< Psalmorum 40 >
1 in finem David psalmus expectans expectavi Dominum et intendit mihi
Ég setti alla mína von á Drottin. Hann heyrði kvein mitt og að lokum bjargaði hann mér.
2 et exaudivit preces meas et eduxit me de lacu miseriae et de luto fecis et statuit super petram pedes meos et direxit gressus meos
Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, hinni botnlausu leðju, og lyfti mér upp á klett. Hann gerði mig styrkan í gangi.
3 et inmisit in os meum canticum novum carmen Deo nostro videbunt multi et timebunt et sperabunt in Domino
Þá fylltist munnur minn lofsöng – lofgjörð um Guð. Margir hlustuðu er ég söng um velgjörðir hans við mig. Þeir munu einnig lúta honum og lofa hann, setja traust sitt á hann.
4 beatus vir cuius est nomen Domini spes ipsius et non respexit in vanitates et insanias falsas
Þeir sem treysta Drottni verða lánsamir, þeir sem forðast ráð dramblátra og halda sér frá lygi.
5 multa fecisti tu Domine Deus meus mirabilia tua et cogitationibus tuis non est qui similis sit tibi adnuntiavi et locutus sum multiplicati sunt super numerum
Drottinn, Guð minn, mörg dásemdarverk hefur þú gert og mikillar umhyggju höfum við notið. Ekkert kemst í samjöfnuð við þig! Mér endist ekki tími til að rifja upp öll þín undraverk!
6 sacrificium et oblationem noluisti aures autem perfecisti mihi holocaustum et pro peccato non postulasti
Sláturfórnir og matfórnir þráir þú ekki frá lýð þínum, og brennifórnir heimtar þú ekki. Nei, þú þráir að ég þjóni þér alla ævi.
7 tunc dixi ecce venio in capite libri scriptum est de me
Ég sagði: „Sjá, ég kem, rétt eins og orð þitt býður mér.
8 ut facerem voluntatem tuam Deus meus volui et legem tuam in medio cordis mei
Það að gera vilja þinn, Drottinn minn, þrái ég því að lögmál þitt er ritað á hjarta mitt!“
9 adnuntiavi iustitiam in ecclesia magna ecce labia mea non prohibebo Domine tu scisti
Ég hef vitnað um það fyrir öllum, aftur og aftur, að þú fyrirgefur syndir. Það veistu Drottinn.
10 iustitiam tuam non abscondi in corde meo veritatem tuam et salutare tuum dixi non abscondi misericordiam tuam et veritatem tuam a concilio multo
Ég hef ekki þagað yfir réttlæti þínu heldur boðað það öllum. Allur söfnuðurinn hefur heyrt mig tala um elsku þína og trúfesti.
11 tu autem Domine ne longe facias miserationes tuas a me misericordia tua et veritas tua semper susceperunt me
Þess vegna, Drottinn minn, taktu ekki miskunn þína frá mér! Ég á allt mitt undir kærleika þínum og náð.
12 quoniam circumdederunt me mala quorum non est numerus conprehenderunt me iniquitates meae et non potui ut viderem multiplicatae sunt super capillos capitis mei et cor meum dereliquit me
Sért þú ekki með mér, er úti um mig. Vandamál mín eru mér ofvaxin, og syndir mínar – sem eru fleiri en hárin á höfði mér – hafa lamað mig. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð.
13 conplaceat tibi Domine ut eruas me Domine ad adiuvandum me respice
Ó, Drottinn, ég hrópa til þín! Frelsa þú mig! Komdu fljótt og hjálpaðu mér.
14 confundantur et revereantur simul qui quaerunt animam meam ut auferant eam convertantur retrorsum et revereantur qui volunt mihi mala
Ruglaðu þá í ríminu; sem sækjast eftir lífi mínu.
15 ferant confestim confusionem suam qui dicunt mihi euge euge
Sendu þá burt með skömm!
16 exultent et laetentur super te omnes quaerentes te et dicant semper magnificetur Dominus qui diligunt salutare tuum
Allir þeir sem elska Drottin og leita hans, skulu gleðjast yfir hjálpræði hans. Þeir segi án afláts: „Mikill er Drottinn!“
17 ego autem mendicus sum et pauper Dominus sollicitus est mei adiutor meus et protector meus tu es Deus meus ne tardaveris
Ég er aumur og fátækur, en þó ber Drottinn umhyggju fyrir mér. Þú, Guð minn, ert hjálp mín, og frelsari; Ó, komdu og bjargaðu mér! Láttu það ekki dragast!