< Apocalypsis 21 >
1 et vidi caelum novum et terram novam primum enim caelum et prima terra abiit et mare iam non est
Eftir þetta sá ég nýjan himin og nýja jörð. Hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og höfin voru ekki lengur til.
2 et civitatem sanctam Hierusalem novam vidi descendentem de caelo a Deo paratam sicut sponsam ornatam viro suo
Þá sá ég, Jóhannes, borgina helgu, hina nýju Jerúsalem! Hún kom niður af himninum frá Guði. Þetta var dýrleg sjón! Borgin var fögur eins og brúður á brúðkaupsdegi.
3 et audivi vocem magnam de throno dicentem ecce tabernaculum Dei cum hominibus et habitabit cum eis et ipsi populus eius erunt et ipse Deus cum eis erit eorum Deus
Þá heyrði ég kallað hárri röddu frá hásætinu: „Sjá! Bústaður Guðs er meðal mannanna. Hann mun búa hjá þeim og þeir munu verða fólk hans – Guð mun sjálfur vera hjá þeim.
4 et absterget Deus omnem lacrimam ab oculis eorum et mors ultra non erit neque luctus neque clamor neque dolor erit ultra quae prima abierunt
Hann mun strjúka hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar verða til. Þar verður engin sorg, enginn grátur og engin kvöl, allt slíkt er horfið og kemur aldrei aftur.“
5 et dixit qui sedebat in throno ecce nova facio omnia et dicit scribe quia haec verba fidelissima sunt et vera
Þá sagði sá sem í hásætinu sat: „Sjá, ég geri alla hluti nýja!“Síðan sagði hann við mig: „Nú skaltu skrifa, því að þessi orð eru sönn:
6 et dixit mihi factum est ego sum Alpha et Omega initium et finis ego sitienti dabo de fonte aquae vivae gratis
Það er fullkomnað! Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég gef þeim ókeypis, sem þyrstur er, lífsins vatn.
7 qui vicerit possidebit haec et ero illi Deus et ille erit mihi filius
Þeir sem sigra, munu erfa blessunina og ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera börnin mín.
8 timidis autem et incredulis et execratis et homicidis et fornicatoribus et veneficis et idolatris et omnibus mendacibus pars illorum erit in stagno ardenti igne et sulphure quod est mors secunda (Limnē Pyr )
Eldsdíkið sem logar af brennisteini, er staðurinn fyrir bleyður sem snúa við mér bakinu, þá sem eru mér ótrúir, hrakmenni, morðingja, saurlífismenn, þá sem hafa samskipti við illu andana, skurðgoðadýrkendur og alla þá sem iðka lygi – þar er hinn annar dauði.“ (Limnē Pyr )
9 et venit unus de septem angelis habentibus fialas plenas septem plagis novissimis et locutus est mecum dicens veni ostendam tibi sponsam uxorem agni
Þá kom einn af englunum sjö, sem tæmt höfðu skálarnar með síðustu sjö plágunum, og sagði við mig: „Komdu með mér og ég skal sýna þér brúðina, eiginkonu lambsins.“
10 et sustulit me in spiritu in montem magnum et altum et ostendit mihi civitatem sanctam Hierusalem descendentem de caelo a Deo
Ég sá í sýninni að hann fór með mig upp á hátt fjall og þaðan sá ég borgina dýrlegu, hina heilögu Jerúsalem, koma niður af himni frá Guði.
11 habentem claritatem Dei lumen eius simile lapidi pretioso tamquam lapidi iaspidis sicut cristallum
Hún var full af dýrð Guðs og glóði eins og gimsteinn. Það glampaði á hana eins og slípaðan jaspis.
12 et habebat murum magnum et altum habens portas duodecim et in portis angelos duodecim et nomina inscripta quae sunt nomina duodecim tribuum filiorum Israhel
Múrarnir voru háir og breiðir og tólf englar gættu hliðanna tólf, sem á þeim voru. Nöfn hinna tólf ættkvísla Ísraels voru rituð á hliðin.
