< Psalmorum 14 >

1 in finem psalmus David dixit insipiens in corde suo non est Deus corrupti sunt et abominabiles facti sunt in studiis suis non est qui faciat bonum non est usque ad unum
En sá heimskingi sem segir: „Guð er ekki til!“Sá er líka bæði illur og spilltur og einskis góðs af honum að vænta.
2 Dominus de caelo prospexit super filios hominum ut videat si est intellegens aut requirens Deum
Drottinn horfir niður af himnum og virðir fyrir sér mennina, hvort einhver sé skynsamur og geri vilja hans.
3 omnes declinaverunt simul inutiles facti sunt non est qui faciat bonum non est usque ad unum sepulchrum patens est guttur eorum linguis suis dolose agebant venenum aspidum sub labiis eorum quorum os maledictione et amaritudine plenum est veloces pedes eorum ad effundendum sanguinem contritio et infelicitas in viis eorum et viam pacis non cognoverunt non est timor Dei ante oculos eorum
Nei, það gerir enginn þeirra. Allir eru þeir viknir af leið, allir spilltir af synd. Enginn er raunverulega góður, ekki einn einasti!
4 nonne cognoscent omnes qui operantur iniquitatem qui devorant plebem meam sicut escam panis
Þeir kúga og kvelja þjóð mína og dettur ekki í hug að ákalla mig! Skyldu þeir ekki fá að kenna á því illgjörðamennirnir?
5 Dominum non invocaverunt illic trepidaverunt timore ubi non erat timor
Þeir munu óttast þegar þeir sjá að Guð er með þeim sem elska hann.
6 quoniam Deus in generatione iusta consilium inopis confudistis quoniam Dominus spes eius est
Hann er skjól hinna hrjáðu og hógværu þegar illgjörðamenn ofsækja þá.
7 quis dabit ex Sion salutare Israhel cum averterit Dominus captivitatem plebis suae exultabit Iacob et laetabitur Israhel
Ó, að lausnardagur þeirra væri nú þegar kominn! Að Guð kæmi frá bústað sínum á Síon til bjargar þjóð sinni. En sá gleðidagur þegar Drottinn frelsar Ísrael!

< Psalmorum 14 >