< Psalmorum 74 >

1 intellectus Asaph ut quid Deus reppulisti in finem iratus est furor tuus super oves pascuae tuae
Guð, hvers vegna hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt? Af hverju ertu reiður? Við erum þó þín eigin hjörð?
2 memor esto congregationis tuae quam possedisti ab initio redemisti virgam hereditatis tuae mons Sion in quo habitasti in eo
Mundu, að við erum þjóðin þín – fólkið sem þú forðum leystir úr útlegð og valdir þér til eignar og gleði. Þú útvaldir Jerúsalem sem bústað þinn á jörðu.
3 leva manus tuas in superbias eorum in finem quanta malignatus est inimicus in sancto
Fáðu þér göngu og skoðaðu rústirnar! Sjáðu, óvinirnir hafa eyðilagt borgina og musteri þitt.
4 et gloriati sunt qui oderunt te in medio sollemnitatis tuae posuerunt signa sua signa
Þar, já, inni í helgidómnum, æptu þeir heróp, reistu stríðsfána sína og guðamyndir og fögnuðu sigri!
5 et non cognoverunt sicut in exitu super summum quasi in silva lignorum securibus
Allt er eins og rjúkandi rúst, eins og brunninn skógur.
6 exciderunt ianuas eius in id ipsum in securi et ascia deiecerunt eam
Með öxum sínum og sleggjum hjuggu þeir og brutu allan útskurðinn.
7 incenderunt igni sanctuarium tuum in terra polluerunt tabernaculum nominis tui
Þeir kveiktu í musterinu og gjöreyddu helgidóm þinn, Drottinn.
8 dixerunt in corde suo cognatio eorum simul quiescere faciamus omnes dies festos Dei a terra
„Þurrkum út allt sem minnir á Drottin!“öskruðu þeir og brenndu síðan öll samkomuhús Guðs í landinu.
9 signa nostra non vidimus iam non est propheta et nos non cognoscet amplius
Ekkert er nú eftir sem sýnir að við séum þín útvalda þjóð. Spámennirnir eru horfnir og hver getur þá sagt okkur hvenær þessi ósköp munu enda?
10 usquequo Deus inproperabit inimicus inritat adversarius nomen tuum in finem
Hve lengi ætlar þú Guð að leyfa óvinum þínum að óvirða nafn þitt? Ætlar þú að láta þá komast upp með þetta að eilífu?
11 ut quid avertis manum tuam et dexteram tuam de medio sinu tuo in finem
Eftir hverju ertu að bíða? Af hverju gerir þú ekkert? Ó, rektu þá burt með þinni sterku hendi!
12 Deus autem rex noster ante saeculum operatus est salutes in medio terrae
Guð, þú ert konungur minn frá alda öðli. Hjálpar þinnar hef ég notið á öllum mínum ferðum.
13 tu confirmasti in virtute tua mare contribulasti capita draconum in aquis
Þú klaufst hafið með mætti þínum,
14 tu confregisti capita draconis dedisti eum escam populis Aethiopum
molaðir haus sjávarguðsins!
15 tu disrupisti fontem et torrentes tu siccasti fluvios Aetham;
Eftir skipun þinni opnuðust lindir og þar gat þjóð þín svalað þorstanum. Og þú þurrkaðir fyrir þau farveg Jórdanar, sem annars streymir endalaust.
16 tuus est dies et tua est nox tu fabricatus es auroram et solem
Þú stjórnar bæði nóttu og degi og sólina og stjörnurnar hefur þú skapað.
17 tu fecisti omnes terminos terrae aestatem et ver tu plasmasti ea
Öll náttúran er á valdi þínu og vetur og sumar eru þín verk.
18 memor esto huius inimicus inproperavit Dominum et populus insipiens incitavit nomen tuum
Drottinn líttu á, óvinir þínir spotta þig, ofstopalýður óvirðir nafn þitt!
19 ne tradas bestiis animam confitentem tibi animas pauperum tuorum ne obliviscaris in finem
Ó, Drottinn, frelsaðu mig! Verndaðu turtildúfuna þína fyrir ránfuglunum. Bjargaðu eignarlýð þínum úr klóm varganna.
20 respice in testamentum tuum quia repleti sunt qui obscurati sunt terrae domibus iniquitatum
Minnstu loforða þinna! Landið er hulið myrkri og ofbeldismenn út um allt.
21 ne avertatur humilis factus confusus pauper et inops laudabunt nomen tuum
Drottinn, þjóð þín er kúguð, en láttu hana ekki þurfa að þola þessa svívirðing endalaust. Leyfðu hinum fátæku og hrjáðu að lofa nafn þitt!
22 exsurge Deus iudica causam tuam memor esto inproperiorum tuorum eorum qui ab insipiente sunt tota die
Komdu, ó Guð, og ákærðu óvini okkar. Hlustaðu á óþverrann sem þessi illmenni ausa yfir þig alla daga!
23 ne obliviscaris voces inimicorum tuorum superbia eorum qui te oderunt ascendit semper
Gleymdu ekki formælingum óvina þinna, þær glymja hærra og hærra.

< Psalmorum 74 >