< Psalmorum 109 >
Þú Guð sem ég lofa, vertu ekki þögull
2 Deus laudem meam ne tacueris quia os peccatoris et os dolosi super me apertum est
því að óguðlegir baktala mig og ljúga á mig sökum.
3 locuti sunt adversum me lingua dolosa et sermonibus odii circuierunt me et expugnaverunt me gratis
Án saka hata þeir mig og ráðast á mig.
4 pro eo ut me diligerent detrahebant mihi ego autem orabam
Ég elska þá, en jafnvel meðan ég bið fyrir þeim, ofsækja þeir mig.
5 et posuerunt adversus me mala pro bonis et odium pro dilectione mea
Þeir gjalda gott með illu og ást mína með hatri.
6 constitue super eum peccatorem et diabulus stet a dextris eius
Leyfðu þeim að finna hvernig mér líður! Leyfðu óvini mínum að þola sama óréttlæti og hann beitir mig – vera dæmdur af ranglátum dómara.
7 cum iudicatur exeat condemnatus et oratio eius fiat in peccatum
Og þegar úrskurður fellur, lát hann þá verða honum til tjóns. Líttu á bænir hans eins og innantómt raus.
8 fiant dies eius pauci et episcopatum eius accipiat alter
Styttu æviár hans. Skipaðu annan í embætti hans.
9 fiant filii eius orfani et uxor eius vidua
Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja
10 nutantes transferantur filii eius et mendicent eiciantur de habitationibus suis
og rektu þau burt úr rústum heimilis þeirra.
11 scrutetur fenerator omnem substantiam eius et diripiant alieni labores eius
Lánardrottnarnir taki landareign hans og ókunnugir fái allt sem hann hafði aflað.
12 non sit illi adiutor nec sit qui misereatur pupillis eius
Enginn sýni honum miskunn né aumki sig yfir föðurlausu börnin hans.
13 fiant nati eius in interitum in generatione una deleatur nomen eius
Afkomendur hans verði afmáðir og ætt hans eins og hún leggur sig.
14 in memoriam redeat iniquitas patrum eius in conspectu Domini et peccatum matris eius non deleatur
Refsaðu fyrir syndir föður hans og móður og dragðu ekki af.
15 fiant contra Dominum semper et dispereat de terra memoria eorum
Láttu misgjörðir hans aldrei falla í gleymsku, en minningu ættarinnar að engu verða.
16 pro eo quod non est recordatus facere misericordiam
Hann sýndi engum manni miskunn, en ofsótti nauðstadda og steypti aðþrengdum í dauðann.
17 et persecutus est hominem inopem et mendicum et conpunctum corde mortificare
Hann formælti öðrum, bölvunin komi honum sjálfum í koll. Að blessa lét hann ógert, blessun sé því fjarri honum.
18 et dilexit maledictionem et veniet ei et noluit benedictionem et elongabitur ab eo et induit maledictionem sicut vestimentum et intravit sicut aqua in interiora eius et sicut oleum in ossibus eius
Að bölva, það átti við hann, það var honum eðlilegt eins og að éta og drekka.
19 fiat ei sicut vestimentum quo operitur et sicut zona qua semper praecingitur
Formælingar hans bitni á honum sjálfum, hylji hann, eins og fötin sem hann er í og beltið um mitti hans.
20 hoc opus eorum qui detrahunt mihi apud Dominum et qui loquuntur mala adversus animam meam
Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni – þeirra sem ljúga á mig og hóta mér dauða.
21 et tu Domine Domine fac mecum propter nomen tuum quia suavis misericordia tua libera me
En Drottinn, farðu með mig eins og barnið þitt! Eins og þann sem ber þitt eigið nafn. Frelsaðu mig Drottinn, vegna elsku þinnar.
22 quia egenus et pauper ego sum et cor meum turbatum est intra me
Það hallar undan fæti, ég finn að dauðinn nálgast.
23 sicut umbra cum declinat ablatus sum excussus sum sicut lucustae
Ég er hristur til jarðar eins og padda af ermi!
24 genua mea infirmata sunt a ieiunio et caro mea inmutata est propter oleum
Ég skelf í hnjánum – fastan var erfið, ég er ekkert nema skinn og bein.
25 et ego factus sum obprobrium illis viderunt me moverunt capita sua
Ég er eins og minnisvarði um mistök og þegar menn sjá mig hrista þeir höfuðið.
26 adiuva me Domine Deus meus salvum fac me secundum misericordiam tuam
Hjálpaðu mér Drottinn Guð minn! Frelsaðu mig sakir elsku þinnar og kærleika.
27 et sciant quia manus tua haec tu Domine fecisti eam
Gerðu það svo að allir sjái, svo að enginn efist um að það var þitt verk,
28 maledicent illi et tu benedices qui insurgunt in me confundantur servus autem tuus laetabitur
– þá mega þeir formæla mér ef þeir vilja, sama er mér, aðeins að þú blessir mig. Þá munu illráð þeirra gegn mér mistakast og ég ganga mína leið, glaður í bragði.
29 induantur qui detrahunt mihi pudore et operiantur sicut deploide confusione sua
Ónýttu áform þeirra! Sveipaðu þá skömm!
30 confitebor Domino nimis in ore meo et in medio multorum laudabo eum
Þá mun ég ekki láta af að þakka Drottni, lofa hann í allra áheyrn.
31 quia adstetit a dextris pauperis ut salvam faceret a persequentibus animam meam
Því að hann er athvarf fátækra og þeirra sem líða skort. Hann frelsar þá undan óvinum þeirra.