< Psalmorum 59 >
1 in finem ne disperdas David in tituli inscriptione quando misit Saul et custodivit domum eius ut interficeret eum eripe me de inimicis meis Deus et ab insurgentibus in me libera me
Þennan sálm orti Davíð þegar Sál konungur sendi menn heim til hans til að handsama hann og drepa (sjá: 1. Sam. 19:11). Ó, Guð minn, frelsaðu mig frá óvinum mínum! Verndaðu mig gegn þeim sem vilja drepa mig!
2 eripe me de operantibus iniquitatem et de viris sanguinum salva me
Forðaðu mér frá þessum glæpalýð, þessum morðingjum.
3 quia ecce ceperunt animam meam inruerunt in me fortes
Þeir sitja um líf mitt. Sterkir menn bíða útifyrir. Drottinn, þeir eru ekki hér af því að ég hafi gert þeim rangt.
4 neque iniquitas mea neque peccatum meum Domine sine iniquitate cucurri et direxi
Samt vilja þeir drepa mig! Drottinn, vaknaðu! Sjáðu hvað er að gerast! Hjálpaðu mér!
5 exsurge in occursum meum et vide et tu Domine Deus virtutum Deus Israhel intende ad visitandas omnes gentes non miserearis omnibus qui operantur iniquitatem diapsalma
Þú Drottinn, Guð hinna himnesku hersveita, Guð Ísraels, rís þú upp og refsa heiðnu þjóðunum sem umhverfis okkur búa. Miskunna ekki illgjörðamönnum.
6 convertentur ad vesperam et famem patientur ut canes et circuibunt civitatem
Að kvöldi koma þeir og njósna. Þeir snuðra eins og hundar og ráfa um borgina.
7 ecce loquentur in ore suo et gladius in labiis eorum quoniam quis audivit
Ég heyri háðsglósur þeirra og hvernig þeir formæla Guði. „Enginn heyrir til okkar, “segja þeir.
8 et tu Domine deridebis eos ad nihilum deduces omnes gentes
En þú Drottinn, hlærð að þeim, gerir einnig gys að heiðingjunum sem umhverfis okkur búa.
9 fortitudinem meam ad te custodiam quia Deus susceptor meus
Guð, þú ert styrkur minn! Ég vil syngja þér lof, því að þú ert skjól mitt og hlíf.
10 Deus meus voluntas eius praeveniet me
Guð mætir mér með náð sinni. Hann lætur mig sjá þegar óvinir mínir verða auðmýktir.
11 Deus ostendet mihi super inimicos meos ne occidas eos nequando obliviscantur populi mei disperge illos in virtute tua et depone eos protector meus Domine
Ekki lífláta þá, þeirri ráðningu gleymir þjóð mín fljótt. Steyptu þeim heldur af stóli. Varpa þeim til jarðar, Drottinn, þú skjöldur minn.
12 delictum oris eorum sermonem labiorum ipsorum et conprehendantur in superbia sua et de execratione et mendacio adnuntiabuntur
Þeir eru hrokafullir. Þeir formæla og ljúga.
13 in consummatione in ira consummationis et non erunt et scient quia Deus dominatur Iacob finium terrae diapsalma
Sviptu þeim burt með reiði þinni svo að þeir verði ekki framar til. Láttu þá kenna á því og sjá að þú, Drottinn, ert við völd í Ísrael og um allan heim.
14 convertentur ad vesperam et famem patientur ut canes et circuibunt civitatem
Á hverju kvöldi koma þeir aftur, ýlfra eins og hundar og ráfa um borgina,
15 ipsi dispergentur ad manducandum si vero non fuerint saturati et murmurabunt
urra og leita að æti.
16 ego autem cantabo fortitudinem tuam et exultabo mane misericordiam tuam quia factus es susceptor meus et refugium meum in die tribulationis meae
En ég? – Á hverjum morgni vil ég syngja um miskunn þína og mátt, því að á degi neyðarinnar varstu mér vígi.
17 adiutor meus tibi psallam quia Deus susceptor meus es Deus meus misericordia mea
Þú styrkur minn, um þig vil ég syngja ljóðin mín. Þú háborg mín! Þú minn miskunnsami Guð!