< Mattheum 5 >
1 videns autem turbas ascendit in montem et cum sedisset accesserunt ad eum discipuli eius
Dag nokkurn þegar fólkið þyrptist að honum fór hann upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum,
2 et aperiens os suum docebat eos dicens
settist þar niður og kenndi:
3 beati pauperes spiritu quoniam ipsorum est regnum caelorum
„Sælir eru auðmjúkir, því að þeirra er himnaríki.
4 beati mites quoniam ipsi possidebunt terram
Sælir eru sorgmæddir, því að þeir munu huggaðir verða.
5 beati qui lugent quoniam ipsi consolabuntur
Sælir eru hógværir, því að þeir munu eignast landið.
6 beati qui esuriunt et sitiunt iustitiam quoniam ipsi saturabuntur
Sælir eru þeir sem þrá réttlætið, því að það mun falla þeim í skaut.
7 beati misericordes quia ipsi misericordiam consequentur
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
8 beati mundo corde quoniam ipsi Deum videbunt
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu sjá Guð.
9 beati pacifici quoniam filii Dei vocabuntur
Sælir eru þeir sem vinna að friði, því að þeir munu kallaðir verða synir Guðs.
10 beati qui persecutionem patiuntur propter iustitiam quoniam ipsorum est regnum caelorum
Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir trú sína á mig, því að þeirra er himnaríki.
11 beati estis cum maledixerint vobis et persecuti vos fuerint et dixerint omne malum adversum vos mentientes propter me
Gleðjist og fagnið þegar fólk talar illa um ykkur, ofsækir ykkur eða ber lognar sakir á ykkur vegna þess að þið fylgið mér,
12 gaudete et exultate quoniam merces vestra copiosa est in caelis sic enim persecuti sunt prophetas qui fuerunt ante vos
því að mikil laun bíða ykkar á himnum! Minnist þess að hinir fornu spámenn þoldu einnig ofsóknir.
13 vos estis sal terrae quod si sal evanuerit in quo sallietur ad nihilum valet ultra nisi ut mittatur foras et conculcetur ab hominibus
Þið eruð salt jarðarinnar, þið eigið að bæta heiminn! Hvernig færi ef þið misstuð seltuna? Þið yrðuð einskis nýt eins og rusl sem fleygt er út og fótum troðið.
14 vos estis lux mundi non potest civitas abscondi supra montem posita
Þið eruð ljós heimsins. Allir sjá borg sem reist er á fjalli.
15 neque accendunt lucernam et ponunt eam sub modio sed super candelabrum ut luceat omnibus qui in domo sunt
Felið því ekki ljósið ykkar heldur látið það skína til að allir sjái það! Leyfið öllum að sjá góðverk ykkar, svo að þeir þakki föður ykkar á himnum.
16 sic luceat lux vestra coram hominibus ut videant vestra bona opera et glorificent Patrem vestrum qui in caelis est
17 nolite putare quoniam veni solvere legem aut prophetas non veni solvere sed adimplere
Misskiljið mig ekki. Ég kom ekki til að afnema lög Móse og viðvaranir spámannanna. Nei, ég kom til að uppfylla hvort tveggja og staðfesta það.
18 amen quippe dico vobis donec transeat caelum et terra iota unum aut unus apex non praeteribit a lege donec omnia fiant
Ég segi ykkur satt: Hver einasta grein lögbókarinnar mun standa óhögguð uns tilgangi hennar hefur verið náð.
19 qui ergo solverit unum de mandatis istis minimis et docuerit sic homines minimus vocabitur in regno caelorum qui autem fecerit et docuerit hic magnus vocabitur in regno caelorum
Þar af leiðir að sá sem brýtur hið minnsta boðorð og hvetur aðra til þess að gera hið sama verður minnstur í himnaríki. En sá sem kennir lög Guðs og fer eftir þeim mun verða mikill í himnaríki.
20 dico enim vobis quia nisi abundaverit iustitia vestra plus quam scribarum et Pharisaeorum non intrabitis in regnum caelorum
Ég vil benda ykkur á eitt: Ef góðverk ykkar verða ekki fremri góðverkum faríseanna og annarra leiðtoga þjóðarinnar, þá komist þið alls ekki inn í guðsríkið.
21 audistis quia dictum est antiquis non occides qui autem occiderit reus erit iudicio
Þannig segir í lögum Móse: „Drepir þú mann, verður þú sjálfur að deyja.“
22 ego autem dico vobis quia omnis qui irascitur fratri suo reus erit iudicio qui autem dixerit fratri suo racha reus erit concilio qui autem dixerit fatue reus erit gehennae ignis (Geenna )
En ég bæti við: Ef þú reiðist – jafnvel þótt það sé aðeins við bróður þinn á þínu eigin heimili – vofir dómurinn yfir þér! Ef þú kallar vin þinn fífl, átt þú á hættu að þér verði stefnt fyrir réttinn! Og bölvir þú honum áttu eld helvítis yfir höfði þér. (Geenna )
23 si ergo offeres munus tuum ad altare et ibi recordatus fueris quia frater tuus habet aliquid adversum te
Ef þú stendur frammi fyrir altarinu í musterinu og ert að færa Guði fórn, og minnist þess þá allt í einu að vinur þinn hefur eitthvað á móti þér,
24 relinque ibi munus tuum ante altare et vade prius reconciliare fratri tuo et tunc veniens offers munus tuum
skaltu skilja fórn þína eftir hjá altarinu, fara og biðja hann fyrirgefningar og sættast við hann. Komdu síðan aftur og berðu fram fórnina.
