hafnaðir boði Guðs.“
45 Og han gikk inn i templet og begynte å drive ut dem som drev handel der,
Jesús fór inn í musterið og rak kaupmennina frá borðum sínum
46 og han sa til dem: Det er skrevet: Mitt hus skal være et bedehus. Men I har gjort det til en røverhule.
og sagði: „Biblían segir: „Musteri mitt er bænastaður, en þið hafið breytt því í þjófabæli.“
47 Og han lærte daglig i templet. Men yppersteprestene og de skriftlærde og de første blandt folket søkte å få ryddet ham av veien.
Eftir þetta kenndi hann daglega í musterinu. Æðstu prestarnir, ásamt öðrum trúarleiðtogum og framámönnum þjóðarinnar, reyndu nú að finna leið til að losna við hann.
48 Og de fant ikke ut hvad de skulde gjøre; for hele folket hang ved ham og hørte på ham.
En þeir fundu enga, því að fólkið leit á hann sem þjóðhetju – það var sammála öllu sem hann sagði.