< Psalmorum 104 >

1 ipsi David benedic anima mea Domino Domine Deus meus magnificatus es vehementer confessionem et decorem induisti
Ég lofa Drottin! Drottinn, þú Guð minn, þú ert undursamlegur! Þú ert íklæddur hátign og dýrð og umlukinn ljósi!
2 amictus lumine sicut vestimento extendens caelum sicut pellem
Þú þandir út himininn eins og dúk og dreifðir um hann stjörnunum.
3 qui tegis in aquis superiora eius qui ponis nubem ascensum tuum qui ambulas super pinnas ventorum
Þú mótaðir þurrlendið og rýmdir fyrir hafinu. Þú gerðir ský að vagni þínum og ferð um á vængjum vindarins.
4 qui facis angelos tuos spiritus et ministros tuos ignem urentem
Englarnir eru erindrekar þínir og eldslogar þjóna þér.
5 qui fundasti terram super stabilitatem suam non inclinabitur in saeculum saeculi
Undirstöður heimsins eru traustar, þær eru þitt verk, og þess vegna haggast hann ekki.
6 abyssus sicut vestimentum amictus eius super montes stabunt aquae
Þú lést vatnsflóð ganga yfir jörðina og hylja fjöllin.
7 ab increpatione tua fugient a voce tonitrui tui formidabunt
Og þegar þú bauðst, safnaðist vatnið saman í höfunum,
8 ascendunt montes et descendunt campi in locum quem fundasti eis
fjöllin risu og dalirnir urðu til.
9 terminum posuisti quem non transgredientur neque convertentur operire terram
Þú settir sjónum sín ákveðnu mörk svo að hann skyldi aldrei aftur flæða yfir þurrlendið.
10 qui emittis fontes in convallibus inter medium montium pertransibunt aquae
Þú settir lindir í dalina og lækir renna um fjöllin.
11 potabunt omnes bestiae agri expectabunt onagri in siti sua
Þeir eru dýrunum til drykkjar og þar svalar villiasninn þorsta sínum.
12 super ea volucres caeli habitabunt de medio petrarum dabunt vocem
Þar gera fuglar sér hreiður og söngur þeirra ómar frá trjánum.
13 rigans montes de superioribus suis de fructu operum tuorum satiabitur terra
Hann sendir regn yfir fjöllin svo að jörðin ber sinn ávöxt.
14 producens faenum iumentis et herbam servituti hominum ut educas panem de terra
Safaríkt grasið vex að boði hans og er búfénu til fæðu. En maðurinn yrkir jörðina, ræktar ávexti, grænmeti og korn,
15 et vinum laetificat cor hominis ut exhilaret faciem in oleo et panis cor hominis confirmat
einnig vín sér til gleði, olíu sem gerir andlitið gljáandi og brauð sem gefur kraft.
16 saturabuntur ligna campi et cedri Libani quas plantavit
Drottinn gróðursetti sedrustrén í Líbanon, há og tignarleg,
17 illic passeres nidificabunt erodii domus dux est eorum
og þar byggja fuglarnir sér hreiður, en storkurinn velur kýprustréð til bústaðar.
18 montes excelsi cervis petra refugium erinaciis
Steingeiturnar kjósa hin háu fjöll, en stökkhérarnir finna sér stað í klettum.
19 fecit lunam in tempora sol cognovit occasum suum
Tunglið settir þú til að afmarka mánuði, en sólina til að skína um daga.
20 posuisti tenebras et facta est nox in ipsa pertransibunt omnes bestiae silvae
Myrkur og nótt eru frá þér komin, þá fara skógardýrin á kreik.
21 catuli leonum rugientes ut rapiant et quaerant a Deo escam sibi
Þá öskra ljónin eftir bráð og heimta æti sitt af Guði.
22 ortus est sol et congregati sunt et in cubilibus suis conlocabuntur
Þegar sólin rís draga þau sig í hlé og leggjast í fylgsni sín,
23 exibit homo ad opus suum et ad operationem suam usque ad vesperum
en mennirnir ganga út til starfa og vinna allt til kvölds.
24 quam magnificata sunt opera tua Domine omnia in sapientia fecisti impleta est terra possessione tua
Drottinn, hvílík fjölbreytni í öllu því sem þú hefur skapað! Allt á það upphaf sitt í vísdómi þínum! Jörðin er full af því sem þú hefur gert!
25 hoc mare magnum et spatiosum manibus; illic reptilia quorum non est numerus animalia pusilla cum magnis
Framundan mér teygir sig blikandi haf, iðandi af alls konar lífi!
26 illic naves pertransibunt draco iste quem formasti ad inludendum ei
Og sjá! Þarna eru skipin! Og þarna hvalirnir! – þeir leika á alls oddi!
27 omnia a te expectant ut des illis escam in tempore
Allar skepnur vona á þig, að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
28 dante te illis colligent aperiente te manum tuam omnia implebuntur bonitate
Þú mætir þörfum þeirra og þau mettast ríkulega af gæðum þínum.
29 avertente autem te faciem turbabuntur auferes spiritum eorum et deficient et in pulverem suum revertentur
En snúir þú við þeim bakinu er úti um þau. Þegar þú ákveður, deyja þau og verða að mold,
30 emittes spiritum tuum et creabuntur et renovabis faciem terrae
en þú sendir líka út anda þinn og vekur nýtt líf á jörðinni.
31 sit gloria Domini in saeculum laetabitur Dominus in operibus suis
Lof sé Guði að eilífu! Drottinn gleðst yfir verkum sínum!
32 qui respicit terram et facit eam tremere qui tangit montes et fumigant
Þegar hann lítur á jörðina, skelfur hún og eldfjöllin gjósa við snertingu fingra hans.
33 cantabo Domino in vita mea psallam Deo meo quamdiu sum
Ég vil lofsyngja Drottni svo lengi sem ég lifi, vegsama Guð á meðan ég er til!
34 iucundum sit ei eloquium meum ego vero delectabor in Domino
Ó, að ljóð þetta mætti gleðja hann, því að Drottinn er gleði mín og fögnuður.
35 deficiant peccatores a terra et iniqui ita ut non sint benedic anima mea Domino
Ó, að misgjörðarmenn hyrfu af jörðinni og að óguðlegir yrðu ekki framar til. En Drottin vil ég vegsama að eilífu! Hallelúja!

< Psalmorum 104 >