< Apocalypsis 22 +
1 et ostendit mihi fluvium aquae vitae splendidum tamquam cristallum procedentem de sede Dei et agni
Síðan benti hann mér á fljót lífsvatnsins. Það rann silfurtært frá hásæti Guðs og lambsins
2 in medio plateae eius et ex utraque parte fluminis lignum vitae adferens fructus duodecim per menses singula reddentia fructum suum et folia ligni ad sanitatem gentium
og niður aðalgötuna. Sitt hvoru megin við fljótið óx lífsins tré og ber það ávöxt tólf sinnum á ári, eina uppskeru í mánuði hverjum, og blöðin eru notuð til lækninga fyrir þjóðirnar.
3 et omne maledictum non erit amplius et sedes Dei et agni in illa erunt et servi eius servient illi
Í borginni finnst ekkert illt, því að þar er hásæti Guðs og lambsins og þjónar hans munu tilbiðja hann.
4 et videbunt faciem eius et nomen eius in frontibus eorum
Þeir munu sjá auglit hans og nafn hans mun vera skrifað á enni þeirra.
5 et nox ultra non erit et non egebunt lumine lucernae neque lumine solis quoniam Dominus Deus inluminat illos et regnabunt in saecula saeculorum (aiōn )
Þar verður aldrei nótt og því engin þörf fyrir lampa eða sól, því að Drottinn Guð mun lýsa þeim og þeir munu ríkja um alla eilífð. (aiōn )
6 et dixit mihi haec verba fidelissima et vera sunt et Dominus Deus spirituum prophetarum misit angelum suum ostendere servis suis quae oportet fieri cito
Þá sagði engillinn við mig: „Það sem ég segi nú er áreiðanlegt og satt: „Ég kem skjótt!“Guð, sem segir spámönnum sínum hvað framtíðin ber í skauti, hefur sent engil sinn til að segja ykkur að þetta muni verða innan skamms. Blessaður er sá, sem trúir því, og öllu öðru, sem skráð er í þessa bók.“
7 et ecce venio velociter beatus qui custodit verba prophetiae libri huius
8 et ego Iohannes qui audivi et vidi haec et postquam audissem et vidissem cecidi ut adorarem ante pedes angeli qui mihi haec ostendebat
Ég, Jóhannes, sá þetta allt og heyrði og ég féll að fótum engilsins til þess að tilbiðja hann, því að hann hafði opinberað mér þetta.
9 et dicit mihi vide ne feceris conservus tuus sum et fratrum tuorum prophetarum et eorum qui servant verba libri huius Deum adora
En hann sagði aftur: „Nei, gerðu þetta ekki. Ég er líka þjónn Jesú eins og þú og bræður þínir, spámennirnir, og allir þeir sem varðveita sannleikann, sem skráður er í þessa bók. Þú skalt tilbiðja Guð, hann einan.“
10 et dicit mihi ne signaveris verba prophetiae libri huius tempus enim prope est
Síðan gaf hann mér þessi fyrirmæli: „Innsiglaðu ekki það, sem þú hefur skrifað, því að það mun rætast innan skamms.
11 qui nocet noceat adhuc et qui in sordibus est sordescat adhuc et iustus iustitiam faciat adhuc et sanctus sanctificetur adhuc
Þegar sá tími kemur, munu illgjörðamenn verða önnum kafnir í illsku sinni. Vondir menn munu versna, en góðir batna og hinir heilögu munu helgast enn meira.
12 ecce venio cito et merces mea mecum est reddere unicuique secundum opera sua
Sjá, ég kem skjótt og launin hef ég með mér til að gjalda hverjum og einum eftir verkum hans. Ég er upphafið og endirinn, hinn fyrsti og hinn síðasti.
13 ego Alpha et Omega primus et novissimus principium et finis
Blessaðir eru þeir að eilífu sem þvo skikkjur sínar.
14 beati qui lavant stolas suas ut sit potestas eorum in ligno vitae et portis intrent in civitatem
Þeir komast um hliðin inn í borgina og borða ávextina, sem vaxa á lífsins tré.
15 foris canes et venefici et inpudici et homicidae et idolis servientes et omnis qui amat et facit mendacium
Úti fyrir borginni eru þeir sem snúið hafa baki við Guði, töframenn, saurlífismenn, morðingjar, skurðgoðadýrkendur og allir þeir sem elska og iðka lygi.
16 ego Iesus misi angelum meum testificari vobis haec in ecclesiis ego sum radix et genus David stella splendida et matutina
Ég, Jesús, hef sent engil minn til ykkar, til þess að segja kirkjunni – söfnuði trúaðra – frá öllu þessu. Ég er hvort tveggja: Forfaðir Davíðs og afkomandi hans. Ég er stjarnan skínandi, morgunstjarnan.“
17 et Spiritus et sponsa dicunt veni et qui audit dicat veni et qui sitit veniat qui vult accipiat aquam vitae gratis
Andi Guðs og brúðurin segja: „Kom þú!“Komi sá, sem þyrstur er! Hver sem vill, komi og drekki lífsvatnið endurgjaldslaust.
18 contestor ego omni audienti verba prophetiae libri huius si quis adposuerit ad haec adponet Deus super illum plagas scriptas in libro isto
Ég segi í fyllstu alvöru við hvern þann sem les þessa bók: Ef einhver bætir einhverju við það, sem hér er skráð, þá mun Guð bæta við líf hans þeim plágum sem þar er lýst.
19 et si quis deminuerit de verbis libri prophetiae huius auferet Deus partem eius de ligno vitae et de civitate sancta et de his quae scripta sunt in libro isto
Ef einhver tekur burt einhvern af þessum spádómum, þá mun Guð taka frá honum hlut hans í lífsins tré og borginni helgu sem áður var lýst.
20 dicit qui testimonium perhibet istorum etiam venio cito amen veni Domine Iesu
Sá, sem þetta hefur sagt, segir: „Já, ég kem skjótt!“Amen! Kom þú Drottinn Jesús!
21 gratia Domini nostri Iesu Christi cum omnibus
Náð Drottins Jesú Krists sé með öllum þeim sem hann hefur helgað. Amen.