13 ab oriente portae tres et ab aquilone portae tres et ab austro portae tres et ab occasu portae tres
Borgin hafði fjórar hliðar og voru þrír inngangar á hverri hlið, en hliðarnar sneru í norður, suður, austur og vestur.
14 et murus civitatis habens fundamenta duodecim et in ipsis duodecim nomina duodecim apostolorum agni
Múrarnir höfðu tólf undirstöðusteina og á þá voru rituð nöfn hinna tólf postula lambsins.
15 et qui loquebatur mecum habebat mensuram harundinem auream ut metiretur civitatem et portas eius et murum
Engillinn hélt á mælistiku í annarri hendinni og ætlaði að mæla hlið og veggi borgarinnar.
16 et civitas in quadro posita est et longitudo eius tanta est quanta et latitudo et mensus est civitatem de harundine per stadia duodecim milia longitudo et latitudo et altitudo eius aequalia sunt
Þegar hann hafði lokið því sá hann að borgin var ferhyrnd, hliðarnar voru allar jafnlangar, reyndar var hún líkust teningi því að hæðin sem var 2.400 kílómetrar, var jöfn lengdinni og breiddinni.
17 et mensus est murus eius centum quadraginta quattuor cubitorum mensura hominis quae est angeli
Síðan mældi hann þykkt veggjanna og komst þá að því að þeir voru 65 metrar í þvermál (engillinn kallaði til mín þessi mál og notaði mælieiningar sem allir þekkja).
18 et erat structura muri eius ex lapide iaspide ipsa vero civitas auro mundo simile vitro mundo
Sjálf var borgin úr skíru og gegnsæju gulli, líkustu gleri. Múrinn var úr jaspis og byggður á tólf lögum undirstöðusteina og var hvert þeirra um sig skreytt þessum gimsteinum: Hið fyrsta jaspis, annað safír, þriðja kalsedón, fjórða smaragð, fimmta sardónix, sjötta sardis, sjöunda krýsólít, áttunda beryl, níunda tópas, tíunda krýsópras, ellefta hýasint og tólfta ametýst.
19 fundamenta muri civitatis omni lapide pretioso ornata fundamentum primum iaspis secundus sapphyrus tertius carcedonius quartus zmaragdus
20 quintus sardonix sextus sardinus septimus chrysolitus octavus berillus nonus topazius decimus chrysoprassus undecimus hyacinthus duodecimus amethistus
21 et duodecim portae duodecim margaritae sunt per singulas et singulae portae erant ex singulis margaritis et platea civitatis aurum mundum tamquam vitrum perlucidum
Hliðin tólf voru úr perlum – hvert um sig úr einni perlu. Aðalgatan var úr skíru gegnsæju gulli sem líktist gleri.
22 et templum non vidi in ea Dominus enim Deus omnipotens templum illius est et agnus
Musteri sá ég ekkert í borginni, því að Drottinn Guð hinn almáttki og lambið eru tilbeðin um alla borgina.
23 et civitas non eget sole neque luna ut luceant in ea nam claritas Dei inluminavit eam et lucerna eius est agnus
Borgin þarf hvorki á sólarljósi né tunglskini að halda, því að dýrð Guðs og lambsins lýsa hana upp.
24 et ambulabunt gentes per lumen eius et reges terrae adferent gloriam suam et honorem in illam
Ljós hennar mun lýsa þjóðum jarðarinnar og konungar jarðarinnar munu koma og færa henni dýrð sína.
25 et portae eius non cludentur per diem nox enim non erit illic
Hliðunum er aldrei lokað, þau standa opin allan daginn, því að nótt þekkist þar ekki.
26 et adferent gloriam et honorem gentium in illam
Menn munu færa borginni dýrð og vegsemd þjóðanna
27 nec intrabit in ea aliquid coinquinatum et faciens abominationem et mendacium nisi qui scripti sunt in libro vitae agni
og ekkert illt mun komast inn í hana – engin illmenni eða lygarar. Þar munu þeir einir verða, sem eiga nöfnin sín innrituð í lífsbók lambsins.