< Psalmorum 33 >

1 psalmus David exultate iusti in Domino rectos decet laudatio
Gleðjist og fagnið fyrir Drottni, þið hans trúuðu, því að lofsöngur hæfir réttlátum!
2 confitemini Domino in cithara in psalterio decem cordarum psallite illi
Leikið af þrótti á alls konar hljóðfæri og lofið Drottin.
3 cantate ei canticum novum bene psallite in vociferatione
Lofsyngið honum með nýjum söngvum. Sláið strengina ákaft og hrópið fagnaðaróp!
4 quia rectum est verbum Domini et omnia opera eius in fide
Því að orð Drottins er áreiðanlegt – því má treysta. Öll hans verk eru í trúfesti gjörð.
5 diligit misericordiam et iudicium misericordia Domini plena est terra
Hann elskar allt sem rétt er og gott, kærleikur hans umvefur heiminn.
6 verbo Domini caeli firmati sunt et spiritu oris eius omnis virtus eorum
Það var orð Drottins sem skapaði himininn og alla hans stjörnumergð.
7 congregans sicut in utre aquas maris ponens in thesauris abyssos
Og höfunum safnaði hann saman og bjó þeim sinn rétta stað.
8 timeat Dominum omnis terra ab eo autem commoveantur omnes inhabitantes orbem
Allir heimsbúar – bæði háir og lágir – óttist Drottin, og nálgist hann með lotningu.
9 quoniam ipse dixit et facta sunt ipse mandavit et creata sunt
Því að hann talaði og þá stóð heimurinn þar! Orð hans hljómaði og veröldin varð til!
10 Dominus dissipat consilia gentium reprobat autem cogitationes populorum et reprobat consilia principum
Drottinn ónýtir áform þjóða sem gegn honum rísa
11 consilium autem Domini in aeternum manet cogitationes cordis eius in generatione et generationem
en fyrirætlanir hans standa að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar.
12 beata gens cuius est Dominus Deus eius populus quem elegit in hereditatem sibi
Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, það fólk sem hann hefur kosið eignarlýð sinn.
13 de caelo respexit Dominus vidit omnes filios hominum
Drottinn lítur niður af himni,
14 de praeparato habitaculo suo respexit super omnes qui habitant terram
horfir á mannanna börn.
15 qui finxit singillatim corda eorum qui intellegit omnia opera illorum
Hann hefur myndað hjörtu þeirra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.
16 non salvatur rex per multam virtutem et gigans non salvabitur in multitudine virtutis suae
Velbúinn her tryggir konungi ekki sigur og ofurafl eitt stoðar lítið.
17 fallax equus ad salutem in abundantia autem virtutis suae non salvabitur
Stríðshestur er ekki til að reiða sig á, styrkur hans einn frelsar engan.
18 ecce oculi Domini super metuentes eum qui sperant super misericordia eius
En, – augu Drottins vaka yfir þeim sem óttast hann, þeim sem reiða sig á elsku hans.
19 ut eruat a morte animas eorum et alat eos in fame
Hann frelsar þá frá dauða, varðveitir líf þeirra á neyðarstund.
20 anima nostra sustinet Dominum quoniam adiutor et protector noster est
Ég hef sett traust mitt á Drottin. Enginn getur hjálpað nema hann, hann er skjöldur og vígi!
21 quia in eo laetabitur cor nostrum et in nomine sancto eius speravimus
Hans vegna gleðjumst við og fögnum. Hans heilaga nafni treystum við.
22 fiat misericordia tua Domine super nos quemadmodum speravimus in te
Miskunn þín Drottinn umvefji okkur. Við vonum á þig.

< Psalmorum 33 >