< Psalmorum 32 >
1 huic David intellectus beati quorum remissae sunt iniquitates et quorum tecta sunt peccata
Hvílík náð að fá syndir sínar fyrirgefnar! Það er dásamlegt þegar afbrotin eru strikuð út!
2 beatus vir cui non inputabit Dominus peccatum nec est in spiritu eius dolus
En sá léttir hverjum játandi syndara að heyra Drottin segja: „Ég sýkna þig.“
3 quoniam tacui inveteraverunt ossa mea dum clamarem tota die
Sú var tíðin að ég þrjóskaðist við og neitaði að iðrast. En synd mín kvaldi mig og nagaði öllum stundum.
4 quoniam die ac nocte gravata est super me manus tua conversus sum in aerumna mea; dum configitur mihi spina diapsalma
Ég var friðlaus bæði nætur og daga og fann að Drottinn áminnti mig. Styrkur minn þvarr eins og lækur sem þornar á heitu sumri.
5 delictum meum cognitum tibi; feci et iniustitiam meam non abscondi dixi confitebor adversus me iniustitiam meam Domino et tu remisisti impietatem peccati mei diapsalma
Að lokum játaði ég synd mína fyrir þér, viðurkenndi afbrotin. Ég sagði: „Ég vil játa það allt fyrir Drottni, “og þá fyrirgafstu mér! Sekt mín var strikuð út!
6 pro hac orabit ad te omnis sanctus in tempore oportuno verumtamen in diluvio aquarum multarum ad eum non adproximabunt
Þess vegna segi ég: Þú sem trúir, játaðu synd þína strax fyrir Guði, já, strax og samviskan angrar þig. Notaðu tímann meðan fyrirgefning Guðs stendur þér til boða. Annars vofir dómurinn yfir þér.
7 tu es refugium meum a tribulatione quae circumdedit me exultatio mea erue me a circumdantibus me diapsalma
Þú ert skjól mitt í andstreymi lífsins og lausn í nauðum og vanda. Með frelsisfögnuði umlykur þú mig.
8 intellectum tibi dabo et instruam te in via hac qua gradieris firmabo super te oculos meos
Drottinn segir: „Ég vil fræða þig og vísa þér veginn gegnum lífið. Ég vil gefa þér ráð og fylgjast með framför þinni.
9 nolite fieri sicut equus et mulus quibus non est intellectus in camo et freno maxillas eorum constringe qui non adproximant ad te
Vertu ekki eins og þrjóskur hestur! Með taum og beisli verður að temja hann.“
10 multa flagella peccatoris sperantem autem in Domino misericordia circumdabit
Miklar eru þjáningar syndugs manns, en þá sem treysta Drottni umlykur hann elsku.
11 laetamini in Domino et exultate iusti et gloriamini omnes recti corde
Gleðjist yfir Guði, þið sem á hann trúið, og rekið upp fagnaðaróp, þið sem honum hlýðið!