25 esto consentiens adversario tuo cito dum es in via cum eo ne forte tradat te adversarius iudici et iudex tradat te ministro et in carcerem mittaris
Flýttu þér að sættast við óvin þinn áður en það er um seinan, því að annars mun hann draga þig fyrir rétt. Þá verður þér varpað í skuldafangelsi,
26 amen dico tibi non exies inde donec reddas novissimum quadrantem
þar sem þú verður að dúsa uns þú hefur greitt þinn síðasta eyri.
27 audistis quia dictum est antiquis non moechaberis
Boðorðið segir: „Þú skalt ekki drýgja hór.“
28 ego autem dico vobis quoniam omnis qui viderit mulierem ad concupiscendum eam iam moechatus est eam in corde suo
En ég segi: Sá sem horfir á konu með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í huga sínum.
29 quod si oculus tuus dexter scandalizat te erue eum et proice abs te expedit enim tibi ut pereat unum membrorum tuorum quam totum corpus tuum mittatur in gehennam (Geenna )
Ef það sem þú sérð með auga þínu verður til þess að þú fellur í synd, skaltu stinga augað úr þér og fleygja því. Betra er að hluti af þér eyðileggist en að þér verði öllum kastað í víti. (Geenna )
30 et si dextera manus tua scandalizat te abscide eam et proice abs te expedit tibi ut pereat unum membrorum tuorum quam totum corpus tuum eat in gehennam (Geenna )
Ef hönd þín – jafnvel sú hægri – kemur þér til að syndga, þá er betra að höggva hana af og fleygja henni en að lenda í helvíti. (Geenna )
31 dictum est autem quicumque dimiserit uxorem suam det illi libellum repudii
Í lögum Móse segir svo: „Sá sem vill skilja við konu sína verður að fá henni skilnaðarbréf.“
32 ego autem dico vobis quia omnis qui dimiserit uxorem suam excepta fornicationis causa facit eam moechari et qui dimissam duxerit adulterat
En ég segi: Skilji maður við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú, veldur hann því að hún drýgir hór, og sá sem síðar kvænist henni drýgir einnig hór.
33 iterum audistis quia dictum est antiquis non peierabis reddes autem Domino iuramenta tua
Þið þekkið líka þessa gömlu reglu: „Þú skalt ekki sverja rangan eið, og haltu þau heit sem þú hefur gefið Guði.“
34 ego autem dico vobis non iurare omnino neque per caelum quia thronus Dei est
Ég segi: Sverjið ekki, hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs,
35 neque per terram quia scabillum est pedum eius neque per Hierosolymam quia civitas est magni Regis
né jörðina, því hún er fótskör hans. Sverjið ekki við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
36 neque per caput tuum iuraveris quia non potes unum capillum album facere aut nigrum
Þú mátt ekki heldur sverja við höfuð þitt, því þú getur ekki einu sinni breytt háralit þínum, hvað þá meira.
37 sit autem sermo vester est est non non quod autem his abundantius est a malo est
Látið nægja að segja: Já, ég vil… eða: Nei, ég vil ekki! Það á að vera hægt að treysta því sem þú segir. Þurfir þú að staðfesta orð þín með eiði er ekki allt með felldu.
38 audistis quia dictum est oculum pro oculo et dentem pro dente
Í lögum Móse stendur: „Stingi maður auga úr öðrum manni, skal hann sjálfur gjalda fyrir það með eigin auga. Brjóti einhver tönn úr þér, skaltu brjóta tönn úr honum í staðinn.“
39 ego autem dico vobis non resistere malo sed si quis te percusserit in dextera maxilla tua praebe illi et alteram
Ég segi hins vegar: Launið ekki ofbeldi með ofbeldi! Slái einhver þig á aðra kinnina, snúðu þá einnig hinni að honum.
40 et ei qui vult tecum iudicio contendere et tunicam tuam tollere remitte ei et pallium
Höfði einhver mál gegn þér þannig að þú tapar skyrtunni þinni, skaltu líka láta yfirhöfn þína af hendi.
41 et quicumque te angariaverit mille passus vade cum illo alia duo
Ef hermenn skipa þér að bera varning sinn eina mílu, þá skaltu bera hann tvær.
42 qui petit a te da ei et volenti mutuari a te ne avertaris
Gefðu þeim sem biðja þig, og snúðu ekki bakinu við þeim sem vilja fá lán hjá þér.
43 audistis quia dictum est diliges proximum tuum et odio habebis inimicum tuum
Sagt hefur verið: „Elskaðu vini þína og hataðu óvini þína.“
44 ego autem dico vobis diligite inimicos vestros benefacite his qui oderunt vos et orate pro persequentibus et calumniantibus vos
En ég segi: Elskið óvini ykkar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja ykkur.
45 ut sitis filii Patris vestri qui in caelis est qui solem suum oriri facit super bonos et malos et pluit super iustos et iniustos
Ef þið gerið það, komið þið fram eins og hæfir sonum hins himneska föður. Hann lætur sólina skína jafnt á vonda sem góða. Hann lætur einnig rigna jafnt hjá réttlátum sem ranglátum.
46 si enim diligatis eos qui vos diligunt quam mercedem habebitis nonne et publicani hoc faciunt
Hvaða góðverk er það að elska þá eina sem elska ykkur? Jafnvel skattheimtumennirnir gera það.
47 et si salutaveritis fratres vestros tantum quid amplius facitis nonne et ethnici hoc faciunt
Eruð þið nokkuð frábrugðin heiðingjunum, ef þið eruð einungis vinir vina ykkar? Nei!
48 estote ergo vos perfecti sicut et Pater vester caelestis perfectus est
Verið því fullkomin eins og ykkar himneski faðir er fullkominn.