< Psalmorum 10 >
1 ut quid Domine recessisti longe dispicis in oportunitatibus in tribulatione
Drottinn, hvers vegna ert þú víðs fjarri og gerir ekkert í málinu?! Hvers vegna felur þú þig þegar ég þarfnast þín svo mjög?
2 dum superbit impius incenditur pauper conprehenduntur in consiliis quibus cogitant
Komdu og lækkaðu rostann í hinum hrokafullu og illgjörnu sem ofsækja lítilmagnann. Láttu illskubrögð þeirra koma þeim sjálfum í koll!
3 quoniam laudatur peccator in desideriis animae suae et iniquus benedicitur
Því að þessir menn stæra sig af illsku sinni, hæða Guð og hrósa þeim sem Drottinn fyrirlítur. Að safna auði er þeirra hjartans mál.
4 exacerbavit Dominum peccator secundum multitudinem irae suae non quaeret
Þessir vondu og sjálfumglöðu menn virðast halda að Guð sé ekki til. Að leita Guðs, það dettur þeim ekki í hug!
5 non est Deus in conspectu eius inquinatae sunt viae illius in omni tempore auferuntur iudicia tua a facie eius omnium inimicorum suorum dominabitur
En samt ná þeir árangri og óvinir þeirra lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þeir vita ekki að refsing þín bíður þeirra.
6 dixit enim in corde suo non movebor a generatione in generationem sine malo
Sá hrokafulli segir: „Hvorki Guð né menn geta stöðvað mig, ég mun finna einhverja leið!“
7 cuius maledictione os plenum est et amaritudine et dolo sub lingua eius labor et dolor
Munnur hans er fullur af formælingum, lygi og ofbeldi. Hann hrósar sér af illum áformum.
8 sedet in insidiis cum divitibus in occultis ut interficiat innocentem
Slíkir menn læðast í skúmaskotum borgarinnar og myrða þann sem fram hjá gengur.
9 oculi eius in pauperem respiciunt insidiatur in abscondito quasi leo in spelunca sua insidiatur ut rapiat pauperem rapere pauperem dum adtrahit eum
Eins og ljón sitja fyrir bráð sinni, sitja þeir fyrir fátæklingnum, tilbúnir að hremma hann. Þeir leggja snörur fyrir fórnarlömb sín, veiða þau í net.
10 in laqueo suo humiliabit eum inclinabit se et cadet cum dominatus fuerit pauperum
Hinir ólánssömu undrast mátt þeirra og falla fyrir skeytum þeirra.
11 dixit enim in corde suo oblitus est Deus avertit faciem suam ne videat in finem
Þeir segja við sjálfa sig: „Guð sér þetta ekki, og hann mun aldrei komast að því.“
12 exsurge Domine Deus exaltetur manus tua ne obliviscaris pauperum
Drottinn, rís þú upp! Refsa þeim, ó Guð! Gleymdu ekki fátæklingunum né öðrum sem eiga bágt.
13 propter quid inritavit impius Deum dixit enim in corde suo non requiret
Hvers vegna lætur þú illmennin sem spotta þig, ganga laus? Þeir halda að þú munir aldrei refsa þeim.
14 vides quoniam tu laborem et dolorem consideras ut tradas eos in manus tuas tibi derelictus est pauper orfano tu eras adiutor
Drottinn, þú sérð verk þeirra. Þú þekkir öll þeirra brögð. Allt það böl og hryggðina sem þeir hafa valdið, gjörþekkir þú! Refsaðu þeim Drottinn, og það strax! Drottinn, hinn bágstaddi treystir á þig og þú ert kallaður stoð lítilmagnans.
15 contere brachium peccatoris et maligni quaeretur peccatum illius et non invenietur
Brjóttu armlegg illgjörðamannanna. Veittu þeim eftirför uns enginn er eftir orðinn.
16 Dominus regnabit in aeternum et in saeculum saeculi peribitis gentes de terra illius
Drottinn er konungur um aldir alda! Þeim sem elta aðra guði verður útrýmt úr landi hans.
17 desiderium pauperum exaudivit Dominus praeparationem cordis eorum audivit auris tua
Drottinn, þú þekkir vonir hinna hógværu. Vissulega munt þú heyra hróp þeirra og hugga hjörtu þeirra.
18 iudicare pupillo et humili ut non adponat ultra magnificare se homo super terram
Þú munt láta munaðarlausa og alla kúgaða ná rétti sínum, svo að mennirnir – þeir eru bara mold – beiti ekki lengur ofbeldi.