< Psalmorum 105 >
1 alleluia confitemini Domino et invocate nomen eius adnuntiate inter gentes opera eius
Þakkið Drottni fyrir öll hans undursamlegu verk og segið frá þeim meðal þjóðanna.
2 cantate ei et psallite ei narrate omnia mirabilia eius
Syngið fyrir hann, leikið fyrir hann og segið öllum frá máttarverkum hans.
3 laudamini in nomine sancto eius laetetur cor quaerentium Dominum
Lofið og vegsamið hans heilaga nafn. Þið sem tilbiðjið Drottin, fagnið!
4 quaerite Dominum et confirmamini quaerite faciem eius semper
Leitið hans og máttar hans, og keppið eftir að kynnast honum!
5 mementote mirabilium eius quae fecit prodigia eius et iudicia oris eius
Minnist dásemdarverkanna sem hann vann fyrir okkur, sína útvöldu þjóð,
6 semen Abraham servi eius filii Iacob electi eius
afkomendur Abrahams og Jakobs, þjóna hans. Munið þið hvernig hann útrýmdi óvinum okkar?
7 ipse Dominus Deus noster in universa terra iudicia eius
Hann er Drottinn, Guð okkar. Elska hans blasir við hvar sem er í landinu.
8 memor fuit in saeculum testamenti sui verbi quod mandavit in mille generationes
Þótt þúsund kynslóðir líði, þá gleymir hann ekki loforði sínu,
9 quod disposuit ad Abraham et iuramenti sui ad Isaac
sáttmála sínum við Abraham og Ísak.
10 et statuit illud Iacob in praeceptum et Israhel in testamentum aeternum
Þennan sáttmála endurnýjaði hann við Jakob. Þetta er hans eilífi sáttmáli við Ísrael:
11 dicens tibi dabo terram Chanaan funiculum hereditatis vestrae
„Ég mun gefa ykkur Kanaansland að erfð.“
12 cum essent numero breves paucissimos et incolas eius
Þetta sagði hann meðan þeir voru enn fámennir, já mjög fáir, og bjuggu sem útlendingar í landinu.
13 et pertransierunt de gente in gentem et de regno ad populum alterum
Síðar dreifðust þeir meðal þjóðanna og hröktust úr einu landinu í annað.
14 non reliquit hominem nocere eis et corripuit pro eis reges
Samt leyfði hann engum að kúga þá og refsaði konungum sem það reyndu.
15 nolite tangere christos meos et in prophetis meis nolite malignari
„Snertið ekki við mínum útvöldu og gerið spámönnum mínum ekkert mein.“sagði hann.
16 et vocavit famem super terram omne firmamentum panis contrivit
Og hann lét hungursneyð koma yfir Kanaansland og allur matur gekk til þurrðar.
17 misit ante eos virum in servum venundatus est Ioseph
Þá sendi hann Jósef í ánauð til Egyptalands, þjóð sinni til bjargar.
18 humiliaverunt in conpedibus pedes eius ferrum pertransiit anima eius
Þeir hlekkjuðu hann og þjáðu,
19 donec veniret verbum eius eloquium Domini inflammavit eum
en Guð lét hann þola eldraunina og batt að lokum enda á fangavist hans.
20 misit rex et solvit eum princeps populorum et dimisit eum
Og faraó sendi eftir Jósef og lét hann lausan,
21 constituit eum dominum domus suae et principem omnis possessionis suae
og setti hann svo yfir allar eigur sínar.
22 ut erudiret principes eius sicut semet ipsum et senes eius prudentiam doceret
Þá hafði Jósef vald til að fangelsa höfðingja og segja ráðgjöfum konungs til.
23 et intravit Israhel in Aegyptum et Iacob accola fuit in terra Cham
Síðar kom Jakob (Ísrael) til Egyptalands og settist þar að með sonum sínum.
