< Psalmorum 48 >
1 canticum psalmi filiis Core secunda sabbati magnus Dominus et laudabilis nimis in civitate Dei nostri in monte sancto eius
Mikill er Drottinn! Vegsömum hann, já lofum hann! Hann býr á sínu helga fjalli í Jerúsalem.
2 fundatur exultatione universae terrae montes Sion latera aquilonis civitas regis magni
Fallegt er Síonfjall í norðri. Fjallið sem þjóðin elskar, þar sem konungurinn mikli býr.
3 Deus in domibus eius cognoscitur cum suscipiet eam
Drottinn sjálfur er verndari Jerúsalem.
4 quoniam ecce reges congregati sunt convenerunt in unum
Konungar jarðarinnar sátu þar ráðstefnu. Þeir skoðuðu borgina.
5 ipsi videntes sic admirati sunt conturbati sunt commoti sunt
Þeir urðu agndofa, hræddir og flýðu.
6 tremor adprehendit eos ibi dolores ut parturientis
Hátign Jerúsalem skelfdi þá. Þeir urðu magnþrota eins og kona sem fæðir barn!
7 in spiritu vehementi conteres naves Tharsis
Því að með austanvindinum einum tortímir þú heilum her!
8 sicut audivimus sic vidimus in civitate Domini virtutum in civitate Dei nostri Deus fundavit eam in aeternum diapsalma
Dýrð þín, Jerúsalem, er á allra vörum. Þú ert borgin þar sem Guð býr, hann sem ríkir yfir hersveitum himinsins. Við höfum séð hana eigin augum! Guð hefur reist Jerúsalem. Hún mun standa að eilífu.
9 suscepimus Deus misericordiam tuam in medio templi tui
Drottinn, í musterinu hugleiðum við kærleika þinn.
10 secundum nomen tuum Deus sic et laus tua in fines terrae iustitia plena est dextera tua
Nafn þitt er þekkt um alla jörðina. Þú ert lofaður um víða veröld vegna hjálpræðis þíns. Vegsemd þín breiðist um allan heim því alls staðar framkvæmir þú réttlætisverk.
11 laetetur mons Sion exultent filiae Iudaeae propter iudicia tua Domine
Gleð þig, Jerúsalem! Gleð þig Júdaættkvísl! Því að Guð mun vissulega láta þig ná rétti þínum.
12 circumdate Sion et conplectimini eam narrate in turribus eius
Komið og skoðið borgina! Gangið um og teljið turnana!
13 ponite corda vestra in virtute eius et distribuite domus eius ut enarretis in progeniem alteram
Lítið á múrinn og sjáið hallirnar og segið komandi kynslóð frá því að slíkur sé Drottinn!
14 quoniam hic est Deus Deus noster in aeternum et in saeculum saeculi ipse reget nos in saecula
Hann mun leiða okkur um aldur og ævi.