< Psalmorum 58 >
1 in finem ne disperdas David in tituli inscriptione si vere utique iustitiam loquimini recta iudicate filii hominum
Þið konungar og leiðtogar þjóðanna, talið þið sannleika? Er réttlæti í dómum ykkar og úrskurðum?
2 etenim in corde iniquitates operamini in terra iniustitiam manus vestrae concinnant
Nei, svo er ekki. Þið eruð allir svikarar sem seljið „réttlæti“fyrir mútur.
3 alienati sunt peccatores a vulva erraverunt ab utero locuti sunt falsa
Slíkir menn hafa allt frá fæðingu vikið af réttum vegi. Þeir hafa talað lygi frá því þeir fengu málið.
4 furor illis secundum similitudinem serpentis sicut aspidis surdae et obturantis aures suas
Eiturnöðrur eru þeir, slöngur sem daufheyrast við skipunum særingamannsins.
5 quae non exaudiet vocem incantantium et venefici incantantis sapienter
Drottinn, slíttu úr þeim eiturbroddinn!
6 Deus conteret dentes eorum in ore ipsorum molas leonum confringet Dominus
Dragðu vígtennurnar úr þessum vörgum, ó Guð.
7 ad nihilum devenient tamquam aqua decurrens intendit arcum suum donec infirmentur
Láttu þá hverfa eins og jörðin hafi gleypt þá. Sláðu vopnin úr höndum þeirra.
8 sicut cera quae fluit auferentur supercecidit ignis et non viderunt solem
Láttu þá þorna upp eins og snigla og ekki sjá sólina frekar en þeir sem andvana eru fæddir.
9 priusquam intellegerent spinae vestrae ramnum sicut viventes sicut in ira absorbet vos
Guð mun svipta þeim burt, eyða þeim skjótar en pottur hitnar yfir eldi.
10 laetabitur iustus cum viderit vindictam manus suas lavabit in sanguine peccatoris
Þá munu hinir guðhræddu fagna, þegar réttlætið sigrar og þeir fá að ganga um blóðidrifin stræti fallinna óvina.
11 et dicet homo si utique est fructus iusto utique est Deus iudicans eos in terra
Þá munu menn sjá að réttlætið sigrar og að Guð dæmir jörðina með réttvísi.