< Psalmorum 98 >
1 psalmus David cantate Domino canticum novum quoniam mirabilia fecit salvavit sibi dextera eius et brachium sanctum eius
Syngið nýjan söng fyrir Drottin því að hann hefur unnið dásamlegt verk! Hann er sigursæll í mætti sínum og heilagleika.
2 notum fecit Dominus salutare suum in conspectu gentium revelavit iustitiam suam
Hann hefur tilkynnt sigur sinn – birt þjóðunum réttlæti sitt.
3 recordatus est misericordiae suae et veritatem suam domui Israhel viderunt omnes termini terrae salutare Dei nostri
Hann hefur miskunnað lýð sínum, haldið loforð sín til Ísrael. Allur heimurinn sá er Guð bjargaði þjóð sinni.
4 iubilate Domino omnis terra cantate et exultate et psallite
Þess vegna hefja löndin fagnaðarsöng, syngja og lofa hann af öllu hjarta.
5 psallite Domino in cithara in cithara et voce psalmi
Syngið Drottni við undirleik hörpu.
6 in tubis ductilibus et voce tubae corneae iubilate in conspectu regis Domini
Blásið í lúðra og básúnur gjalli! Hljómsveitin spili lofgjörðarlag. Hyllið Drottin, konunginn!
7 moveatur mare et plenitudo eius orbis terrarum et qui habitant in eo
Hafið drynji og lofi Drottin! Jörðin og íbúar hennar reki upp fagnaðaróp!
8 flumina plaudent manu simul montes exultabunt
Fossarnir klappi lof í lófa og klettarnir syngi gleðisöng,
9 a conspectu Domini quoniam venit iudicare terram iudicabit orbem terrarum in iustitia et populos in aequitate
því að Drottinn mun dæma heiminn í réttlæti sínu og af réttvísi.