< Psalmorum 148 >
1 alleluia laudate Dominum de caelis laudate eum in excelsis
Þið sem búið á himnum, lofið Drottin! Lofið hann í upphæðum!
2 laudate eum omnes angeli eius laudate eum omnes virtutes eius
Lofið hann allir englar, allar hersveitir himnanna.
3 laudate eum sol et luna laudate eum omnes stellae et lumen
Lofið hann sól og tungl og allar lýsandi stjörnur.
4 laudate eum caeli caelorum et aqua quae super caelum est
Lofið hann hæstu himnar og þú dögg er svífur um háloftin.
5 laudent nomen Domini quia ipse dixit et facta sunt ipse mandavit et creata sunt
Allt sem hann hefur skapað lofi nafn hans, því að þegar hann talaði, þá varð það allt til,
6 statuit ea in saeculum et in saeculum saeculi praeceptum posuit et non praeteribit
hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lögmál sem þau fá ekki brotið.
7 laudate Dominum de terra dracones et omnes abyssi
Lofið Drottin einnig á jörðu, líka þið skepnur í hafdjúpunum.
8 ignis grando nix glacies spiritus procellarum quae faciunt verbum eius
Eldur og hagl, snjór, regn, vindur og veður öll, – allt hlýði það Drottni.
9 montes et omnes colles ligna fructifera et omnes cedri
Allt skal þetta lofa Drottin: fjöll og hæðir, ávaxtatré sem önnur tré,
10 bestiae et universa pecora serpentes et volucres pinnatae
villidýr og búfé, höggormar og fuglar
11 reges terrae et omnes populi principes et omnes iudices terrae
konungar og allar þjóðir, höfðingjar og dómarar,
12 iuvenes et virgines senes cum iunioribus laudent nomen Domini
piltar og stúlkur, aldraðir og börn.
13 quia exaltatum est nomen eius solius
Sameiginlega skulu þau lofa Drottin, því að hann einn er þess verður og dýrð hans er ofar himni og jörðu.
14 confessio eius super caelum et terram et exaltabit cornu populi sui hymnus omnibus sanctis eius filiis Israhel populo adpropinquanti sibi
Hann hefur gert þjóð sína volduga. Heldur uppi heiðri hinna guðhræddu – lýðs Ísraels, þjóðarinnar sem honum stendur næst. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!