24 et auxit populum eius vehementer et firmavit eum super inimicos eius
Þau ár fjölgaði Ísrael mjög, já svo mjög að þeir urðu fjölmennari en Egyptar, sem réðu landinu.
25 convertit cor eorum ut odirent populum eius ut dolum facerent in servos eius
En Guð sneri hjörtum Egypta gegn Ísrael, þeir hötuðu þá og hnepptu í þrældóm.
26 misit Mosen servum suum Aaron quem elegit ipsum
Þá útvaldi Guð Móse sem fulltrúa sinn og Aron honum til hjálpar.
27 posuit in eis verba signorum suorum et prodigiorum in terra Cham
Hann gjörði tákn meðal Egypta og vakti þannig ótta hjá þeim.
28 misit tenebras et obscuravit et non exacerbavit sermones suos
Þeir fóru að skipun Drottins og hann sendi myrkur yfir landið,
29 convertit aquas eorum in sanguinem et occidit pisces eorum
breytti ám og vötnum í blóð svo að fiskurinn dó.
30 dedit terra eorum ranas in penetrabilibus regum ipsorum
Þá kom flóðbylgja af froskum – þeir voru um allt, jafnvel í svefnherbergi konungs!
31 dixit et venit cynomia et scinifes in omnibus finibus eorum
Að skipun Móse fylltist landið af mývargi og flugum.
32 posuit pluvias eorum grandinem ignem conburentem in terra ipsorum
Í stað regns dundi banvænt hagl yfir landið og eldingar skelfdu íbúana.
33 et percussit vineas eorum et ficulneas eorum et contrivit lignum finium eorum
Vínviður þeirra og fíkjutré drápust, féllu brotin til jarðar.
34 dixit et venit lucusta et bruchus cuius non erat numerus
Þá bauð hann engisprettum að naga allan grænan gróður
35 et comedit omne faenum in terra eorum et comedit omnem fructum terrae eorum
og eyðileggja uppskeruna, – hvílík plága!
36 et percussit omne primogenitum in terra eorum primitias omnis laboris eorum
Þá deyddi hann frumburðina, – elsta barn í hverri egypskri fjölskyldu – þar fór framtíðarvonin.
37 et eduxit eos in argento et auro et non erat in tribubus eorum infirmus
Og Drottinn leiddi sitt fólk heilu og höldnu út úr Egyptalandi, hlaðið gulli og silfri. Ekkert þeirra var veikt eða vanmáttugt.
38 laetata est Aegyptus in profectione eorum quia incubuit timor eorum super eos
Og Egyptar voru því fegnastir þegar Ísraelsmenn héldu á brott, því að þeir óttuðust þá.
39 expandit nubem in protectionem eorum et ignem ut luceret eis per noctem
Um daga breiddi Guð út ský og hlífði þeim gegn brennheitri sólinni og um nætur lýsti hann þeim leiðina með eldstólpa.
40 petierunt et venit coturnix et panem caeli saturavit eos
Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim lynghænsni og brauð gaf hann þeim – manna, brauð frá himni.
41 disrupit petram et fluxerunt aquae abierunt in sicco flumina
Hann opnaði klettinn og vatnið spratt fram og varð að læk í eyðimörkinni.
42 quoniam memor fuit verbi sancti sui quod habuit ad Abraham puerum suum
Hann minntist loforðs síns til Abrahams, þjóns síns,
43 et eduxit populum suum in exultatione et electos suos in laetitia
og leiddi sitt útvalda fólk fagnandi út úr Egyptalandi.
44 et dedit illis regiones gentium et labores populorum possederunt
Og hann gaf þeim lönd heiðingjanna, sem stóðu í fullum blóma með þroskaða uppskeru og þeir átu það sem aðrir höfðu sáð til.
45 ut custodiant iustificationes eius et legem eius requirant
Allt skyldi þetta hvetja Ísrael til trúfesti og hlýðni við lög Drottins. Hallelúja!